Fréttablaðið - 21.08.2009, Side 16

Fréttablaðið - 21.08.2009, Side 16
16 21. ágúst 2009 FÖSTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Frá því í mars síðastliðnum hef ég ásamt öðrum stjórnend- um Straums unnið að endurskipu- lagningu bankans í nánu samráði við kröfuhafa og skilanefnd. Um nokkurt skeið hafa legið fyrir og verið aðgengilegar á vef bank- ans tillögur um skiptingu bank- ans í tvö félög. Annað félagið mun hafa umsjón með eignum bankans og hámarka söluandvirði þeirra á komandi árum. Hitt félagið mun einbeita sér að endurreisn hóf- stilltrar fjárfestingabankastarf- semi á Íslandi. Tillögurnar og öll sú vinna sem að baki þeim liggur miða að því að hámarka endur- heimtur kröfuhafa og þar með tak- marka tjón þeirra af greiðsluþroti bankans. Kröfuhafar Straums skiptast í tvo megin hópa. Tryggðir kröfu- hafar, meðal annars Seðlabanki Íslands, ríkissjóður og Íslands- banki, hafa forgang vegna veða og fá kröfur sínar greiddar að fullu. Ótryggðir, almennir kröfu- hafar, sem eru að einum þriðja hluta íslenskir lífeyrissjóðir og að tveimur þriðju erlend fjármála- fyrirtæki, hafa val um að hafna eða samþykkja nauðasamninga fyrir Straum. Samkvæmt áætlun- um bankans má gera ráð fyrir að verði nauðasamningar felldir fái almennir kröfuhafar 8% af fé sínu til baka. Verði nauðasamningar hinsvegar samþykktir eigi kröfu- hafar von á að endurheimta ríflega helming krafna. Jafnframt eignist þeir bæði eignaumsýslufélagið og fjárfestingabankann óskipt og taki yfir stjórn þeirra. Straumur verði með öðrum orðum alfarið í eigu og undir stjórn almennra kröfuhafa að lokinni endurskipulagningu bankans. Við framangreint mat á lík- legum endurheimtum kröfuhafa þurftu stjórnendur Straums meðal annars að gefa sér forsendur um rekstrarkostnað vegna eignaum- sýslu og sölu eigna á komandi árum. Hafa ber í huga að yfir 90% af eignum Straums eru erlendar og áætlanir bankans gera ráð fyrir að umsjón með þeim að lokinni endurskipulagningu verði einkum á könnu erlendra stjórnenda í gegnum starfstöðvar í London og Kaupmannahöfn. Í ljósi þess virt- ist óraunhæft að taka einvörðungu mið af sérstökum aðstæðum á Íslandi við áætlun launakostnaðar af þessari starfsemi. Óhjákvæmi- legt er að sú áætlun fari fram í víð- ara samhengi og í takt við það sem annars staðar þykir eðlilegt, eftir atvikum með árangurstengingu launa. Er þá einkum að því stefnt að halda í lykilstarfsfólk sem býr við annað launa- og samkeppnis- umhverfi en er til staðar hér á landi. Óháðir ráðgjafar voru fengnir að verkinu og var það mat þeirra að óformlegar hugmyndir um árangurstengdar greiðslur til starfsmanna Straums á næstu árum væru innan eðlilegs ramma í ljósi markaðsaðstæðna þar sem vinnan fer fram og til þess fallnar að tengja saman hagsmuni kröfu- hafa og starfsmanna. Þetta mat er umdeilanlegt, sérstaklega á Íslandi í ljósi alls þess sem hér hefur af- laga farið. Að þessu sögðu þykir þó mikilvægt að árétta að hvorki stjórnendur Straums né aðrir hafa gert þá kröfu að framtíðar- fyrirkomulag launa verði hluti af nauðasamningum félagsins. Ávirðingar um siðlausar þvinganir stjórnenda eða að kröfuhafar eigi að hafna hugmyndum um endur- skipulagningu Straums vegna krafna um