Samvinnan - 01.04.1981, Blaðsíða 30
Maöur á röngum stað
vonarðu það ekki, Joe?“
„Jú, jú það vona ég, syst-
ir.“
Hún masaði áfram um
spörfuglinn og skýin og
blómin þegar þau nálguðust
skólann og Joe gafst upp á
að svara henni.
Skógurinn ofan við skól-
ann virtist vera kyrrlátur og
tómur.
En þá sá Joe kraftalegan,
brúnan mann, nakinn niður
að mitti og með byssu, stíga
fram frá trjánum. Maður-
inn drakk úr tinkrús, þurrk-
aði sér um munninn með
handarbakinu og brosti
breitt niður á heiminn með
fallegri fyrirlitningu og
hvarf síðan aftur inn í rökk-
ur skógarins.
„Systir." Joe stóð á önd-
inni. „Faðir minn — ég sá
föður minn.“
„Nei, Joe — nei þú sást
hann ekki.“
„Hann er þarna uppfrá i
skóginum. Ég sá hann. Ég
vil fara þangað uppeftir,
systir.“
„Hann er ekki faðir þinn,
Joe. Hann þekkir þig ekki.
Hann vill ekki sjá þig.“
„Hann er einn af mínu
fólki, nystir."
„Þú mátt ekki fara þarna
upp, Joe, og þú mátt ekki
verða eftir hér.“ Hún tók i
handlegginn á honum til að
koma honum af stað. „Joe
— nú ertu vondur strákur,
Joe.“
Joe hlýddi treglega. Hann
talaði ekki meira það sem
eftir var göngunnar. Þau
fóru aðra leið heim, langt
frá skólanum. Enginn annar
hafði séð hinn dásamlega
föður hans, eða trúði því að
Joe hefði séð hann.
Það var ekki fyrr en við
bænirnar þetta kvöld að
hann fór að gráta.
Klukkan tíu sá unga
nunnan að rúmið hans var
autt.
UNDIR stóru útbreiddu
neti, sem var reyrt
með tuskum, húkti
fallbyssa, svört og fitug, með
hlaupið vísandi upp í næt-
urhimininn. Vörubílar og
önnur stórskotaliðsgögn
voru falin ofar i brekkunni.
Joe hlustaði og horfði
skjálfandi i gegnum þunna
runnana. Hermennirnir voru
ógreinilegir í myrkrinu, þar
ssm þsir grófu sig niður í
kringum byssuna. Hann
skildi ekki orð af því sem
hann heyrði.
„Undirforingi, hvers vegna
verðum við að grafa okkur
niður fyrst við förum héðan
á morgun og þetta er bara
æfing hvort sem er? Ef eitt-
hvert vit væri í þessu gæt-
um við sparað kraftana og
bara klórað svolítið, hér og
þar, til að sýna hvar við
grófum."
„Þótt þú vitir það ekki,
drengur, þá getur verið vit
í því áður en nóttin er lið-
in,“ sagði undirforinginn.
„Þú færð tíu mínútur til að
komast til Kína og færa mér
aftur svínsrófu. Heyrirðu
það?“
Undirforinginn steig inn i
tunglskinsblett, hendurnar
á mjöðmunum, breiðar axl-
irnar aftur, ímynd þess sem
valdið hefur. Joe sá að
þetta var sami maðurinn og
hann hafði dáðst að fyrr
um daginn. Undirforinginn
hlustaði ánægður á mokst-
urshljóðið og skálmaði síð-
an, Joe til skelfingar, i átt-
ina að felustað hans.
Joe hreyfði hvorki legg né
lið fyrr en stóra stígvélið
rakst í síðuna á honum.
„Æ.“
„Hver er þetta?“ Undir-
foringinn þreif Joe upp af
jörðinni og setti hann
harkalega á fætur. „Ja,
hérna, drengur, hvað ert þú
að gera hér? Snautaðu burt.
Farðu heim. Þetta er enginn
staður fyrir börn að leika
sér á.“ Hann lýsti með vasa-
ljósi framan í Joe. „Hver
djöfullinn,“ tautaði hann.
„Hvaðan kemur þú?“ Hann
hélt Joe armslengd frá sér
og hristi hann varlega eins
og tuskubrúðu. „Hvernig
komstu hingað, drengur —
syndandi?“
Joe stamaði á þýsku að
hann væri að leita að föður
sínum.
