Samvinnan - 01.04.1981, Blaðsíða 43
Vísnaspjall
MEÐ VORINU hefjast funda-
höld samvinnumanna, fyrst
deildaf undir kaupf élaganna
um land allt og loks koma kjörnir
fulltrúar saman á aðalfund, sem
um langt skeið hefur verið haldinn
að Bifröst í júnímánuði. í þessum
þætti skulum við rifja upp fáeinar
vísur, sem kveðnar voru á aðalfundi
Sambandsins árið 1957.
Fundarritari var þá Óskar Jóns-
son í Vík, og þegar hann hafði lesið
fundargjörð eftir fyrri dag fundar-
ins, afsakaði hann lesturinn með
því, að hann væri nýbúinn að láta
draga úr sér tennumar. Þetta henti
Karl Kristjánsson á lofti og kvað:
Fjölþætt er vort félagsstarf,
fjármagnsvöntun á oss brennur.
Enn er margt sem eignast þarf.
Óskar jafnvel skortir tennur.
Nokkru síðar flutti Óskar ræðu og
var gerður góður rómur að máli
hans. Þá orti Baldur á Ófeigsstöð-
um:
Það er ekki saga sönn,
sem við fengum nú að heyra.
Óskar hann á eftir tönn,
í aðra þyrfti að kaupa fleira.
Aðalfundi lýkur jafnan á kosning-
um í trúnaðarstöður. Þegar lokið
var kosningu í formannsstöðu Sam-
bandsins, kom í ljós að kjörinn
hafði verið Sigurður Kristinsson
með öllum greiddum atkvæðum —
nema einu. Þetta eina atkvæði
hafði Karl Kristjánsson hlotið. Þá
kvað Skúli Guðmundsson:
Atkvæði var ýmsum greitt,
þótt engar væru sennur.
Kalli hlaut þar aðeins eitt,
er hann þó með tennur.
Þetta þoldi Karl að sjálfsögðu ekki
bótalaust og svaraði fyrir sig með
þessari vísu:
Mér var gefið atkvæði’ eitt,
er engu fékk að vonum breytt.
Á því hefur skapi skeytt
Skúli, sem fékk ekki neitt.
í síðasta þætti voru birtar vísur,
sem Hallgrímur Jónasson kennari
orti til Gunnars Benediktssonar
rithöfundar, vegna þess að ekki var
hægt að hafa kirkjugarð í Hvera-
gerði, þar sem jarðveg skorti til
þess, og urðu því hreppsbúar að
vera upp á náð Árnesinga komnir
varðandi hinstu hvíluna. Tilefni
þessara vísna vantaði hins vegar,
en það var eftirfarandi gamanbrag-
ur eftir Gunnar Benediktsson.
Hér er kominn hreppur nýr,
hann er sagður kostarýr,
þegar lífs við brjótum brýr
bæði segi og skrifa:
f öllum hreppnum engin mold
í að greftra látið hold.
Við neyðumst til að nuddast
við að lifa.
En svo er aftur önnur sveit
einstaklega kostafeit,
enga frjórri augað leit
um að tala og skrifa:
Þar er þessi þykka mold,
þar má greftra látið hold,
þar eru menn sem þurfa ekki
að lifa.
Björn Egilsson oddviti á Sveins-
stöðum sló eitt sinn kirkjugarðinn
í Goðdölum. Þá kvað Sigurjón
Sveinsson, áður bóndi í Bakkakoti
og Byrgisskarði:
Oddvitinn er eins í flestum
greinum:
alla að flá.
Djöflast yfir dauðra manna
beinum
með dreginn Ijá.
Hjörleifur eldri Jónsson á Gils-
bakka orti af sama tilefni:
Þegar ekki er feitt að flá
á frónskan mælikvarða,
oddvitarnir ættu að slá
alla kirkjugarða.
Hér á eftir fara þrjár vísur eftir
Þórmund Erlingsson, sem lengi var
starfsmaður Sambandsins:
Herðir takið atómöld,
óttans þjakar doði,
skal þó vaka vetrarkvöld
verði staka í boði.
Esja mænir út á sjá
ein á kvöldum löngum.
Er hún máske af ástarþrá
orðin grá í vöngum?
Eitt er horfið, öðru breytt,
allt er skekkt á grunni.
Tíminn getur ýmsu eytt,
en aldrei minningunni.
Þegar páskarnir eru liðnir styttist
óðum til vors, og fer því vel á því
að ljúka þættinum að þessu sinni
með vel gerðri vorvísu. Hún er
einnig eftir Þórmund:
Blundi værum sefur sær,
silfurtær er áin,
lindin hlær og grundin grær,
golan bærir stráin. 4
til sölumeðferðar, og varð
verðhækkun hennar á fyrri
stríðsárunum mjög til þess
að þoka mönnum að félag-
inu. — Haustið 1914 aug-
lýsti Örum & Wulf verð á
fyrsta flokks kindakjöti 84
aura fyrir pundið og gáfu
út fjártökubréf með því
verði, þar sem slátrun átti
að byrja á mánudag. En
mánudagurinn leið og öll
vikan svo að ekkert fé kom,
annað en tveir heimaaln-
ingar frá Gunnarsstöðum,
er bændur þar gripu með
sér í bát yfir fjörðinn, er
þeir voru að sækja vöru.
Snæbjörn Arnljótsson
spurði þá með nokkrum
þjósti, hvort þetta væri allt
féð frá Gunnarsstöðum. í
lok þessarar viku voru
nokkrir bændur búnir að
fá loforð fyrir að fé þeirra
yrði tekið á Kópaskeri, en
þar var verðið 1,00 kr. fyrir
pundið, en Snæbjörn sendi
þá til manna boð um að
hann gæfi eins fyrir, og
hættu þá flestir við að reka
féð burtu. — Eftir þetta
(1918) fór félagið að taka
sláturfjárafurðir, en haust-
ið 1920 er fyrst slátrað í
gamla pöntunarhúsinu, er
félagið hafði þá keypt. Árið
1922 er félagið farið að taka
fiskinn, og á næstu árum
þokast til þess að félagið
hafi til sölumeðferðar alla
gjaldeyrisvöru úr héraðinu,
eins og það hefur haft frá
þvi um 1930, enda lítið um
kaupmannaverzlanir á Þórs-
höfn eftir það.
Árið 1920 var hér harðæri,
svo að bændur eyddu miklu
fé til kaupa á fóðurbæti, og
þá samtímis urðu stórkost-
legar verðsveiflur á gjald-
eyrisvörum, svo að menn
stóðu mjög höllum fæti, og
greiðslugetan var næsta
takmörkuð. Kom þetta hart
niður á félaginu og lenti það
nú i talsverðum skuldum.
En um 1924 fóru framleið-
endur að rétta við fjárhag
sinn og félagið þá um leið.
41