Fréttablaðið - 21.08.2009, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 21.08.2009, Blaðsíða 2
2 21. ágúst 2009 FÖSTUDAGUR Maðurinn sem lést í bifhjólaslysi á Þingvalla- vegi á mánu- dag hét Ágúst Björn Hinriksson. Ágúst var fæddur 6. nóvember árið 1960 og var til heimilis í Hafnarfirði. Hann lætur eftir sig eiginkonu, tvo uppkomna syni og tvö uppkom- in fósturbörn. Ágúst var í hópi nokkurra bifhjólamanna á Þingvalla- vegi skammt frá Kárastöðum á mánudagskvöld. Hann missti stjórn á hjólinu með þeim afleiðingum að hann ók út af veginum. Hann var úrskurð- aður látinn á slysadeild Land- spítalans. Lést í slysi Jóhann, ertu að leita að til- brigði við STEF? „Það er STEF-nan.“ STEF vill rukka aðstandendur bekkjar- móts um gjald fyrir að leika tónlist á mótinu. Jóhann Hlíðar Harðarson, einn aðstandenda bekkjarmótsins, er ósáttur við þau vinnubrögð. REYKJAVÍK Hugmyndin um 186.000 króna lífskjaratryggingu gæti kost- að Reykjavíkurborg 760 milljónir á ári, miðað við kostnað borgarinnar við fjárhagsaðstoð til einstaklinga á fyrstu sex mánuðum ársins, að sögn Jórunnar Frímannsdóttur, formanns Velferðarráðs borgarinnar. „Það er ekkert smáræði. Þetta er voða falleg hugsun, en hún þýðir annaðhvort hærri skatta eða skerta þjónustu annars staðar,“ segir hún. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir sveitarfélög- in ekki vel í stakk búin til að taka á sig auknar álögur: „Þá þurfa þau auðvitað að fá auknar tekjur á móti.“ Krónutalan, 186.000 krónur sé hins vegar ekki óeðlileg. „Þetta er bara það sem fólk þarf til að lifa af. Það er alveg fullur skilningur á því hver þörfin er, en sveitarfélögin hafa ekki í neina sjóði að sækja,“ segir Lúðvík. Áætlaðar skatttekjur á Reykjavík- ur eru um 49 milljarðar og þyrfti að hækka útsvar um 1,5 prósent til að standa undir tryggingunni, að öðru óbreyttu, segir Jórunn. Hún bendir þó á að fjárhagsaðstoð til einstakl- inga hafi verið að aukast jafnt og þétt og því sé líklegt að kostnaður borgarinnar verði enn meiri. „Tekjur borgarinnar hrökkva varla til fyrir þessum kostnaði í dag, en auðvitað væri frábært ef hægt væri að tryggja öllum 186.000 krónur í lágmarksframfærslu,“ segir Jórunn. Lúðvík segir sömuleiðis að „sú stórfellda aukning sem er í félagslega aðstoð, henni er ávísað á sveitarfélögin. Þetta er tvöföldun að lágmarki.“ Hann bindur vonir við Tekju- stofnanefnd ráðherra sveitarstjórn- armála. „Þar er verið að fara heild- stætt í gegnum skiptingu tekna ríkis og sveitarfélaga. Það þarf að stokka þetta kerfi upp frá grunni,“ segir Lúðvík og minnir á að „fullt af fólki með miklar [fjármagns]tekjur greiðir ekkert í útsvar.