Samvinnan - 01.04.1981, Blaðsíða 35

Samvinnan - 01.04.1981, Blaðsíða 35
I’ ALLMÖRG ÁR HEFUR Samband ísl. samvinnu- félaga stuðlað að öfl- ugu íþróttastarfi í landinu og veitt til þess talsverðu fé. Á sl. ári var fyrirkomulagi styrkveitinga Sambandsins til íþróttastarfsins breytt þannig að í stað margra dreifðra smástyrkja var tek- in upp ein stærri styrkveit- ing. og var Körfuknattleiks- sambandi íslands veittur fjárstyrkur að upphæð 5,5 milj. g. kr., til starfrækslu landsliðs íslands í körfu- knattleik. Jafnframt var gert ráð fyrir að þessu fyr- irkomulagi yrði fylgt áfram, þætti það gefa góða raun. Að fenginni reynslu sl. árs hefur verið ákveðið að taka upp árlega veitingu iþrótta- styrks Sambands ísl. sam- vinnufélaga, og hefur Sam- bandsstjórn sett um það sérstakar reglur. Þar er m.a. að finna eftirfarandi á- kvæði. • Tilgangur með veitingu íþróttastyrks Sambandsins er að efla íþróttastarfsemi i landinu sem einn af menn- ingarþáttum þjóðfélagsins, og auka þekkingu íslensks íþróttafólks á samvinnumál- um og samvinnustarfi. • Sérsambönd og lands- sambönd er starfa að í- þróttamálum geta hlotið styrkinn. • Árlega verður auglýst eftir umsóknum um íþrótta- styrk Sambandsins og þurfa umsóknir að hafa borist Sambandinu fyrir 17. ágúst. í september ár hvert verður tilkynnt um hvaða aðili hlýtur íþróttastyrk Sam- bandsins á næsta ári, svo og um styrkfjárhæð. Eins og áður segir var Körfuknattleikssambandi íslands veittur styrkur á sl. ári. Sá styrkur var ekki veittur fyrr en komið var fram á mitt árið og varð því ekki um heils árs sam- starf að ræða eins og eðli- legt þykir að sé. Þvi hefur verið ákveðið að iþrótta- styrk Sambandsins á þessu ári hljóti Körfuknattleiks- sambandið einnig, til rekst- urs landsliðinu í körfu- knattleik. Styrkfjárhæð á þessu ári er kr. 90.000,00 Landsliðið náði mjög góð- um árangri á sl. ári, en þess bíða mörg erfið verkefni á þessu ári og ber þar hæst Evrópukeppnina i körfu- knattleik. Sambandið þakkar körfu- knattleiksfólki gott sam- starf á sl. ári og væntir þess að þessi fjárstuðningur örvi áhuga fólks á heilbrigðum iþróttum og verði öllum við- komandi til velfarnaðar. 4 Körfuknattleiks- sambandiö fær aftur styrk Styrkveitig Sambandsins til íþróttastarfs í ár var tit- kynnt á blaðamannafundi 12. mars síðastliðinn. Erlendur Einarsson afliendir Stefáni Ingólfssyni, for- manni Körfuknattleikssambands íslands, styrk að upphæð kr. 90.000,00. (Myndir: Kristján P. Guðnason). 33

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.