Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.08.2009, Qupperneq 11

Fréttablaðið - 21.08.2009, Qupperneq 11
FÖSTUDAGUR 21. ágúst 2009 11 NÁTTÚRA Veiðitímabilið á grá- gæs og heiðagæs hófst í gær og nokkur fjöldi skyttna fór til veiða. Illa viðraði og óvíst er hverjar gæftir voru. Helsingja má veiða frá og með 1. september, þó ekki fyrr en 25. september í Skaftafellssýslum, en verið er að reyna að vernda varpstofn fuglsins. Helsingi verpir eingöngu í Skaftafells- sýslum. Blesgæs er áfram friðuð. Grágæsastofninn er áætlaður 100.000 dýr sem er svipað og árið 2007, heiðagæsastofninn 350.000 dýr og helsingjastofninn 70.000 dýr. - kóp Skotveiðimenn kætast: Gæsaveiðar hafnar á ný GÆSIR Illa viðraði á veiðimenn sem gengu til gæsa í gær, á fyrsta degi veiði- tímabilsins. SKOTLAND, AP Kenny MacAskill, dómsmála- ráðherra Skotlands, tók í gær þá ákvörðun að Líbíumaðurinn Abdel Baset al-Megrahi yrði látinn laus eftir að hafa afplánað átta ár af lífstíðarfangelsisdómi. Megrahi sat í fangelsi fyrir aðild sína að Lockerbie-málinu, þegar bandarísk farþegaflugvél var sprengd í loft upp yfir skoska bænum Lockerbie árið 1988. Megrahi er krabbameinsveikur og á ekki langt eftir. Hann féll í vikunni frá áfrýjun dómsins, gegn því að fá að fara heim til Líbíu áður en hann deyr. MacAskill tók ekkert mark á mótmælum bandarískra ráðamanna, sem sumir hverj- ir hafa sagt að ekki ætti að sýna neina miskunn manni sem ber ábyrgð á dauða 270 manns. „Ekki er hægt að búast við því að þeir sem eiga um sárt að binda geti gleymt því sem gerðist, hvað þá fyrirgefið,“ sagði MacAskill. „Hins vegar stendur al-Meg- rahi nú frammi fyrir dómi frá æðri mátt- arvöldum.“ Al-Megrahi er 57 ára. Hann er eini mað- urinn sem hlotið hefur dóm í Lockerbie- málinu. Í Bretlandi eru margir sannfærðir um að hann sé saklaus, en aðstandendur þeirra sem létust mótmæltu í gær harðlega úrskurði dómsmálaráðherrans. - gb Líbíumaðurinn, sem hlaut dóm fyrir Lockerbie-sprengjuárásina, látinn laus: Abdel Baset al-Megrahi fær að deyja í Líbíu Á LEIÐ TIL LÍBÍU Abdel Baset al-Megrahi gengur um borð í flugvél á flugvelli í Glasgow í Skotlandi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP KJARAMÁL Kjaraviðræður hófust í gær á milli lögreglumanna og ríkisins hjá ríkissáttasemjara. Lögreglumenn felldu í síðustu viku kjarasamninga við ríkið með miklum meirihluta, yfir 90 prósent felldu samninginn. Í yfirlýsingu sem Landssam- band lögreglumanna sendi frá sér í kjölfar atkvæðagreiðslunnar var ástandið innan lögreglunn- ar harmað. Þá sagði að lög- reglumenn veltu því nú fyrir sér hvoru megin línunnar þeir myndu standa, kæmi til nýrrar búsáhaldabyltingar. Lögreglu- menn hafa ekki verkfallsrétt, en hafa rætt sín á milli um aðrar aðgerðir í kjarabaráttu sinni. - kóp Kjaraviðræður hefjast: Lögreglumenn ræða við ríkið LÖGREGLUSTÖÐ Lögreglumenn telja kjör sín hafa versnað undanfarin ár og eru nú í kjaraviðræðum við ríkið. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FJÁRMÁL Mosfellsbær hefur efnt til skuldabréfaútboðs á verðtryggð- um skuldabréfum til lífeyrissjóða. Boðinn var út milljarður króna á fimm prósenta vöxtum til tíu ára. Samkvæmt upplýsingum frá Mosfellsbæ er sölunni að mestu lokið. Lánsféð verður notað til að end- urfjármagna skuldir bæjarins og einnig til þess að ljúka uppbygg- ingarverkefnum í bænum, meðal annars að byggja nýjan skóla sem taka á í notkun á næsta ári. Mosfellsbær hefur ekki tekið langtímalán síðan árið 2004, og hefur greitt niður skuldir síðustu ár. - þeb Mosfellsbær bauð út milljarð: Skuldabréfasölu nánast lokið Nýr forstjóri ráðinn Jón Ingvar Pálsson hefur verið ráðinn forstjóri Innheimtustofnunar sveitarfé- laga. Hann hefur starfað hjá stofnun- inni í níu ár, síðast sem yfirlögfræð- ingur. Sóttu 32 um stöðuna. Hilmar Björgvinsson, fyrrum forstjóri, lét af störfum vegna aldurs. STJÓRNSÝSLA Aukakrónur fyrir Námufélaga Ahd Tamimi, Námufélagi á málabraut La us n: Es p er an tó Kynntu þér Námuna á landsbankinn.is, í síma 410 4000 eða í næsta útibúi. * G ild ir í L au g ar ás b íó i, S m ár ab íó i, R eg n b og an u m , H ás kó la b íó i o g B or g ar b íó i m án .- fim . s é g re it t m eð N ám u ko rt i ÞAÐ ER LEIKUR AÐ LÆRA MEÐ NÁMUNNI Náman leggur námsmönnum lið með því að bjóða hagstæðari kjör, betri yfirsýn yfir fjármálin, 2 fyrir 1 í bíó*, 150 fríar færslur á ári, Námu A-kort með Aukakrónusöfnun auk fjölda annarra fríðinda.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.