óhæfilegar greiðslur til starfsmanna eiga því varla rétt á sér. Full sátt ríkir um að greiðslur til starfsmanna við eignaumsýslu markist af stefnu nýrrar stjórn- ar að endurskipulagningu lokinni. Þessi stjórn verður alfarið skipuð fulltrúum almennra kröfuhafa. Þannig munu kröfuhafarnir sjálfir fara með fullt forræði yfir félag- inu, þar með talið ákvarðanavald um launastefnu þess og samninga við stjórnendur. Í ljósi þeirrar umræðu sem átt hefur sér stað undanfarna daga er ég ekki í nokkrum vafa um að ég og aðrir sem að endurskipulagn- ingunni koma hefðum átt að gefa aðstæðum hér á landi betri gaum. Ég tel einnig mikilvægt að fram komi að aldrei hefur staðið til að ég verði þátttakandi í eignaum- sýslu Straums að endurskipulagn- ingu lokinni og hef ég því engra persónulegra hagsmuna að gæta í tengslum við launafyrirkomu- lag þeirrar starfsemi. Sem starf- andi forstjóri félagsins ber ég hins vegar ríka ábyrgð á því sem frá félaginu kemur og biðst afsökunar, fyrir eigin hönd og félagsins, á að þær forsendur sem áætlanir mínar og annarra stjórnenda voru reistar á hafi einblínt um of á erlendar aðstæður og ekki verið í nægjan- legum tengslum við þann veru- leika sem við Íslendingar búum nú við sem þjóð. Framhald málsins verður í hönd- um nýrrar stjórnar og nýrra eig- enda bankans. Það er þeirra að meta hvernig hagsmunir þeirra verða best tryggðir. Höfundur er forstjóri Straums- Burðaráss fjárfestingabanka hf. Rangt mat á veruleikann Árangurstengdar greiðslur ÓTTAR PÁLSSON UMRÆÐAN | UMRÆÐAN Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Hver vill ekki lækka skuldir sínar á tímum hækkandi höfuðstóls, minnkandi tekna og lækkandi eignaverðs? Við aðstæð- ur sem þessar verða þau sem ábyrgð bera á stjórn ríkisins að stíga varlega til jarðar og lofa ekki meiru en hægt er að standa við. Annað er ábyrgðarleysi. Þetta sjónarmið á Guðmundur Steingrímsson greinilega erfitt með að skilja. Ríkisstjórnin hefur í sínum aðgerðum lagt áherslu á að aðstoða fólk í greiðslu- vanda, m.a. vegna tekjutaps og hækkandi greiðslu- byrði. Hér er það greiðslugetan sem skiptir máli. Í vor voru einnig sett lög um greiðsluaðlögun sem m.a. felur í sér niðurfellingu skulda. Framsóknarflokkurinn hefur boðað almenna 20% niðurfellingu skulda einstaklinga og fyrir- tækja. Þessi almenna töfralausn átti þess utan ekki að kosta neitt! Gallinn við þessar tillögur blasir við: Sum fyrirtæki og einstaklingar þurfa meira en 20% niðurfellingu skulda á meðan aðrir þurfa minna eða alls ekkert. Það er ljóst að bankarnir hafa afskrifað og munu á næstu misserum afskrifa mikið af skuldum, en getan til afskrifta er tak- mörkuð og því nauðsynlegt að nýta hana með skynsamlegum hætti. Það er því ekki annað en ódýrt mælskubragð af hálfu Guð- mundar að gefa í skyn að ríkisstjórnin legg- ist „gegn því að afföll fasteignalána renni til íslenskra heimila“. Alvarlegasti annmarkinn á tillögum Framsóknarflokksins er þó sá að hafa aldrei útskýrt hvernig ætti að fjármagna almenna niðurfærslu á lánum Íbúðalánasjóðs, lífeyrissjóðanna eða Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Ég skora hér með á Guðmund að hætta nú gasprinu og útskýra hvar hann ætlar að sækja fjármagn til almennrar