Samvinnan - 01.04.1981, Side 41

Samvinnan - 01.04.1981, Side 41
ar er timbur pantað í húsið, og nokkur vöruslatti, er þó aldrei kom, og var Örum & Wulfs verzluninni um það kennt að varan kom ekki. En skömmu eftir þennan fund kom á gang einhver tortryggni gegn þessari framkvæmd, og endaði þetta með þvi að ungur bóndi á Laugarnesi náði eignarhaldi á timbrinu og byggði sér úr þvi fyrsta ibúðarhúsið á Þórshöfn. Vorið 1895 hefst Friðrik handa á ný, og er nú safnað vörupöntunum um verzlun- arsvæðið og gengur þá starfið mjög vel að því leyti, að þátttaka búenda er al- menn, og vel gengur að út- vega vörurnar. Þær líka vel og eru ódýrari en gert var ráð íyrir og menn áttu að venjast. Virðist sem þetta nýja fé- lag, er hét Pöntunarfélag Þórshafnar, hafi vaxið mjög fljótt, þvi að haustið 1896 hefur það fleiri sauði til út- flutnings en Kópaskersfé- lagið, sem þó var einu ári eldra. En þetta fyrsta haust félagsins verða sérstök ó- höpp með sauðaútflutning- inn, eins og Jón Gauti Jóns- son getur um i endurminn- ingum sínum frá fyrstu ár- um félagsins á Kópaskeri. Þá kom það og til að sum- arið 1896 byrjaði hin gamla selstöðuverzlun Örum & Wulf að byggja verzlunar- hús á Þórshöfn, en þar hafði engin fastaverzlun verið áður, aðeins kaupskip að sumrinu. Verzlunarstjóri hjá Örum & Wulf varð glæsilegur ungur maður, Snæbjörn, sonur sr. Arn- ljóts á Sauðanesi, hins vitr- asta og sterkasta áhrifa- manns i héraðinu, er ávallt sýndi samvinnumálum seig- drepandi andúð. Mátti því segja að fljótt liti illa út með örlög hins unga sam- vinnufélags. Þetta unga samvinnufélag hafði öll sin viðskipti við Louis Zöllner, og fékk hjá honum nægar og góðar vör- ur, er það gat selt ódýrara en Örum & Wulf, og á sömu árum og sú verzlun er að byggja á Þórshöfn, byggir félagið einnig verzlunarhús. Hér fór því líkt og i fleiri héruðum að til harðrar samkeppni dró á milli pen- ingavaldsins og samtaka- máttar almennings. En fljótt dró svo til þess, að félagið safnaði skuldum við Zöllner, og lánstraust þess fór þá þverrandi, þótt lánardrottinn færi fyrst mjög vægilega í kröfur á Séð yfir Þórshöfn, en þar hefur Kaupfélag Langnesinga verið stoð og stytta íbúanna í sjötíu ár. Núverandi kaup- félagsstjóri er Þórólfur Gíslason. Verslunarhús Kaupfélags Króksfjarðar í Króksfjarðar- nesi, en féiagið á sjötugsafmæli núna um páskana. — Myndin er tekin fyrir nokkrum árum. Núverandi kaup- félagsstjóri er Friðbjörn Níelsson. 39

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.