Samvinnan - 01.11.1974, Blaðsíða 25

Samvinnan - 01.11.1974, Blaðsíða 25
Litprentaðar prjónauppskriftir Ullarverksmiðjan Gefjun á Akureyri hefur fyrir nokkru hafið útgáfu á prjónaupp- s riftum. Hér er um litla, fjög- )*rra síðna bæklinga að ræða, ntprentaða og smekklega, og er birt ein uppskrift hverju sinni. Þegar eru komnir út lmm slíkir bæklingar, en fleiri eru VEentanlegir innan skamms. Á þessu hausti sendi Gefjun á markaðinn tvær nýjar tegund- ir af garni, barnagarn og pop- garn, og eru sumar uppskrift- irnar miðaðar við það. Prjóna- uppskriftir Gefjunar fást á öll- um þeim stöðum, þar sem Gefj- unargarn er selt, og kosta að- eins 20 krónur stykkið. ÁRNAÐ HEILLA Jakob Frímannsson sjötíu og fimm ára Jakob Frímannsson, formað- Ur stjórnar Sambands íslenzkra samvinnufélaga, varð 75 ára 7. ° tóber síðastliðinn. Hann er œddur og uppalinn á Akureyri, sonur hjónanna Frímanns Jak- ° ss°nar og Sigríðar Björns- °ttur. Hann stundaði nám í Gagnfræðaskólanum á Akur- eyri 1912—1915 og í Verzlunar- skólanum i Reykjavík 1916— 1918. Jakob Frímannsson hóf störf hjá Kaupfélagi Eyfirðinga árið 1918, og árin 1924—1939 var hann fulltrúi og staðgengill framkvæmdastjóra. Árið 1940 gerðist hann framkvæmda- stjóri KEA, og þvi starfi gegndi hann siðan óslitið i rúm þrjá- tíu ár. Jakob hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa í þágu sam- vinnuhreyfingarinnar og hefur um langt skeið verið einn hinna atkvæðamestu forvígis- manna hennar. Einnig hefur hann látið mjög að sér kveða í bæjarmálefnum Akureyrar; átt sæti i bæj arstjórn og bæj- arráði. í tilefni afmælisins kaus bæjarstjórn Akureyrar Jakob Frímannsson heiðurs- borgara bæjarins, og er hann sjöundi maðurinn, sem verður þess heiðurs aðnjótandi. Kona Jakobs er Borghildur Jónsdóttir, og eiga þau eina kjördóttur. Samvinnan flytur Jakob Fri- mannssyni og fjölskyldu hans hlýjar árnaðaróskir og þakkar honum einstætt framlag í þágu samvinnuhrey f ingarinnar. íslenzki hesturinn sýndur í V-Þýzkalandi Dagana 15,—22. september siðastliðinn var þýzka land- búnaðarsýningin DLG haldin í Frankfurt í Vestur-Þýzkalandi. Hér var um að ræða einhverja stærstu landbúnaðarsýningu í Evrópu, og er hún haldin ann- að hvert ár. Á síðastliðnum vetri var á- kveðið að kynna íslenzka hest- inn á þessari sýningu. Þátttök- una kostuðu Sambands ís- lenzkra samvinnufélaga, Bún- aðarfélag íslands og landbún- aðarráðuneytið, en Sambandið annaðist framkvæmdina og kynnti íslenzka hestinn í vand- aðri sýningardeild. Fengnir voru sex islenzkir úrvalshestar, sem allir utan einn eru í eigu þýzkra hestaeigenda. Sýning- ardeildin var um 50 fermetrar að stærð, og þar voru hestarnir hafðir á básum, en að auki var þeim riðið um sýningarsvæðið og geta þeirra og hæfni sýnd í sérstakri dagskrá í stórri reið- höll. Halldór E. Sigurðsson land- búnaðarráðherra var viðstadd- ur opnun sýningarinnar í boði sýningarstjórnar. í tilefni af komu hans og sýningunni al- mennt bauð umboðsmaður Sambandsins í Hamborg, Böðv- ar Valgeirsson, til kvöldverðar, og voru þar samankomnir um 30 gestir. Allir voru á einu máli um það, að íslenzka sýningardeild- in hafi vakið óvenju mikla at- hygli, enda i senn fræðandi og lifandi. Er þátttakan í þessari sýningu án efa bezta kynning, sem íslenzki hesturinn hefur nokkru sinni fengið. ISLAND íslenzka sýningardeildin vakti mikla athygli. Fimm af íslenzku hestunum, sem sýndir voru, ásamt knöpum þeirra. Talið frá vinstri: Ullu Becker á Hrappi frá Garðsauka, en hún er jafn- framt eigar.di hestsins; Bruno Podlech á Hreini frá Gullberastöðum, en hann er Þýzkalandsmeistari í skeiði; Karl Ileinz Kessler á Frey frá Önundarhorni; Pétur Behrens á Stjörnu frá Bóndhól, en eigandi hans er Ottmar Glardon, sem býr með hesta sína á eyjunni Spikeroog í Norðursjó, og loks er Reynir Aðalsteinsson, bóndi á Sigmundarstöðum i Borgarfirði, á Degi frá Núpum, en eigandi hans er Sigurbjörn Eiríksson. 25

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.