Fréttablaðið - 21.08.2009, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 21.08.2009, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 21. ágúst 2009 13 RÚSSLAND, AP Ellefu menn úr áhöfn rússneska flutningaskips- ins Arctic Sea voru samstundis færðir til yfirheyrslu eftir að áhöfnin kom til Moskvu með flugi í gær. Enn er margt á huldu um ferðir skipsins, sem fannst út af Græn- höfðaeyjum síðastliðinn mánu- dag nokkrum vikum eftir að það týndist. Átta manns eru í haldi, sakað- ir um að hafa rænt skipinu. Sak- borningarnir eru í hinu alræmda Lefortovo-fangelsi í Moskvu, þar sem arftakar leyniþjónustunnar KGB ráða ríkjum. Skipstjórinn og þrír aðrir úr áhöfninni eru enn á skipinu. - gb Áhöfnin á Arctic Sea: Strax færð til yfirheyrslu KOMNIR TIL MOSKVU Nokkrir úr áhöfn týnda skipsins Arctic Sea. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SAMFÉLAGSMÁL Sigursteinn Más- son, fyrrverandi formaður Öryrkjabandalags Íslands, hefur ákveðið að gefa aftur kost á sér til embættisins. Sigursteinn segir stór og mikilvæg verk- efni framundan við að verja vel- ferðarþjónust- una, en sækja jafnframt fram með nauðsyn- legar breytingar á þjónustu við fatlaða. Hann hafi því ákveðið að taka þeirri áskorun að gefa aftur kost á sér. Guðjón Sigurðsson for- maður MND félagsins og Evald Krog formaður samtaka fólks með vöðvarýrnunarsjúkdóma í Danmörku skoruðu á þriðjudag á hann að gera það. - þeb Öryrkjabandalag Íslands: Sigursteinn gefur kost á sér SIGURSTEINN MÁSSON Grjóthrun úr Súðavíkurhlíð Tveir bílar skemmdust mikið eftir að þeir óku á grjót sem féll úr Súðavíkur- hlíð á miðvikudagskvöld. Tveggja til þriggja tonna steinn féll einnig úr hlíðinni gegnt Súðavík svo önnur akreinin lokaðist um tíma. VESTFIRÐIR FJÖLMIÐLAR Jóhanna Sigurðardótt- ir forsætisráðherra er í 74. sæti á lista tímaritsins Forbes yfir 100 valdamestu konur heims. Í sæt- inu fyrir neðan er ein valdamesta kona Mið-Austurlanda, Ranía Jór- daníudrottning. Ástæða þess að Jóhanna er á listanum er að „allra augu bein- ast að henni þar sem hún reyn- ir að koma Íslandi á kjölinn eftir efnahagshrunið“, að sögn Forbes. Einnig er hún helsti talsmaður inn- göngu Íslands í Evrópusambandið og að taka upp evru þrátt fyrir að sú skoðun eigi „ekki hljómgrunn meðal allra Íslendinga“, eins og segir í umsögn Forbes. Angela Merkel, kanslari Þýska- lands, vermir efsta sæti listans fjórða árið í röð og gæti það komið sér vel í komandi kosningabaráttu í Þýskalandi í september. Í öðru sæti er Sheila Blair, stjórnarformaður tryggingasjóðs innstæðueigenda í Bandaríkjunum. Forstjóri Pepsi- keðjunnar, Indra Nooyi er í því þriðja, Cynthia Carroll, forstjóri Anglo-American, í fjórða og Ho Ching, kaupsýslukona frá Singa- púr, í fimmta. Mat Forbes byggist á tveimur þáttum; hversu áberandi konurn- ar eru í fjölmiðlum og hversu stór fyrirtækin eða löndin eru sem þær stjórna. - vsp Angela Merkel er valdamesta kona í heimi samkvæmt tímaritinu Forbes: Jóhanna ein þeirra valdamestu JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR Ranía Jórdaníudrottning, ein valdamesta kona Mið-Austurlanda, nær ekki að skáka Jóhönnu. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - A c ta v is 9 0 8 0 9 1 Íbúfen® – Bólgueyðandi og verkjastillandi Njóttu stundarinnar án verkja Notkunarsvið: Íbúfen inniheldur íbúprófen sem er bólgueyðandi, verkjastillandi og hitalækkandi lyf. Íbúfen er notað við liðagigt, slitgigt, tíðaverkjum, tannpínu og höfuðverk. Einnig eftir minniháttar aðgerðir, t.d. tanndrátt. Varúðarreglur: Fólk sem hefur ofnæmi fyrir íbúprófeni eða öðrum skyldum lyfjum (NSAID), með skerta lifrarstarfsemi eða alvarlegan hjarta- eða nýrnasjúkdóm á ekki að nota lyfið. Fólk sem fengið hefur astma, nefslímubólgu eða ofsakláða eftir töku acetýlsalicýlsýru eða annarra bólgueyðandi lyfja á ekki að nota lyfið. Gæta þarf varúðar við gjöf lyfsins hjá fólki með tilhneigingu til magasárs eða með sögu um slík sár, aukna blæðingartilhneigingu eða helluroða (SLE). Einnig hjá sjúklingum með veilt hjarta, nýrna- eða lifrarsjúkdóm, sérstaklega ef meðhöndlað er með þvagræsilyfi samtímis, þá þarf að fylgjast með mögulegri minnkaðri nýrnastarfsemi og vökvasöfnun. Lyfið er ekki ætlað barnshafandi konum. Aukaverkanir: Íbúfen getur valdið aukaverkunum eins og t.d. meltingaróþægindum, niðurgangi, ógleði, útbrotum, þreytu og höfuðverk. Skammtastærðir: Fullorðnir: Venjulegir skammtar eru 600-2000 mg á dag í 3-4 jöfnum skömmtum. Ekki er mælt með stærri dagskammti en 2400 mg. Börn: Venjulegir skammtar eru 20 mg/kg líkamsþunga á dag í 3-4 jöfnum skömmtum. Börnum <30 kg skal eigi gefa meira en 500 mg á dag. Lesið vel leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Lyfið skal geymt þar sem börn hvorki ná til né sjá. Janúar 2009 Laga fáfarna vegi Stefnt er að því að lagfæra um tíu til tólf vegaspotta í Borgarbyggð með styrk frá Vegagerðinni. Um er að ræða fáfarna vegi, heim að eyðibýl- um, gangnamannakofum og öðru. Ákveðið verður á næstunni hvaða vegir verða fyrir valinu. VESTURLAND NÁTTÚRA Fuglaverndunarfélag Íslands hefur skorað á Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráð- herra að grípa til ráðstafana til að vernda sjófuglastofna. Nýlegar rannsóknir benda til þess að mikil fækkun eigi sér stað meðal íslenskra sjófugla. Þess vegna skorar félagið á ráð- herra, og bendir á að á Íslandi séu margir stærstu sjóuglastofn- ar í Evrópu. Félagið leggur til að komið verði á lágmarksgrunn- rannsóknum á stofnbreytingum sjófugla. Þá er einnig lagt til að tegundir á válista verði friðaðar, sem og varpstaðir þeirra, fugla- björg og aðrar byggðir. - þeb Fuglaverndunarfélag Íslands: Vilja friða fugla og fuglabjörg DANSAÐ Í SYDNEY Ástralskur frum- byggi dansar framan við trúarlíkneski á menningarhátíð í borginni Sydney. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.