“ Sem stendur eru sveitarfélög skuldbundin til að tryggja einstakl- ingum allt að 115.000 krónur á mán- uði, hafi þeir engar tekjur eða bætur frá ríki. Í skýrslu nefndar um sálfélagsleg viðbrögð við kreppunni, sem unnin var að beiðni Guðlaugs Þórs Þórðar- sonar, fyrrum heilbrigðisráðherra, var meðal annars lagt til að lág- markslífeyrir, yrði 186.000 krónur á mánuði, til þess þurfi að auka fjár- hagsaðstoð sveitarfélaga. Ögmundur Jónasson heilbrigðis- ráðherra hefur lýst yfir ánægju með skýrsluna. klemens@frettabladid.is Lífskjaratrygging of dýr fyrir sveitarfélög Formaður Velferðarráðs segir hugmyndir um 186.000 króna lífskjaratryggingu kosta minnst 760 milljónir á ári og þýða 1,5 prósenta hækkun útsvars. Bæjar- stjóri Hafnarfjarðar segir þessa upphæð bara það sem fólk þarf til að lifa af. EKKI KRÓNA MEÐ GATI Sveitarfélög er skuldbundin til að veita íbúum sínum 115.000 krónur á mánuði í framfærslu. Bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir hugmyndir um 186.000 krónur ekki óeðlilegar, en sveitarfélögin hafi ekki í neina sjóði að sækja. MYND/ÚR SAFNI LÚÐVÍK GEIRSSON OG JÓRUNN FRÍMANNSDÓTTIR BANKAHRUNIÐ Ríkisstjórnin á að gera ráð- stafanir um að þeir sem bera ábyrgð á Icesave-skuldunum axli hana. Þetta ákvæði í nefndaráliti meiri- hluta fjárlaganefndar er yfirlýsing um að þetta sé brýnt að gera til að ná sátt við samfélagið. Svo segir formaður nefndarinnar, Guðbjartur Hannesson. „Menn ætla að fylgja því eftir að draga menn til ábyrgðar ef hægt er,“ segir hann. Eins og greint var frá á Stöð 2 í gær þýðir þetta að helstu stjórnendur Landsbankans gætu þurft að greiða upp í Icesave-skuldirnar úr eigin vasa. Spurður hvort þetta eigi við um alla stjórnendur Landsbankans, frá því að Icesave-reikningarnir voru settir á markað, segir Guðbjartur að þetta hafi ekki verið útfært nákvæmlega. „Það gilda ákveðin lög um það hvaða hlutverk stjórnir svona fyrirtækja hafa og það verður auðvitað að skoða það, hvaða ábyrgð menn bera,“ segir hann. „Við óskum eftir því að ríkisstjórnin útfæri þetta í framhaldinu og til dæmis í sambandi við sérstakan saksóknara,“ segir hann. Fyrst þurfi að kanna hver sé réttar- staða ríkisins til að endurheimta þau verð- mæti, sem tapast hafa. Meðal stjórnenda á þessu tímabili voru þeir Sigurjón Þ. Árnason, Halldór Kristj- ánsson, Björgólfur Guðmundsson, Kjart- an Gunnarsson og Þór Kristjánsson. Einnig Þorgeir Baldursson,forstjóri Odda, og Svafa Grönfeldt, rektor Háskólans í Reykjavík. Fordæmi fyrir slíkum málshöfðunum kann að finnast í Danmörku, þar sem slita- stjórn Hróarskeldubanka krefst skaðabóta frá fyrrum bankastjóra hans. - kóþ Formaður fjárlaganefndar segir ákvæði í Icesave-áliti gert til að skapa sátt: Stjórnendur verði dregnir til ábyrgðar GUÐBJARTUR HANNESSON Formaður fjárlaganefndar segir að fara skuli eftir lögum um ábyrgð stjórnenda Landsbankans. Nefndin vill að ríkisstjórnin endur- heimti eins og hægt er það fé sem tapast hefur. LÖGREGLUMÁL Annað stóra kjötránið í vikunni var tilkynnt til lögreglu í gær. Brotist hafði verið inn í frystigám fyrir utan Kjötbankann í Hafnarfirði að næturlagi og þaðan stolið talsverðu magni af dýru kjöti. Að sögn Kristins Sævars Jónssonar, verkstjóra hjá Kjötbankanum er enn verið að reikna út og taka saman hversu miklu var stolið. „Eina sem við sáum var að það vantar helling af lundum, bæði nauta- og kálfalundum, sem er náttúrulega fjári dýrt.