Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1965, Page 29

Samvinnan - 01.03.1965, Page 29
— En þótt framför mannKyns- ins sé hægstíg, þá er mörgum það ljóst, að jafnrétti og bæt- ur á lífskjörum draga úr mis- rétti og milda lífsbaráttuna og ætti það því að vera markmið og lífsstefna, hvers góðs manns, að skipa sér þar í fylgingu, sem unnið er að jöfnun lífsgæða og jafnrétti einstaklingsins virt og þannig stefnt að fegrun lífs- ins. En þrátt fyrir trúardeyfð, samkeppni í viðskiptum og harða lífsbaráttu, á lífið nóg af fegurð. Fagrar landslagsmyndir og málverk og myndastyttur af þekktum mönnum og óþekkt- um, þykja oft mikil listaverk, en fegurstu listaverkin eru þó land'ð sjálft og maðurinn sjálf- ur. Varla nær nokkur listamað- ur þeirri fegurð, sem manni birtist við kynningu við göf- ugan mann í önn dagsins í gleði og sorg. Að kynnast góðu fólki er líkt og að ganga um fagurt safn listaverka. Fyrir nær því tveimur ára- tugum, var ég á ferð um Norð- ur-Sjáland og Suður-Svíþjóð. Þetta eru einhver fegurstu og frjósömustu héruð Norður- landa. Þarna er hver blettur full- ræktaður, örskammt milli býla, og byggingar smekklegar og hlýlegar. Kyrrlátt hamingju- samt fólk var þarna að störf- um. Það var ánægt og fjár- hagslega vel stætt. Þjáningar stríðsins voru þó en vakandi í hugum fólksins, því aðeins rúmt ár var liðið frá styriald- arlokum. Þetta fólk naut hins kyrrláta, friðsæla lifs sveitar- innar. Því var það ljóst, að það vann í þágu lífsins að þroskandi og heilnæmum störfum. Ef ég hefði spurt þetta fólk, hvað bað bráði mest og hvaða framtíðaróskir það bæri í brjósti, þá er ég þess fullviss að svarið hefði einróma verið þetta: .,Við æskjum varanlegs friðar." Friðarhugsjónin er sterkasta brá mikilshluta mannkynsins, og hefur verið það all't frá stríðslokum. Þessi fögru, frjó- sömu héruð í Sjálandi og Suð- ur-Svíþjóð, voru líka í æpandi m-'tsögn við sprengjuregn og fallbyssuskot. Fkki var þó nema rúmt ár liðið frá því að helsprengja féll ofan í barnaskóla í miðri Kaupmannahöfn, þar sem fjöldi barna lét lífið. Svona var villimennskan rærri fegurðinni og menning- unni. í samkeppninni um auð og völd eru drápsvopnin smíð- uð og þó þráir mannkynið e’ kert meira en frið. Á sólbjörtum vormorgni, í frjósömu landi, er erfitt að standa frammi fyrir þeirri staðreynd, að enn svífur skuggi styrjaldanna yfir fögru landi og lífsglöðu, velmennt- uðu fólki. Sumarið 1944 var óvenjulega sólríkt og heillandi. Sólskin og hlýviðri um allt land, dag eftir dag, og þó sérstaklega um Norðausturland. 1 júlímánuði þetta sumar fór ég víða um Austurland og Norðurland. Heimsstyrjöldin var þá í algleymingi, en veður- blíðan og fegurð náttúrunnar var svo heillandi, að stríðsótt- inn fór í felur. — Er mér ó- gleymanleg bílferðin austan af Jökuldal um Möðrudalsöræfi og Hólsfjöll til Akureyrar. Ég hafði undanfarna daga ekið um gróðursælar sveitir og séð starfsglatt fólk keppast við vinnu sína í fögru umhverfi. Ég hafði mætt mörgum bifreið- um, með lífsglöðu ferðafólki, sem brosti og veifaði, með fjör og líf í augum, þegar bílar mættust. Hvert sem litið var, blasti við fegurð, birta, lífsgleði og starfandi hendur. Þessi bjarta mynd af sólrík- um sumardegi er enginn töfra- spegill. Lífið á þessa fegurð, þrátt fyrir allt, og fólkið nýtur hennar, ef það fær frið til að lifa lífi sínu. Vík ég þá aftur nokkrum orð- um að samvinnustefnunni áð- ur en ég lýk þessum þætti. Fyrir rösklega 100 árum spratt samvinnustefnan upp eins og lítill lækur í dalverpi eða hljóðlát uppspretta, en er nú orðin að fahþungu stórfljóti, sem enn á eftir að eflast. Bar- átta samvinnustefnunnar er barátta friðarins. Samvinnu- PAÐ ER SAMA. HVE HLASSIÐ ER ÞUNGT.. t w r BEDFORD SKILAR ÞVIA AFANGASTAÐ! ávallt fáanlegurmed stuttum fyrirvara Véladeild SAMVINNAN 29

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.