Samvinnan - 01.04.1981, Blaðsíða 15
Ákveðið var, að ég færi til útlanda, en
forsjónin hafði allt annað í huga.
samþykkti að skora á mig að hætta
við utanför mína og gerast kaupfé-
lagsstjóri félagsins. Og ég neyddist til
að verða við áskoruninni, þótt mér
þætti það slæmt.
Ég þorði ekki annað.
Síðan bjó ég á Fáskrúðsfirði og rak
kaupfélagið þar — í fjórtán ár.
• Fátækt og kreppa
Fyrstu árin voru erfið. Það voru
sannkölluð baráttuár. Kreppan var í
algleymingi og fátækt mikil. Ég get
nefnt lítið dæmi um, hvernig ástandið
var hjá mér fyrsta veturinn. Margir
heimilisfeður fóru suður á vertið, t.il
Vestmannaeyja, Sandgerðis og Kefla-
víkur. Þeir sömdu við mig áður en jjeir
fóru og kváðust búast við að aílahlut-
ur þeirra yrði í kringum 1200 krónur.
Það varð að samkomulagi, að konur
þeirra mættu taka út vörur fyrir þá
upphæð á meðan. En þegar þeir komu
heim um vorið, hafði vertíðin gengið
illa og aflahlutur þeirra ekki orðið
nema kannski 500 krónur. Þannig
hlóðust upp skuldir, og endar náðu
aldrei saman.
— Og kaupmennirnir hafa verið erf-
iðir viðureignar.
— Þeir voru meira en erfiðir; þeir
voru hatrammir og svifust einskis.
Þeir áttu bátana, sem gerðir voru út
frá Fáskrúðsfirði á þessum tíma, og
til þess að koma í veg fyrir að sjó-
menn versluðu við kaupfélagið, neit-
uðu þeir að greiða þeim hlutinn. Þeir
sögðu, að ekki væri búið að selja afl-
ann, og sjómenn yrðu því að taka út
vörur hjá þeim upp á krít á meðan.
Sannleikurinn var hins vegar sá, að
þeir voru fyrir löngu búnir að fá lán
út á aflann.
— Þú hefur kannski sjálfur óttast,
að illa færi fyrir kaupfélaginu.
— Nei, það gerði ég ekki. Ég var
alltaf sannfærður um, að kaupfélag-
inu tækist að rétta úr kútnum, ef ég
hefði bara bolmagn til að þrauka nógu
lengi.
Það var reyndar ekki uppörfandi,
þegar endurskoðandi kom frá Sam-
bandinu, vegna þess hve kaupfélagið
skuldaði því mikið. Hann lýsti því yfir,
eftir að hafa kynnt sér reksturinn hjá
mér, að félagið væri svo fátækt að það
væri vonlaust.
Hins vegar fékk ég hvatningu frá
mínum ágæta læriföður, Jónasi frá
Hriflu. Hann skrifaði mér bréf 5.
febrúar 1934, og það vill svo vel til,
Verslunarhús og skrifstofur Kaupfélags
Fáskrúðsfirðinga. Þetta er eitt af húsun-
um sem Sameinuðu íslensku verslanirnar
áttu — og þar bjuggu þau Björn og Þór-
unn fyrstu búskaparárin.
Vörugeymsla, svokallað bryggjuhús —
og bræðslan fór fram í þessu húsi.
Þetta glæsilega frystihús byggði Björn
Stefánsson árið 1940. „Menn héldu að ég
væri alveg orðinn vitlaus, þegar ég sagðist
ætla að byggja frystihús,“ segir Björn.
að ég á það enn i fórum minum. Það
er örstutt og hljóðar svo:
,.Kæri vinur!
Ég hef lítið af þér frétt síðan hús-
kaupin voru gerð; langar til að heyra
um horfurnar. Ég skrifa þér aðallega
til að vara þig við að lána. Ef þú lánar
ekki og lifir á litlu, eldar ofan i þig
hafragraut á olíuvél, ef með þarf, til
þess að félagið þurfi lítið að borga þér
fyrstu árin, þá muntu sigra. En ef þú
lánar, vilt stækka fljótt, trúir fólki,
sem er vant að svíkja eða verður að
svíkja, þá fer fyrir þér eins og Helga
mínum á Norðfirði, sem kringumstæð-
ur hafa beygt, en sem var ágætt efni.
Ég segi þetta ekki af því að ég sé
hræddur um þig, heldur af þvi ég
treysti þér til að standa styrkur i verki
— og sigra.
Bestu kveðjur,
Jónas Jónsson.“
Mér þótti alltaf vænt um Jónas frá
Hriflu og hélt tryggð við hann. Löngu
seinna, þegar hann var orðinn einn á
báti í pólitíkinni og gaf út sitt eigið
blað, Ófeig, hitti ég hann á förnum
vegi. Hann kvartaði yfir því, að Ófeig-
ur seldist illa.
„Mér þykir það nú skritið,“ sagði ég.
„Þú skrifar alveg jafnvel núna og þú
gerðir í gamla daga.“
„Já, öhö, ég veit það,“ svaraði hann.
„En þá fylgdi vald orðum mínum, en
ekki núna. Sá er munurinn, Björn
minn! “
• Á grænni grein
Smátt og smátt batnaði rekstur
kaupfélagsins, uns það var á endanum
farið að blómstra. Við stofnuðum brátt
samvinnuútgerðarfélag og það breytti
miklu. Einnig rákum við fiskverkunar-
stöð, byggðum hraðfrystihús, settum á
stofn saumastofu og höfðum mikil af-
skipti af útflutningi ísfisks á stríðsár-
unum. Á hinu síðastnefnda græddum
við svo vel, að við gátum endurbyggt
kaupfélagshúsin.
Eftir 1939 — þegar blessað stríðið
skali á — má segja, að kaupfélagið
hafi verið á grænni grein.
Ég get að iokum nefnt eitt dæmi um
velgengni og framgang Kaupfélags
Fáskrúðsfirðinga. Sumum finnst það
kannski karlagrobb, en það er satt
engu að siður. Þegar ég stofnaði kaup-
félagið, voru níu kaupmenn á staðn-
um, en þegar ég fluttist til Reykjavik-
ur eftir stríðið voru ekki eftir nema
tveir G. Gr. ♦
13