Samvinnan - 01.11.1974, Blaðsíða 10

Samvinnan - 01.11.1974, Blaðsíða 10
FYRSTU þ*. SPORIN *r Neyðin kennir.... Elzta íslenzka samvinnublaðið heitir „Ófeigur“, lítið, handskrifað blað, sem hóf göngu sína árið 1890 og var gefið út af Kaupfélagi Þingeyinga. Þótt blað- ið væri ekki stórt að vöxtum, hreyfði það mörgum hugsjónum samvinnu- stefnunnar, sem siðar urðu að veruleika. í inngangi „Ófeigs“ er vel lýst þeim hug og hvötum, sem komu blaðinu á fót, en hann hljóðar svo: „Neyðin kennir naktri konu að spinna". Neyðin kennir mörgum fleiri að spinna, þótt það sjeu ekki margir, sem „spinna silki“. Margir hugvitsmenn og frumherjar framfaranna hafa út úr neyðinni spunnið öfl náttúrunnar inn í fullnægingar mannþarfanna. En neyð- in hefir kennt mönnum fleira en að spinna, fleira en að spinna sinn þáttinn hver; hún hefir kennt mönnum að leggja þættina saman, sameina krapt- ana, að sameina eptirlanganir og hug- sjónir manna, að vekja sofin öfl og hrinda þeim á stað, hrinda þeim á stað gegn tálmunum andlegrar og fjármuna- legrar ánauðar. Það hefur lengi verið á orði, að ekki hafi önnur meiri ánauð, kúgun og ófar- sæld gengið yfir vort afskekkta land en hin alræmda verzlunareinokun. Og þótt nú eigi að heita „frjáls verzlun", þá þykir þó enn lifa í gömlum kolum, eins og dæmin sanna. Hjer í Þingeyj arþingi hefir á þennan dag eymt eptir í hinum Jfetafi orn / tr C^tnuC.jtnuuu (Qfeígur Ti.þ. itncCtcri, Atíttrrr. í. rrU- _ Sljcrri ittrú. fcjtt Attt (imtittrtr . <i Þ dfcír. \iCfO I • .(JvGT k. Í/MHM/ fHctA d'Cíyhiv (nutnÍK- atuírrj 'ÁItL (fct 'cnu. a<> Jjiuttct- r . a2> «ffu t jíríT il, chivL- otictsuji'u 4e*tt 4fi\Sdt4iK. nu kcui, nuaiur.uttt muxhc^/, aj. fhn- fuiAvil* . c-kt A*j nyuxtt.ist lutfA út- Apl' toixtíuKUi** . ax-.l' ^UÍÍuXcfitc^u, mt clu t-t jOoui^-ct t < t i.« . <on (u^tsi. tíS'i*— (litt/, »no**nu+*t~—> .þbúm. et< ö? tp....... féú, Ílíf., /.!.,/iin, V?" iiiji.fiit.rítn ,ki>(,tu,!, io,af{a>tít, Aít...ti',.,, ,,j/,, ,ijj /ftutotta-p a2 (ttitfa. aftp- Af/.', 4J Arittt/it jtliíu a. /p£Í**t, gömlu kolum. Og það er varla efamál, að neyðin, sú neyð að búa undir þessu, beindi mönnum leið og vakti menn til nýrra úrræða. Það þurfti einhver að færa kaupmönnum heim sanninn um það, að kröfur þeirra til fátæks almenn- ings væri helzt til rikilátar, þótt van- inn helgaði þær ... Neyðin hefir kennt oss að spyrna gegn ánauð, ofríki og afvegaleiðslu hinnar dönsku selstöðuverzlunar hjá oss. Hún hefir kennt oss að sameina krapta vora, og það er vonandi, að hún kenni oss að sníða oss stakk eftir vexti. Verzlunar- aðferðin hjá oss hefir eigi verið stakkur eftir vorum vexti, heldur þeirra, sem aldir eru upp á einokuðum gróða. — Vjer þurfum sjálfir að velja oss efnið í stakkinn og sníða hann, þá er meiri von að hann verði oss að sönnu liði.“ þá ekkjum sem héldu uppi fallegum tölum um meðalaldur. En það skipti engu máli hvað hann var að hugsa af því að nú hafði fjölgað í samkvæm- inu. Vindlaglóðir voru komnar á víð og dreif um stofuna, og það grillti í tvo skeggjaða menn og stúlku í rósóttum kjól. Haraldur Hálfdán horfði lengi á þessa stúlku. Það hvarflaði að honum að hún hefði farið húsavillt. Mennirnir virtust ekkert hafa heyrt um Veru Hress. Þeir viku vindlaglóð- unum til hliðar þegar þeim sýndist. Þeim var kannski sárt um skeggið. Haraldi Hálfdáni fannst hlaupinn töluverður tilfinningahiti í samkvæm- ið, og það varð með engu móti séð hver var rétthærri öðrum. Hann stóð upp og færði sig yfir i sófann til að vera nær stúlkunni í rósótta kjólnum. Hún var nógu ung til að vera í gallabuxum og klossum, en hún virtist ekki hafa útlit til