niðurfærslu hjá þessum aðil- um. Þegar hann hefur útskýrt það getur hann sakað mig um skilningsleysi. Fyrr ekki. Stjórnarflokkarnir leggja áherslu á að vinna á skuldavanda heimilanna. Staðan er erfiðust hjá þeim sem eru með gengisbundin lán og þeim sem fjár- festu í húsnæði á hátindi eignabólunnar og áttu lítið eigið fé. Það tekur tíma að leysa þennan vanda en skilningsleysi stjórnvalda er ekki fyrirstaðan. Höfundur er þingkona. Skuldir og ábyrgðarleysi SIGRÍÐUR INGIBJÖRG INGADÓTTIR Ímyndinni allt Íslenskir ímyndasmiðir hafa staðið í ströngu undanfarið við að sannfæra almenning og sérílagi stjórnvöld um að á eftir vatni séu almannatenglar líklega verðmætasta auðlind þjóð- arinnar og megi ekki fara til spillis. Nokkur árangur hefur orðið af þessu markaðstátaki, að minnsta kosti ef marka má fréttatilkynningu frá Innheimtustofnun sveitarfélaga, sem send var á fjölmiðla í gær, um að nýr forstjóri hefði tekið við stjórnartaumunum þar á bæ. Fréttatilkynninguna sendi Eggert Skúlason, sem hefur starfað sem fjölmiðlafulltrúi Eiðs Smára Guðjohnsen, fótboltamanns hjá Barce- lona. Ljóst er að engin tilkynning er of smá hjá hinu opinbera til að leitað sé á náðir sérfræðinga til að koma henni á framfæri. Einn er eyland Enginn er eyland segir einhvers staðar en nú hefur annað komið í ljós. Þór Saari, þingmaður Borgara- hreyfingarinnar, upplýsti nefnilega þingheim í gær um að eftirnafn hans þýddi eyja á finnsku. Hvort hann muni standa sem eyland eftir í þinghópi hreyfingarinnar, sem fer óðum minnkandi, skal ósagt látið. Rasmussen og kreppan Samtök hernaðar andstæðinga hafa sent frá sér ályktun þar sem komu Anders Fogh Rasmussen, aðalritara Atlantshafsbandalagsins, hingað til lands, er mótmælt. Í ályktuninni segir að sjaldan sé ein báran stök, kreppa hafi dunið á þjóðinni, kvikusöfnun sé í helstu eldstöðvum landsins og síðan hafi Anders Fogh komið. Samtökin segja vandséð hvernig íslenskir ráðamenn geti frábeðið sér heimsókn ísraelsks ráðherra vegna árása Ísarelsmanna, en fundað síðan með „aðalritaran- um vígfúsa“. kolbeinn@frettabladid.is Opið virka daga kl. 8:00 til 17:00 www.velaland.is VESTURLANDSVEGUR VAGNHÖFÐI VÉLALAND HÚSGAGNA- HÖLLIN TANGARHÖFÐI BÍlDSHÖFÐI H Ö FÐ A B A K K I REYKJAVÍK Vélaland - VAGNHÖFÐA 21 Sími 577-4500 Vélaland sérhæfir sig í tímareimum. Komdu í Vélaland og fáðu ráðgjöf um skiptingu á tímareim. Vélaland skiptir fljótt og vel um tímareimina fyrir þig, á föstu verði. Fáðu ráðgjöf um tímareimaskipti Er tímareimin komin á tíma? Fast verð hjá Vélalandi Skoðaðu fast verð hjá Vélalandi. Hringdu núna í síma 577-4500 og pantaðu tíma. Verðdæmi um tímareimaskipti: Nissan Patrol 2,8 dísil Árgerð 1992-2000 Heildarverð, varahlutur og vinna: 50.805 kr. Toyota Land Cruiser 90 3,0TD Árgerð 1997-2002 Heildarverð, varahlutur og vinna: 40.780 kr. Toyota Corolla 1,6 bensín Árgerð 1997-2001 Heildarverð, varahlutur og vinna: 38.870 kr. VW Golf 1,6AEE bensín Árgerð 1997-2006 Heildarverð, varahlutur og vinna: 46.774 kr. Ford Focus 1,6 bensín Árgerð 1998-2005 Heildarverð, varahlutur og vinna: 38.948 kr. Sjáðu hvar við erum. Hringdu núna í síma 577-4500 og pantaðu tíma. H ugmynd stjórnenda Straums um árangurstengdar greiðslur til