Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.08.2009, Qupperneq 29

Fréttablaðið - 21.08.2009, Qupperneq 29
21. ágúst föstudagur 5 ✽ algjört möst 1 „Fyrir nokkrum árum kynntist ég fötlunarfræði og í kjölfarið hugmyndafræði um sjálfstætt líf. Hugmyndafræðin er mótuð af fötluðu fólki og felur í sér að það hafi tækifæri til sjálfstæðis, jafnréttis, virðingar, sjálfsákvörðunar, valfrels- is og valds á eigin lífi jafnt og ófatlað fólk. Sjálfstætt líf er ekki yfirlýsing um að við viljum gera allt upp á eigin spýtur og lifa í einangrun. Það er krafa okkar um stjórn og val á eigin lífi. Hugmyndafræðin ögrar í raun þeirri sýn að vandi sem fatlað fólk tekst á við stafi af skerðingunni sem býr í líkama þess. Hug- myndafræðin er uppspretta félagslega líkans- ins um fötlun sem bendir á að vandinn stafar af galla í hönnun bygginga, skorti á aðgengi- legum upplýsingum og fáfræði stjórnvalda og almennings. Slíkt stuðlar ekki síður að mis- munun og útilokun fatlaðs fólks. Áður samþykkti ég þau skilaboð samfélags- ins að ég væri gölluð og líkaminn ekki eðli- legur og ég gæti því ekki gert kröfu um sömu réttindi og lífsgæði og aðrir. Með kynnum mínum af þessum fræðum geri ég mér grein fyrir að mitt líf er jafn mikilvægt og allra ann- arra og enginn galli í skerðingunni fólgin. Gall- ana getum við fjarlægt en þeir búa í umhverfi og hugarfari okkar allra. Það ætlast ég til að við gerum því þannig getur fatlað fólk lifað lífi sem það velur sér sjálft og verið jafngilt öðrum í samfélaginu.“ FÖTLUNARFRÆÐI OG SJÁLFSTÆTT LÍF Freyja Haraldsdóttir þroskaþjálfanemi ÁHRIFA- valdurinn Gerðu varirnar ómótstæðilegar með Gloss Pur- varaglossinum frá Yves Saint Laur- ent. Glossinn gefur mátulegan gljáa með mildum ilmi af mangó. Litadagkremið frá Lancome klikkar ekki. Hydra Zen Teinte Neuro- calm-kremið gefur fallegan lit, hefur róandi áhrif og inni- heldur sólvörn númer 15. Fáðu þér frískandi sítrus-úða frá L‘Occitane. Hann viðheldur raka húð- arinnar og má nota hvenær dags sem er bæði á andlit og líkama. 4 5Rifnar galla-buxur eru alveg málið þessa dagana, hvort sem þær eru bláar, hvítar, svartar eða gráar. Þú getur sjálf gert bux- urnar snjáðar og búið til göt, en best er að fara varlega svo götin verði ekki allt of stór. 3Rokkaðu upp lúkkið með áber-andi hálsmeni úr mörgum mis- munandi keðjum. Þú getur einnig blandað saman nokkr- um af þínum uppáhaldsháls- menum. 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.