að vilja standa í neinu merkl- legu andófi. Haraldur Hálfdán hallaði sér í áttina að henni og kynnti sig. Hún svaraði honum ekki. Hann sagði það gleddi sig að kynnast henni. Hún tók ekki eftir honum, heldur horfði svolítið óttaslegin í kringum sig. And- lit hennar var gott þótt það væri kannski of frítt til að vera sannfær- andi, og honum fannst enn hún mundi hafa villst. Hann sagðist vona þau gætu talað um eitthvað annað en jafnrétti kvenna. Orð hans verkuðu ekki frekar en höndum væri veifað fyrir andliti blinds manns. Annar hinna skeggjuðu snaraðist allt í einu utan úr vindilglóðinni til þeirra, og það var eins og þögnin og óttinn hyrfi af andliti stúlkunnar. Maðurinn bað Harald Hálfdán að færa sig. Hann ætl- aði sjálfur að sitja nær konunni sinni. Haraldur Hálfdán færði sig ljúfmann- lega. Stúlkan með fallega brosið virtist búin að týna vindli sínum. Nú vildi hún líka setjast í sófann. Hún bað Harald Hálfdán að færa sig enn lengra til að hún gæti setst við hliðina á þessum skeggjaða. Andlit stúlkunnar í rósótta kjólnum fékk aftur yfir sig svolítinn óttasvip. Það var eins og enginn segði neitt lengur. Þó voru all- ir að tala nema Haraldur Hálfdán og stúlkan í rósótta kjólnum. Allt í einu voru þau horfin úr sófanum þessi með skeggið og stúlkan með brosið góða. Það var eins og þau hefðu gufað upp. Haraldur Hálfdán færði sig aftur í áttina til stúlkunnar í rósótta kjóln- um. Frítt andlit hennar var orðið hvítt eins og gríma. Eru þið gift í alvöru, spurði Harald- ur Hálfdán. Það skipti hann svo sem engu og hann var ekki að reyna að vera fyndinn, en honum fannst ein- hver yrði að tala við hana. Hún kink- aði kolli án þess gríman félli af and- liti hennar. Svo vantaði eitthvað fleira að segja við hana, en það vildi ekki koma. Hann þagði um stund uns hann spurði: Vinnurðu úti. Stúlkan hristi höfuðið. Haraldur Hálfdán bjóst við ekki þýddi að yrða meira á hana í bili. Aftur á móti vissi hann af reynslu að jafnvel stoltustu konur fengust til að tala ef þær voru spurðar þessa, einkum ef þær höfðu ekki not af barnaheimilum. Það þótti svo mikil vesöld að vinna ekki úti ef ekki var verið við nám. Hann hafði ekki tíma til að spyrj a hana hvort hún væri í háskólanum af því hinn skeggj - aði maðurinn settist við hlið hans og rétti honum höndina. Ég kannast við þig, sagði hann. Einmitt, sagði Haraldur Hálfdán. Ég vona að ekki verði nein illindi úr því. Nei, alls ekki. Hvers vegna illindi. Mér skilst að nú sé ekkert eftir nema brennivín og kraftar, sagði Har- aldur Hálfdán. Hefurðu misst hitt. Þekkir þú Veru Hress. Veru Hress, sagði sá skeggjaði. Hef ég sofið hjá henni. Þú gætir hafa lent á línuriti hjá henni einhvers staðar, hvað sem öðru líður. Eflaust, sagði sá skeggjaði. Ef hún er einskonar mannkynsfræðari þá var ég orðinn faðir seytján ára. Og þessi sem var hérna áðan, hann á þrjú. Við erum sko folar. Hann er nú giftur, sagði Haraldur Hálfdán. Það er ekki nema hálfur mánuður síðan, sagði sá skeggjaði. Stúlkan í rósótta kjólnum hreyfði sig í stólnum. Haraldur Hálfdán leit af þeim skeggjaða og yfir til hennar. Hún var hætt að bíta á jaxlinn og hörð, hvít gríman hafði fallið af and- litinu. Hann sá hvernig augu hennar fylltust og hvernig andlitið herptist saman og sléttist á ný á meðan hún reyndi að harka af sér. Hún sat graf- kyrr í stólnum. Það logaði enn í vindli einhvers staðar úti í rökkri stofunnar, og hann sá út undan sér í bláar galla- buxur. Hann sá hvergi stúlkuna með fallega brosið. Hvar er maðurinn hennar, hvíslaði Haraldur Hálfdán að þeim skeggjaða. 10

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.