Samvinnan - 01.04.1981, Blaðsíða 32

Samvinnan - 01.04.1981, Blaðsíða 32
Maöur á röngum stað hristi höfuðið. Hann þýddi það sem Joe hafði sagt. Skógurinn bergmálaði af kæti. „Joe Louis. Mér fannst hann vera ægilega stór og kraftalegur." „Bara að vara sig á þeirri vinstri — það er allt og sumt.“ „Ef þetta er Joe hefur hann sannarlega fundið fólkið sitt. Þar hefur hann okkur.“ „Þegið þið!“ skipaði und- irforinginn allt i einu. „Steinþegið þið allir. Þetta er enginn brandari. Það er ekkert fyndið við þetta. Drengurinn er aleinn í heiminum. Þetta er alls enginn brandari." Að lokum rauf lág rödd þögnina sem á eftir fylgdi. „Nei, þetta er alls enginn brandari.“ „Við verðum að taka jepp- ann og aka honum aftur í bæinn, undirforingi," sagði flokksforinginn. „Jackson liðþjálfi, þú tekur við.“ „Segð’onum að Joe hafi verið góður drengur,“ sagði Jackson. „Jæja, Joe,“ sagði flokks- foringinn blíðlega á þýsku, „þú kemur með undirfor- ingjanum og mér. Við förum með þig heim.“ Joe boraði fingrunum í handleggi undirforingjans. „Pabbi. Nei — pabbi, ég vil vera hjá þér.“ „Sjáðu til, vinur, ég er ekki pabbi þinn,“ sagði und- irforinginn hjálparvana. „Ég er ekki pabbi þinn.“ „Pabbi!“ „Hann er límdur við þig, maður, er það ekki undir- foringi?“ sagði einn her- maðurinn. „Það lítur ekki út fyrir að þú losnir nokkurn tíma við hann. Þarna náðir þú þér í strák, undirforingi, og hann nældi sér í pabba.“ Undirforinginn gekk yfir að jeppanum með Joe í fanginu. „Láttu nú ekki svona,“ sagði hann, „slepptu nú, Joe litli, svo að ég geti ekið. Ég get ekki ekið þegar þú hangir svona á mér, Joe. Sittu i kjöltu flokksforingj- ans við hliðina á mér.“ Hópurinn safnaðist aftur saman kringum jeppann, alvarlegur núna og fylgdist með þegar undirforinginn reyndi að lokka Joe til að sleppa. „Ég vil ekki vera harður, Joe. Svona nú — vertu ró- legur, Joe. Slepptu nú, Joe, svo að ég geti ekið. Sjáðu, ég get ekki stýrt eða neitt þegar þú hangir svona á mér.“ „Pabbi!“ „Komdu til mín, Joe,“ sagði flokksforinginn á þýsku. „Pabbi!“ „Joe, Joe, sjáðu,“ sagði einn hermaðurinn. „Súkku- laði. Viltu meira súkkulaði, Joe? Sérðu? Heilt stykki, Joe, þú færð það allt. Slepptu bara undirforingj- anum og færðu þig yfir til flokksforingj ans.“ Joe herti takið á undir- foringj anum. „Ekki setja súkkulaðið aftur í vasann, maður. Gefðu honum það samt,“ sagði annar hermaður reiði- lega. „Farið einhver ykkar og sækið kassa af súkkulaði af vörubílnum og kastið honum hérna aftur i handa Joe. Gefið honum nóg súkkulaði fyrir næstu tutt- ugu árin.“ „Sjáðu, Joe,“ sagði annar, „nokkurn tíma séð arm- bandsúr áður? Sjáðu úrið, Joe. Sérðu hvernig það glitr- ar? Færðu þig yfir til flokksforingjans og ég skal lofa þér að heyra það tifa. Tikk, tikk, tikk, Joe. Komdu nú, viltu hlusta?" Joe hreyfði sig ekki. Hermaðurinn rétti honum úrið. „Hérna Joe, taktu það samt. Þú mátt eiga það.“ Hann gekk hratt í burtu. „Ertu brjálaður, maður?“ kallaði einhver á eftir hon- um. „Þú borgaðir fimmtíu dali fyrir þetta úr. Hvað hefur lítill strákur að gera með fimmtiu dala úr?“ „Nei — ég er ekki brjál- aður. En þú?