Fréttablaðið - 21.08.2009, Page 28
4 föstudagur 21. ágúst
Stjörnumerki:
Steingeit.
Uppáhaldsmatur:
Hrátt hangikjöt.
Uppáhaldsversl-
un:
Hornbúðin
GMS hjá Jafari
vini mínum.
Diskurinn í
spilaranum:
Melchior.
Mesta dekrið:
Að koma heim.
Draumafríið:
Akkúrat núna langar mig
eiginlega bara í útilegu.
Líkamsræktin:
Afró.
Hverju myndirðu
sleppa til að spara?
Hverju sleppi ég ekki
til að spara?
Áhrifavaldurinn:
Foreldrar mínir, al-
gjörlega.✽
ba
k v
ið
tjö
ldi
n
Hera Hilmarsdóttir
var tilnefnd til Eddu-
verðlauna sem leikkona
ársins í aðalhlutverki
árið 2007 fyrir hlutverk
sitt í myndinni Veðra-
mót. Í kjölfarið komst
hún inn í leiklistardeild
Listaháskóla Íslands
en ákvað að freista
gæfunnar í London
þar sem hún stundar
nú nám við LAMDA-
leiklistarskólann.
Viðtal: Alma Guðmundsdóttir
Ljósmyndir: Arnþór Birkisson
É
g man eftir að hafa
viljað verða búðar-
kona þegar ég yrði
stór, eins og svo
margir, og ég tók svo
tímabil sem mig langaði að vera
tannlæknir,“ segir Hera og bros-
ir. „Ég byrjaði ung að spila á selló
og þegar ég varð eldri hugsaði ég
um að leggja tónlistina fyrir mig.
Ég fór í Tónlistarskóla Reykjavík-
ur og lærði hjá frábærum kenn-
ara, Gunnari Kvaran, en ég fann ég
var ekki með nógu mikinn metn-
að í tónlistarnámið eingöngu svo
ég hætti þegar ég átti að fara að
taka sjötta stigið. Ég spilaði ekki
á sellóið fyrst eftir að ég hætti, en
nú gríp ég reglulega í það,“ segir
hún.
Aðspurð segir Hera leiklistar-
áhugann hafa kviknað snemma.
Hún var aðeins fimm ára þegar
hún lék sitt fyrsta hlutverk, en
hún á ekki langt að sækja hæfi-
leikana því að móðir hennar er
Þórey Sigþórsdóttir leikkona og
faðir hennar er Hilmar Oddsson
kvikmyndaleikstjóri.
„Ég held að fyrsta hlutverkið
mitt hafi verið í Hvíta dauða þar
sem ég lék dóttur mömmu. Mig
langaði alltaf lúmskt að verða
leikkona, en var feimin að láta
það í ljós við foreldra mína,“ út-
skýrir Hera. „Þegar ég var um
fimm ára gerði pabbi Tár úr steini
sem var eiginlega fyrsta myndin
sem ég fylgdist með honum gera.
Ég fékk að leika eitthvert rosa-
lega lítið hlutverk í myndinni.
Stelpan sem lék eitt aðalhlutverk-
ið var bara aðeins eldri en ég og
ég skildi ekki alveg þá af hverju
hann var að láta einhverja aðra
stelpu en mig leika hlutverkið. Ég
sagði það samt ekki við hann, en
mig grunar að mamma hafi fatt-
að það því við pabbi áttum svo
samtal uppi í Sagafilm þar sem
hann útskýrði fyrir mér að stelp-
an væri eldri og með meiri reynslu
en ég. Hann gerði mér líka ljóst að
það væri ekki sjálfsagt að ég fengi
hlutverk þótt ég væri dóttir hans,“
segir Hera brosandi. „Ég held að
mamma og pabbi hafi bæði hugs-
að að ef ég myndi vilja leggja leik-
listina fyrir mig yrði það á mínum
eigin forsendum.“
Á BAK VIÐ TJÖLDIN
Eftir grunnskóla fór Hera á mála-
braut í Menntaskólanum við
Hamrahlíð. Þar tók hún þátt í
leiksýningu sem varð til þess að
hún fékk sitt stærsta hlutverk til
þessa. „Ég var að leika í sýningu
í MH sem hét Íslenski fjölskyldu-
sirkusinn og Sigrún Sól Ólafsdóttir
leikstýrði, þegar Guðný Halldórs-
dóttir, leikstjóri Veðramóta, kom
að horfa á. Hún var þá á höttun-
um eftir krökkum í myndina og
bauð mér hlutverkið,“ segir Hera
sem var tilnefnd til Edduverð-
launa sem besta leikkonan fyrir
túlkun sína á Dísu sem lendir á
upptökuheimilinu Veðramótum.
Eftir að Hera útskrifaðist úr MH
um jólin 2007 fór hún að vinna
hjá Zik-Zak kvikmyndum ehf. „Ég
vann á bakvið tjöldin við upptök-
ur á Brimi, mynd sem Árni Óli Ás-
geirsson var að leikstýra, og The
Good Heart í leikstjórn Dags Kára,
og vann þá aðallega í framleiðslu-
og leikmyndadeild. Það er allt
önnur stemning að vera í „krúinu“
en að vera leikari á setti. Það er
mun meiri hópstemning og maður
lærir mikið af því,“ segir hún.
