Samvinnan - 01.04.1981, Qupperneq 13
„Öhö, þú ferð utan, Björn minn, og
leitar þér frægðar og frama,“ sagði
hann við mig. „Þú dvelst i Englandi.
Danmörku, Noregi og Sviþjóð. Ég hef
sáð til þess, að þú getir verið við nám
og störf hjá samvinnumönnum i öll-
um þessum löndum. Þetta er allt
klappað og klárt.“
Þetta voru sannarlega gleðifréttir.
Ég fer austur til að kveðja foreldra
mína, léttur i spori og hugsa með til-
hlökkun til hinnar stórkostlegu ferð-
ar, sem átti að taka þrjú ár.
Þegar heim kemur skyggir það ör-
litið á gleði mína, að pabbi er ekki eins
hrifinn af utanförinni og ég. Ég finn,
að honum er hálf þungt í skapi, þótt
hann segi ekki neitt.
Þá gerist það, að mér er boðið í af-
drifaríkt kaffiboð heim til Páls Magn-
ússonar, oddvita á Eskifirði. Hann var
umboðsmaður Disconto og Revisions-
bankans i Kaupmannahöfn og átti að
selja fyrir þeirra hönd eignir Samein-
uðu islensku verlananna á Fáskrúðs-
firði, en það fyrirtæki hafði farið á
hausinn nokkrum árum fyrr.
„Það er upplagt fyrir nýbakaðan
samvinnuskólastrák að stofna kaupfé-
lag og kaupa þessar eignir,“ segir Páll.
„Annars ná kaupmennirnir þeim.“
Þegar ég segi pabba frá þessu, lyftist
á honum brúnin, og hann hvetur mig
eindregið til að gangast fyrir stofnun
kaupfélags.
Nú var úr vöndu að ráða fyrir mig.
Ég mátti ekki til þess hugsa að hætta
við utanförina, en ég vildi ekki
heldur styggja pabba. Eftir vandlega
umhugsun ákveð ég að stofna kaup-
félagið fyrst, en halda siðan utan að
því verki loknu.
Ég ætlaði sem sagt að reyna að fara
bil beggja.
• Yfirreið í sumarblíðu
Þetta var í júlímánuði árið 1933. Það
er hásumar og náttúran skartar sínu
fegursta. Ég fer einn ríðandi út í Fá-
skrúðsfjarðarhrepp til að leita liðsinn-
is við stofnun kaupfélags.
Ég fæ heldur daufar undirtektir, þar
til ég kem að Vattarnesi, en þar bjó
Þórarinn Vikingur. Hann var Þingey-
ingur og tekur mér forkunnarvel.
Einnig taka mér vel Kolmúlabændur,
Jónas Benediktsson og Daníel Sigurðs-
son. Þessa þrjá menn fæ ég til liðs við
mig fyrir norðan fjall sem kallað var.
Ég hef orð á því við Þórarin Víking,
að mér þyki ferðin erfið, sérstaklega
af þvi að ég sé ókunnugur i sveitinni,
og spyr hann hvort hann vilji nú ekki
Björn Stefánsson og kona hans Þórunn
Sveinsdóttir á lieimili þeirra að Kvisthaga
9. — (Ljósm.: Kristján Pétur Guðnason).
vera svo vænn og ríða með mér. Jú,
það var guðvelkomið. Hann beislar
hesta sína og við ríðum af stað og för-
um bæ frá bæ. Sveitin er fámenn,
skoðanir bænda skiptar og margir
þeirra gallharðir íhaldsmenn. Okkur
er að vísu alls staðar vel tekið, en ár-
angurinn verður harla litill.
Við höldum samt ferðinni áfram,
riðum inn fyrir Búðakauptún og för-
um heim á hvern einasta bæ. Og nú
fáum við betri undirtektir, til dæmis
hjá fjórum bræðrum, Sigurbirni, Ei-
ríki, Höskuldi og Magnúsi Stefánsson-
um. Þeir voru allir samvinnumenn, en
höfðu ekki fyrr fengið tækifæri t.il að
sýna það í verki.
Þegar yfirreiðinni er lokið, höldum
við til Búðakauptúns, og okkur telst
til, að rúmlega tuttugu manns hafi
heitið okkur stuðningi.
Ég afla mér nauðsynlegra gagna,
svo sem fyrirmyndar að samþykkt-
um fyrir væntanlegt kaupfélag hjá
Þorsteini Jónssyni kaupfélagsstjóra á
Reyðarfirði og boða síðan til stofn-
fundar hinn 6. ágúst árið 1933.
11