“ „Nei, ég er ekki brjálaður. Það er víst hvorugur okkar. Joe — viltu hníf ? Þú verður að lofa að fara varlega með hann. Alltaf að skera frá þér. Heyrirðu það? Flokks- foringi, þegar þið eruð komnir skaltu segja honum að skera alltaf frá sér.“ „Ég vil ekki fara aftur. Ég vil vera hjá pabba,“ sagði Joe með tárin í augunum. „Hermenn geta ekki tekið litla drengi með sér, Joe,“ sagði flokksforinginn á þýsku. „Og við förum snemma i fyrramálið." „Viljið þið koma aftur og ná i mig?“ sagði Joe. „Við komum aftur ef við getum, Joe. Hermenn vita aldrei hvar þeir verða frá degi til dags. Við komum aftur í heimsókn ef við get- um.“ „Megum við gefa Joe gamla þennan súkkulaði- kassa, flokksforingi," sagði hermaður sem hélt á pappa- kassa með súkkulaðistykkj- um. „Ekki spyrja mig,“ sagði flokksforinginn. „Ég veit ekkert um það. Ég hef ekki séð neinn súkkulaðikassa, aldrei heyrt neitt um hann.“ „Já herra.“ Hermaðurinn lagði byrði sina í aftursæti jeppans. „Hann vill ekki sleppa,“ sagði undirforinginn aum- lega. „Keyr þú, flokksfor- ingi og við Joe skulum sitja þarna.“ Flokksforinginn og undir- foringinn skiptu um sæti og jeppinn byrjaði að hreyfast. „Bless Joe!“ „Vertu nú góður drengur, Joe!“ „Ekki borða allt súkku- laðið strax, heyrirðu það?“ „Ekki gráta, Joe! Brostu til okkar.“ „Breiðar, drengur — svona já.“ JOE, JOE, vaknaðu Joe.“ Þetta var rödd Peters, elsta drengsins á mun- aðarleysingjahælinu, oghún bergmálaði lágt frá stein- veggjunum. Joe hrökk við og settist upp. Allt í kringum bedd- ann hans voru hinir mun- aðarleysingjarnir og stimp- uðust, til að sjá Joe og fjár- sjóðina við koddann hans. „Hvar fékkstu húfuna, Joe — og úrið og hnífinn?“ sagði Peter. „Og hvað er í kassanum undir rúminu?“ Joe þreifaði á höfðinu og fann þar prjónaða her- mannahúfu. „Pabbi,“ muldr- aði hann syfjulega. „Pabbi,“ át Peter eftir hlæjandi. „Já, Peter,“ sagði Joe. „í gærkvöldi fór ég að hitta pabba.“ „Gat hann talað þýsku, Joe?“ sagði lítil stúlka hugs- andi. „Nei, en vinur hans gat það,“ sagði Joe. „Hann hitti ekkert pabba sinn,“ sagði Peter. „Pabbi þinn er langt, langt í burtu og kemur aldrei aftur. Hann veit sennilega ekki einu sinni að þú ert lifandi." „Hvernig leit hann út?“ sagði stúlkan. Joe horfði hugsi um her- bergið. „Pabbi nær alveg upp í loft hérna," sagði hann loks. „Hann er breið- ari en þessar dyr.“ Sigri hrósandi tók hann súkku- laðistykkið undan koddan- um. „Og svona brúnn.“ Hann rétti hinum stykkið. „Hérna, fáið þið ykkur. Það er nóg til.“ „Hann lítur ekkert svona út,“ sagði Peter. „Þú segir ekki satt, Joe.“ Pabbi minn á byssu. sem er eins stór og þetta rúm, næstum því, Peter,“ sagði Joe glaðlega, „og fallbyssu, eins stóra og þetta hús. Og það voru mörg hundruð eins og hann.“ „Einhver hefur leikið á þig, Joe,“ sagði Peter. „Hann var ekki pabbi þinn. Hvern- ig veistu að hann var ekki að plata þig?“ „Af því að hann grét þeg- ar hann skildi mig eftir,“ sagði Joe einfaldlega. „Og hann lofaði að fara með mig heim, yfir vatnið, eins fljótt og hann gæti.“ Hann brosti kátur. „Ekki eins og fljótið, Peter — meira vatn en þú hefur nokkurn tima séð. Hann lofaði því og þá sleppti ég honum.“ 4 (1953) 30

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.