Fréttablaðið - 21.08.2009, Síða 50

Fréttablaðið - 21.08.2009, Síða 50
38 21. ágúst 2009 FÖSTUDAGUR FRJÁLSAR Það er um fátt meira talað í íþróttaheiminum þessa dagana en hina 18 ára hlaupakonu frá Suður-Afríku, Caster Semenya. Hún ruddist fram á sjónarsviðið fyrir þrem vikum og vann síðan ótrúlegan sigur á heimsmeistara- mótinu í 800 metra hlaupi. Hljóp hún úrslitahlaupið á besta tíma ársins. Hún gaf engin viðtöl eftir úrslitahlaupið en einhverjir blaða- menn kölluðu að henni spurning- ar. Svarið sem þeir fengu var ein- falt: „Mér er alveg sama um þetta próf,“ sagði Semenya. Hún hefur nefnilega verið skikkuð til þess að gangast undir próf til að sann- reyna kyn hennar enda leikur grunur á því að hún sé karlmaður en ekki kvenmaður. Alþjóða frjálsíþrótta- sambandið fór fram á prófið þegar hún hljóp á besta tíma ársins á Afríkumóti unglinga í lok júlí. Hún hefur því skotist úr því að vera óþekktur hlaupari yfir í að verða heimsmeistari með yfirburðum á mettíma. Það tekur marg- ar vikur að fá niðurstöður úr kynprófum og því liggur ekki ljóst fyrir hvort hún sé karl eða kona fyrr en eftir nokkrar vikur. Svona mál eru eðli- lega erfið meðferðar en Alþjóða frjálsíþrótta- sambandið hefur feng- ið bágt fyrir að greina frá þessu skömmu áður en úrslitahlaup- ið fór fram. „Það má ekki gleyma því að hún er að keppa í þeim flokki sem Suður- Afríka setur hana í. Þessi uppá- koma er vissulega ósanngjörn og niðurlægjandi fyrir keppandann en miðað við hversu mikið hefur verið svindlað í þessari íþrótta- grein þá verður að leiða öll svona mál til lykta,“ sagði Michael John- son sem vann fjögur Ólympíugull í spretthlaupum á sínum tíma. „Ég tel að það sé rétt hjá sambandinu að taka á málinu en það fer kolvit- laust að því.“ Breska hlaupagoðsögnin Steve Cram er einnig gagnrýninn á frjálsíþróttasambandið. „Þessi tímasetning á tíðindunum er ótrú- lega ósanngjörn gagnvart keppand- anum,“ sagði Cram og fjölmargir aðrir hafa tekið í sama streng. Suður-Afríkumönnum blöskrar þessi umræða og þeir standa með „stelpunni“ sinni. „Þessi umræða er niðurlægjandi fyrir konur og gefur til kynna að konur séu hægar. Caster er ekki eina konan í heiminum sem er sterklega byggð,“ segir í yfirlýs- ingu frá helsta stjórnmálaflokki landsins. henry@frettabladid.is Er Semenya úlfur í sauðargæru? Heimsmeistarinn í 800 metra hlaupi kvenna, Caster Semenya, hefur að mörgu leyti stolið senunni á HM í frjálsíþróttum. Ekki bara fyrir frábæra frammistöðu og heimsmeistaratitil heldur fyrir þá staðreynd að margir telja að hún sé karlmaður. Hefur hin 18 ára Semenya verið skikkuð í kynpróf. KARLMANNLEG Hin 18 ára Semenya er ákaflega kraftalega byggð og þykir að margra mati ekki mjög kvenleg. Verður áhuga- vert að sjá hvað kemur út úr kynprófinu. NORDIC PHOTOS/AFP FRJÁLSAR Fjölmiðar í Suður-Afr- íku hafa setið um foreldra Caster Semenya eftir að í ljós kom að Alþjóðafrjálsíþróttasambandið vildi sannreyna kyn hennar. Foreldrarnir hafa báðir tjáð sig um málið við fjölmiðla. „Hún er litla stelpan mín. Ég ól hana upp og hef aldrei verið í vafa um kynferðið. Hún er kona og ég get vel endurtekið það milljón sinnum,“ sagði faðir hennar, Jacob. Meira að segja amma Semenya hefur tjáð sig um málið sem hún segir vera vitleysu. „Hvað get ég gert þegar hún er kölluð karlmaður þó svo hún sé ekki karlmaður? Guð lét hana líta svona út,“ sagði amman ákveðin. „Hún sagði við mig að hún skildi ekki allt þetta fjaðrafok. Hún trúir því að hún hafi fengið þessa hæfileika frá Guði og hún mun nýta sér þessa hæfileika,“ sagði liðstjóri suðurafríska liðs- ins á HM í Berlín. - hbg Foreldrar Semenya: Hún er litla stelpan okkar SIGURVEGARI Semenya kemur hér lang- fyrst í mark í 800 metra hlaupinu. NORDIC PHOTOS/AFP FÓTBOLTI Hávær orðrómur fór í gang á miðvikudaginn um að Rafa- el Benitez væri við það að labba út hjá Liverpool. Svo hátt fór orð- rómurinn að veðmangarar hættu að taka við veðmálum um að hann væri að hætta með liðið. Christian Purslow, fram- kvæmdastjóri Liverpool sem er að taka við flestu af því sem Rick Parry sinnti hjá félaginu, segir ekkert vera til í þessum orðrómi. Benitez verði um kyrrt hjá félag- inu. „Þessi orðrómur er 1000 pró- sent kjaftæði. Ég snæddi kvöld- verð með Rafa og sú staðreynd að ég hafði ekki einu sinni heyrt þennan orðróm ætti að gefa fólki til kynna hversu mikið hafi verið að marka hann,“ sagði nýliðinn Purslow ákveðinn. Liverpool fór illa af stað í deild- inni og á sama tíma komu fréttir um að Benitez myndi ekki fá mikl- ar fjárhæðir til að spila úr á leik- mannamarkaðnum. Það kveikti orðróminn sem fór eins og eldur í sinu um netheima og tók á sig hinar ýmsu myndir. Svo hangir alltaf yfir Liverpool sú staðreynd að Real Madrid hefur lengi haft Benitez í sigtinu en hann gerði einmitt frábæra hluti með lið Valencia áður en hann fór til Liver- pool. „Ég hef sagt það áður og ég segi það enn að ég er 100 prósent skuld- bundinn því verkefni sem ég er að vinna hjá Liverpool. Það kemur ekki til greina að svíkja félagið, stuðningsmennina og leikmenn- ina,“ sagði Benitez og má því lík- ast til byrja að veðja um framtíð hans á nýjan leik. - hbg Orðrómur um að Benitez væri að hætta: Benitez er ekki á förum frá Liverpool RAFA BENITEZ Var mikið í slúðurfréttunum en er ekki á förum. NORDIC PHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.