“ Aðfaranótt síðasta sunnudags var á bilinu sjö til átta hundruð kílóum af kjöti stolið úr gámi við Kjöt- húsið á Smiðjuvegi. Hjá bæði Kjötbankanum og Kjöthúsinu hefur verið brotist inn áður á þessu ári og kjöti stolið. Gámarnir eru jafnan vel lokaðir og læstir. Tals- verð átök virðist hafa þurft til að opna gáminn. „Það var búið að djöflast á hurðinni og hún var svolítið skemmd,“ segir Kristin. Svo virðist sem þjófarnir hafi fyrst reynt að spenna gáminn upp með járn- karli, svo með því að nota tóg og bíl, og að lokum var notaður slípirokkur til að opna gáminn. Enginn þessara fjögurra þjófnaða hefur verið upplýstur. Þá má geta þess að samkvæmt heimild- um Fréttablaðsins var fokdýru gasgrilli stolið úr verslun Garðheima í vikunni. - þeb, sh Miklu magni af kjöti stolið úr gámi í annað sinn í þessari viku: Stórtækir kjötþjófar ganga lausir KJÖT Á GRILLI Það er engu líkara en að einhverjir óprúttnir aðilar séu að undirbúa heljarinnar grillveislu. FRÉTTABLAÐIÐ / ARNÞÓR BANKAHRUNIÐ Langflug, fyrirtæki Finns Ingólfssonar, fyrrum ráð- herra og seðlabankastjóra, gæti kostað ríkisbankana fjórtán millj- arða króna. Frestur rann út á miðviku- dag til að lýsa kröfu í þrota- bú fyrirtækis- ins og krefst Landsbanki átta milljarða en Íslandsbanki fimm. Skipta- stjóri fyrirtæk- isins sagði fréttastofu Stöðvar tvö að litlar sem engar eignir væri til skiptanna. Þrotið lendi því að mestu á bönkunum. Finnur Ingólfsson var iðnaðar- og viðskiptaráðherra fyrir Fram- sókn frá 1994 til 1999, áður en hann varð seðlabankastjóri. Hann eignaðist svo hlut í Búnaðarbank- anum. - kóþ. Fyrrum ráðherra Framsóknar: Finnur kostar fjórtán milljarða FINNUR INGÓLFSSON DANMÖRK Tíu til tólf skotum var hleypt af við Nørrebro í Kaup- mannahöfn í gær og þurfti að flytja óeinkennisklæddan lög- reglumann á sjúkrahús. Sá særðist á hendi og í maga, en var ekki talinn í lífshættu. Einn- ig munu tveir almennir borgar- ar hafa særst, hugsanlega vegna endurkasts kúlna. Skothríðin var á Jægerborgs- gade, þar sem vímuefnasalar hafa haft bækistöðvar sínar. Ekstra- bladet.dk segir rapparann Niarn vera annan hinna særðu borgara, en lögreglan gat ekki staðfest þetta við Berlingske Tidende. Sjónarvottar sögðu þrjá menn hafa flúið af vettvangi. - kóþ Skothríð í Kaupmannahöfn: Lögreglumaður varð fyrir skoti 219 óku of hratt Tvö hundruð og nítján voru staðnir að hraðakstri á Vesturlandsvegi í Reykja- vík á þriðjudag á móts við Vínlands- leið í Grafarholti. Á einni klukkustund, eftir hádegi, fóru 1.151 ökutæki þessa akstursleið. Meðalhraði hinna brot- legu var 95 kílómetrar en þarna er 80 kílómetra hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 132. Hraðakstur á Hringbraut 434 ökumenn óku of hratt vestur Hringbraut á þriðjudag og miðviku- dag. Meðalhraði hinna brotlegu var 75 kílómetrar á klst. en þarna er 60 km hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 108. UMFERÐ Fræðsla gegn utanvegaakstri Vegagerðin, tryggingafélög og bílaleigur undirrituðu í gær samstarfs- samning um gerð og uppsetningu skilta með fræðslu gegn akstri utan vega sem sett verða upp á tíu helstu leiðum inn á hálendi Íslands. SAMGÖNGUR SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.