Í ÓTAL PRUFUR
Á meðan Hera vann hjá Zik-Zak
lék hún í Svörtum englum og
Hamrinum auk þess sem hún sótti
um í leiklistarskólum í Bretlandi
og í leiklistardeild Lista-háskóla
Íslands. „Ég var alltaf að hoppa út
og eyddi öllum peningum mínum
í að fara út í prufur því ég var ekki
nógu skynsöm að skipuleggja og
nýta ferðirnar. Ég fékk svo að vita
að ég væri komin inn í Leiklistar-
skólann hérna heima, en var þá
ekki búin að fá svar úti og átti
enn eftir að fara í nokkrar pruf-
ur þar. Ég var orðin mjög spennt
fyrir skólanum hér og var búin að
borga staðfestingargjald þegar ég
fékk að vita að ég væri komin inn
í LAMDA – The London Academy
of Music and Dramatic Arts. Þá
fann ég að ég myndi hafa gott af
því að fara út,“ útskýrir Hera sem
fór í gegnum strangt inntökupróf,
en um 4000 manns sóttu um og
aðeins 29 komust inn. „Ég er á
þriggja ára „acting course“ sem er
venjulega leikaranámið í skólan-
um. Aðaláherslan er lögð á sviðs-
leik og tæknilega vinnu, en við
förum líka í kvikmynda- og sjón-
varpsleik,“ segir hún.
Hera hefur nú lokið einu ári í
skólanum og líkar vel, en við-
urkennir að það sé dýrt að vera
námsmaður erlendis um þess-
ar mundir. „Ég er með námslán,
en þetta er mjög dýrt nám og það
er svolítið töff núna þegar pundið
er búið að vera fast í kringum 215
krónur. Ég þekki nokkra sem eru
að hætta í námi úti og koma heim,
en ég næ að minnsta kosti enn þá
að hanga þarna úti.“
SPUNAKVÖLD
OG AFRÓDANS
Hera er nú stödd hér á landi í sum-
arfríi og segist njóta þess að vera í
faðmi fjölskyldu og vina. „Það eru
mjög stífar annir í skólanum, en
við fáum svo gott frí inn á milli
sem ég fíla mjög vel. Það er mjög
erfitt að fá vinnu hérna heima í
svona stuttan tíma svo ég er bara
að taka að mér lítil verkefni hér
og þar. Svo er ég líka bara aðeins
að hvíla mig eftir tólf tíma skóla-
daga alla daga vikunnar og njóta
þess að vera heima og hitta fólk-
ið mitt,“ segir Hera. Hún situr þó
ekki auðum höndum því að með
fram vinnu stundar hún afródans
og skipuleggur spunakvöld.
„Vinkona mín sagði mér að
það væri sumarnámskeið í afró
í Kramhúsinu sem ég er á núna
og það er alveg geðveikt. Á artFart
erum við svo nokkrir vinir saman
með Spunakvöld. Við vorum með
tvö kvöld um síðustu helgi sem
heppnuðust mjög vel og verðum
einnig í kvöld og annað kvöld á
Batteríinu klukkan 21. Þetta er
svolítið byggt á Who‘s Line Is It
Anyway og það fer svo eftir því
hvaða fólk er í salnum hvað áhorf-
endur taka mikinn þátt, en fólk
er alls ekki pínt til að fara upp á
svið,“ segir hún og brosir.
HAMARINN
Þótt Hera sé í fullu námi erlend-
is líður ekki á löngu þar til hún
mun sjást í Sjónvarpinu í saka-
málaþáttaröðinni Hamrinum. „Við
tókum þættina upp síðasta sumar,
en þeir gerast úti á landi þar sem
verið er að rannsaka dularfullt
dauðsfall og ýmsir yfirnáttúruleg-
ir hlutir spila inn í. Ég leik dótt-
ur hóteleiganda á svæðinu sem er
mikill náttúruverndarsinni og veit
hvað hún vill,“ segir Hera.
Spurð hvort sviðið eða kvik-
myndaleikur heilli meira segir
hún erfitt að gera upp á milli. „Ég
get ekki valið það núna. Draumur-
inn er að geta gert bæði því það er
svo ólíkt. Sumt sem maður upplif-
ir í leikhúsi er ekki hægt að upp-
lifa í bíói og öfugt. Ég ætla bara að
sjá hvað gerist þegar ég útskrifast.
Þó það væri spennandi að komast
betur inn í senuna úti, mun ég allt-
af vilja leika hérna heima líka.“
Á MÍNUM EIGIN FORSENDUM
Efnileg „Ég held að mamma og pabbi hafi bæði hugsað að ef ég myndi vilja leggja leiklistina fyrir mig yrði það á mínum eigin forsendum,“ segir Hera.