Samvinnan - 01.04.1981, Blaðsíða 20

Samvinnan - 01.04.1981, Blaðsíða 20
Samvinnuhreyfingin árið 2000 tunnan hafi vissulega haft mikil og afdrifarik áhrif. Staðreyndin er sú að heimurinn hefur misst mikið af trú sinni á efnahagskerfi fortíðarinnar, og á það ekki sist við um sjálfan grund- völlinn undir fjármálakerfum þjóð- anna. • Athugunarefni fyrir samvinnufélögin Það sem nú hefur verið lýst er í stórum dráttum heimurinn sem við erum að halda inn í á síðustu áratug- um tuttugustu aldar. Athugunarefnin i framhaldi af þessu fyrir samvinnu- hreyfinguna sem heild, eða einstaka hluta hennar, eru verð rækilegrar íhugunar. Svo neikvæðu atriðin séu tekin fyrst þá sýnist það hafið yfir efa að mörg samvinnufélög — og jafnvel heil sam- vinnusambönd — verði að mæta meiri háttar erfiðleikum á komandi árum, og það svo að um sum þeirra verði óvist hvort þau komist af. í mörgum löndum hefur hlutfallslegur fjöldi fyr- irtækja, sem neyðast til að leggja uþp laupana, vaxið óðfluga, og það er ekki hægt að búast við því að samvinnufé- lögin sleppi við öll áhrif sliks sam- dráttar. En af jákvæðum atriðum er þess að geta að margt fólk um heim allan mun vafalaust leita að leið út úr erfiðum aðstæðum með aðferðum samvinnu- rekstrarins — eins og fólk reyndar gerði í stórum stíl í kreppunni miklu á fjórða áratugnum. Næstu tveir ára- tugir gætu vel orðið tímabil ófyrirsjá- anlegs vaxtar í félagsmannatölu sam- vinnufélaga hvarvetna i veröldinni. Á sumum þeim sviðum, þar sem op- inberir aðilar hafa sýnt tilhneigingu til að draga úr þjónustu sinni, er lik- legt að fólk leysi vanda sinn viljugt eða nauðugt með samvinnufélögum. Þetta á við um margs konar opinbera þjónustu, þar á meðal íbúðabyggingar og heilbrigðisþjónustu. Ef sá efnahagssamdráttur, sem spáð er í heiminum, verður alvarlegur þá er ljóst að hvers konar ólaunuð vinna og sjálfboðaliðastörf i viðustu merkingu fara að verða vaxandi þáttur í efna- hagslífinu. Slík störf eru reyndar miklu umfangsmeiri í flestum samfé- lögum en menn gera sér yfirleitt grein fyrir. Allt frá þvi að móðir þurrkar nefið á barni sínu og þangað til sjálf- boðaliði í öldrunarmálum aðstoðar hjálparlaust gamalmenni, þá verða nær allir einstaklingar aðnjótandi vinnuframlags frá öðrum sem hvergi kemur fram i opinberum hagskýrslum. Það mætti hugsa sér þá stöðu að sú þjóðarframleiðsla, sem skráð er opin- berlega, sé að dragast saman, á sama tíma og afkoma fólksins sé í raun og veru að batna. Ef sú staða kemur upp að umtals- verður fjöldi samvinnufélaga mæti erfiðleikum vegna samdráttar í efna- hagslífinu, þá ættu jafnvel samvinnu- félög annarrar tegundar að íhuga hvort þau geti ekki reynt að koma til aðstoðar og hjálpað félögunum sem eiga i erfiðleikum. Aðstoð við samvinnufélög í þriðja heiminum gæti virst vera fremur i verkahring samvinnuhreyfingarinnar sem slíkrar heldur en alþjóðlegra hjálparstofnana og sérstofnana Sam- einuðu þjóðanna. ® Dökkar horfur Efnahagshorfurnar fyrir niunda og tiunda áratuginn eru í raun og sann- leika dökkar. Hækkandi orkuverð hlýtur að auka verðbólguhraðann, og til að svara verkalýðsfélögum, sem reyna að viðhalda óbreyttum lífskjör- unum með því að knýja fram launa- hækkanir, er líklegt að ríkisstjórnir reyni að berjast við verðbólguna með hörðum samdráttaraðgerðum í efna- hagsmálum. Slíkar aðgerðir eru lík- legar til að auka enn á atvinnuleysið í iðnaðarríkjunum sem er þó orðið ærið fyrir. Við gætum því átt eftir að horfa upp á það að miljónir fólks svelti, á sama tíma og miklar umfram- birgðir af matvælum hlaðast upp annars staðar. Líka gæti fólk lifað það að olíudollarar hrúgist upp í olíuríkj- unum, sem gæti gert samkeppnina um markaði jafnvel enn harðari en hún hefur verið til þessa, og ef til vill að þessu fylgi áframhaldandi allsherjar ringulreið i peningamálum. Við þessar aðstæður verða samvinnu- félögin að búa sig undir að standast samkeppni við sivaxandi vald risa- stórra fjölþjóðafyrirtækja sem eru i síauknum mæli farin að láta til sín taka i efnahagsmálum heimsins. Við þessar aðstæður sýnast samvinnufé- lög eiga við tvenns konar innri vand- kvæði að stríða, sem bæði eiga bein- línis rætur að rekja til sjálfs sam- vinnuskipulagsins. í fyrsta lagi eru arðgreiðslur þeirra af framlögðu fjár- magni takmarkaður, sem hefur í för með sér að raunveruleg endurgreiðsla minnkar með verðbólgunni. Þetta skapar samvinnufélögum erfiða að- stöðu við að fá félagsmenn sina til að leggja fram fjármagn. Fyrirtæki af öðrum tegundum hafa eins konar Það sýnist ekki vera hægt að láta hjól iðnaðarins snúast með fullri afkastagetu nema þjóðirnar eigi í stanslausum styrjöldum, önnum kafnar við að eyða hver annarri. Hvers vegna breyttist efna- hagsástandið frá sjöunda ára- tugnum svona hrikalega? Ef til vill vilja ýmsir rekja þetta til athafna OPEC-ríkjanna. Þær verður þó fremur að skoða sem afleiðingu en orsök. 18

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.