„Svona nú — hvernig
komstu hingað? Hvað ertu
að gera hér? Hvar er
mamma þín?“
„Hvað ertu með þarna,
undirforingi?" sagði rödd
úti í myrkrinu.
„Ég veit ekki almennilega
hvað á að kalla það,“ sagði
undirforinginn. „Talar eins
og Þýskari, klæðist eins og
Þýskari, en líttu bara á
það.“
Fljótlega stóð tylft manna
í kringum Joe. Þeir töluðu
hátt, siðan blíðlega til hans,
eins og þeir héldu að mál-
rómurinn skipti máli til að
ná sambandi við hann.
í hvert sinn sem Joe
reyndi að útskýra ferðir sín-
ar hlógu þeir undrandi.
„Hvernig lærð’ann þýsku?
Segið mér það.“
„Hvar er pabbi þinn,
drengur?“
„Hvar er mamma þín,
drengur?"
„Sprekken si döts, dreng-
ur? Lítið þið bara á. Sjáið
þið, hann kinkar kolli. Hann
talar hana, svo sannarlega.“
„O, þú talar reiprennandi,
maður, alveg reiprennandi.
Spurðu hann meira.“
„Farðu og náðu í flokks-
foringjann,“ sagði undir-
foringinn. „Hann getur tal-
að við þennan dreng og
skilið hvað hann er að reyna
að segja. Sjáið þið hvað
hann skelfur. Dauðhrædd-
ur. Komdu hérna strákur;
vertu nú ekki hræddur.“
Hann umlukti Joe með stór-
um handleggjunum. „Vertu
bara rólegur, nú verður allt
i himnalagi. Sérðu hvað ég
er með? Hamingjan góða, ég
hugsa að hann hafi aldrei
séð súkkulaði áður. Svona
nú — smakkaðu það. Það
meiðir þig ekki.“
Öruggur í skjóli beina og
vöðva og umkringdur skín-
andi augum, beit Joe í
súkkulaðistöngina. Ljósrauð
umgjörð munnsins, og síðan
öll sálin, fylltist heitri, ríkri
unaðssemd og hann ljóm-
aði.
„Hann brosti.“
„Sjáið þið hvernig hann
lifnar við.“
„Svei mér þá ef hann
hrasaði ekki beint inn í
himnaríki. Ég meina þao.“
„Talandi um fólk á vit-
lausum stað,“ sagði undir-
foringinn og þrýsti Joe að
sér. „Ég hef aldrei séð neinn
sem var á svona vitlausum
stað. Hjá honum er allt á
hvolfi, úthverft og snúið.“
„Hérna, drengur — hérna
er svolítið meira súkkulaði.“
„Ekki gefa honum meira,"
sagði undirforinginn ásak-
andi. „Viltu að hann verði
veikur?“
„Nei, undirforingi, nei —
vil ekki að hann verði veik-
ur. Nei, herra.“
„Hvað gengur hér á?“
Flokksforinginn, lítill,
snyrtilegur negri kom til
hópsins með geislann frá
vasaljósinu dansandi fyrir
framan sig.
„Erum með lítinn dreng
hérna, flokksforingisagði
undirforinginn. „Hann
ranglaði bara inn á svæð-
ið. Hlýtur að hafa skriðið
framhjá vörðunum.“
„Nú, sendu hann heim,
undirforingi."
„Já, herra. Ég ætlaði að
gera það.“ Hann ræskti sig.
„En þetta er enginn venju-
legur lítill strákur, flokks-
foringi.“ Hann breiddi út
faðminn svo að ljósið féll
á andlit Joes.
Flokksforinginn hló van-
trúaður og kraup fyrir
framan hann. „Hvernig
komstu hingað?“
„Hann talar bara þýsku,
flokksforingi,“ sagði undir-
foringinn.
„Hvar áttu heima?“ sagði
flokksforinginn á þýsku.
„Hinum megin við meira
vatn en þú hefur nokkurn
tíma séð,“ sagði Joe.
„Hvaðan kemur þú?“
„Guð bjó mig til,“ sagði
Joe.
„Þessi strákur á eftir að
verða lögfræðingur, þegar
hann verður stór,“ sagði
flokksforinginn á ensku.
„Hlustaðu nú á mig,“ sagði
hann við Joe, „hvað heitir
þú og hvar er fólkið þitt?“
„Joe Louis,“ sagði Joe, „og
þið eruð fólkið mitt. Ég
strauk frá munaðarleys-
ingjahælinu, af því að ég
tilheyri ykkur.“
Flokksforinginn stóð og
28