starfsmanna bankans hafa vakið upp mikið hneykslunarbál. Menn hafa keppst hver um annan að henda sinni spýtu á köstinn, fullir vandlæt- ingar á tillögunni. Bónushugmyndin er hins vegar langt í frá óskynsamleg á alla kanta. Hvatakerfi eru þekkt á ýmsum sviðum athafnalífsins, til dæmis í sjómennsku svo stuðst sé við hina gömlu undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar. Ef vel fiskast fær öll áhöfnin hærri laun, og stærð hlutarins fer eftir stöðu og ábyrgð hvers og eins. Þetta er gott kerfi því allir græða. Sjómennirnir sem eru uppi í brú, á dekki og kokkurinn í eldhúsinu. Og auðvitað útgerðin líka. Aflaháir og reynslumiklir skipstjórar eru fyrir vikið eftirsóttir og dýrmætir starfskraftar. Vandamálið við hugmynd stjórnenda Straums er að hún var viðr- uð af röngu fólki á röngum tímapunkti. Ef nýir eigendur bankans, sem eru að stærstum hluta erlendir kröfuhafar en líka íslenskir lífeyrissjóðir, hefðu metið stöðuna sem svo að þeir gætu náð mestu af verðmætum sínum til baka frá Straumi, með því að innleiða launakerfi með bónusum, hefði það tæplegast valdið viðlíka við- brögðum og stjórnendur bankans hafa mátt reyna á sínu skinni. Það þarf varla nema í meðallagi góða dómgreind til þess að átta sig á að það hljómar hörmulega að sama fólk og var við stjórn þegar bankinn féll, sé höfundar að áætlunum um að það fái tugmilljóna verðlaun fyrir að endurheimta hluta af eigum hans til baka. Þau hörðu viðbrögð sem hugmyndir stjórnenda Straums hafa vakið, gefa tilefni til að rifja upp vangaveltur sem birtust hér á þessum stað fyrir réttum sjö vikum. Þær snúa að uppgjöri annars banka sem skiptir þjóðina töluvert meira máli en Straumur. Samkvæmt frumvarpi um ríkisábyrgðina á Icesave-reikningn- um verður það hlutverk skilanefndar Landsbankans að hámarka virði eigna bankans með því að ráðstafa þeim á sem hagkvæmast- an hátt þegar það er talið tímabært, eins og það er orðað. Þetta þýðir að skilanefndin á að selja eignir Landsbankans fyrir hæsta mögulega verð á næstu sjö árum. Ekki þarf að fara mörgum orðum um hversu mikilvægt verkefni það er. Hver afraksturinn verður mun ráða úrslitum um þær upphæðir sem lenda á þjóðar- búinu vegna Icesave þegar upp er staðið. Mikilvægt er að stjórnvöld átti sig sem fyrst á að þetta er verk- efni fyrir fólk sem er þaulvant alþjóðlegum viðskiptum. Það þarf vanan aflaskipstjóra og áhöfn, svo kunnugleg hugtök séu notuð. Því fólki þarf að greiða góð laun og einmitt hafa að auki einhvers konar hvatakerfi sem miðar að því að sem hæst verð fáist fyrir eignirnar. Til dæmis með því að fastsetja að ef hærra verð fæst fyrir þær en tiltekið metnaðarfullt markmið, geti þau, sem starfa við umsýslu og sölu eignanna, uppskorið ríkulega. Mjög auðvelt er að gera sér í hugarlund að þessi lýsing á mögu- legri útfærslu nefndar um sölu eigna Landsbankans, hljómi skelfi- lega í eyrum þorra almennings. Hitt er þó alveg á hreinu að þjóðin hefur ekki efni á öðru en að öllum ráðum verði beitt til að tryggja hæsta mögulega verð fyrir eignir Landsbankans. Tugum milljarða getur munað á því hvernig til tekst. Hvatakerfi fyrir skilanefndina. Jákvæðir bónusar JÓN KALDAL SKRIFAR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.