Neisti - 20.08.1984, Qupperneq 3
Ritstjórnargrein
TIL BARÁTTU í HAUST
Nú hafa Dagsbrún og flest aðildarfélög Verkamannasambands-
ins sagt upp samningum. Bandalag starfsmanna ríkis og bæja og
Samband bankamanna hafa einnig sagt upp samningum. BSRB
hefur lagt fram kröfugerð og fyrstu samningafundir hafa farið
fram.
Um líkt leyti og þetta á sér stað, framkvæmir ríkisstjórnin að-
gerðir á sviði efnahags- og peningamála, sem enn vega að alþýðu-
heimilunum í landinu, en leysa þó ekki í neinu grundvallarkreppu
islenska auðvaldsbúskaparins. Vextir eru hækkaðir á lánum til al-
mennings, en haldið niðri á rekstrarlánum fyrirtækja. Óreiðuskuld-
um sjávarútvegsfyrirtækja er skuldbreytt í stórum stíl, á sama tíma
og hótað er að skera niður fjármagn til íbúðalánasjóðanna. Allt er
í óvissu með úthlutun Húsnæðisstjórnarlána á komandi vetri.
Æ fleirum verður nú Ijóst að áróðurinn um tímabundna fórn al-
menns launafólks til að koma verðbólgunni niður og byggja undir
framtíðaraukningu lífskjaranna, var falskur frá upphafi til enda.
Ekkert lát er á fórnunum og ríkissstjórnin krefst æ meira af alþýðu-
heimilunum. Verðbólgan hefur lækkað. En hún var einungis
greidd niður með lífskjaraskerðingu almenns launafólks. Gróða-
öflin fitna eins og púki á fjósbita á sama tíma og heildarafrakstur
framleiðslustarfseminnar hefur minnkað. Það er Ijóst að lækkun
verðbólgunnar með þessum aðferðum krefst varanlegrar skerð-
ingar lífskjara launafólks.
Nýjustu skoðanakannanir sýna að fylgi stjórnarflokkanna fer
þverrandi. Skoðanakannanir sýndu það einnig fyrr í sumar, að um
40% þeirra sem afstöðu tóku, voru tilbúnir í einhvers konar að-
gerðir í haust til að rétta við kjörin. Þetta er hreint ótrúlega hátt,
því þessi afstaða kemur fram áður en boðað er til slíkra aðgerða,
og án þess að nokkur sterkur áróður hafi verið rekinn fyrir þeim.
Þetta sýnir, að ekki mun standa á fólkinu í verkalýðshreyfingunni,
ef forysta verkalýðssamtakanna tekur á sig rögg og reynir að virkja
það til baráttu.
Mörg alþýðuheimilin á landinu eru komin á heljarþröm. Og enn
er hert að. Það er því bráðnauðsynlegt orðið að snúa þróuninni við
og knýja á um raunverulegar kjarabætur í haust. Það er staða til
baráttu, aðeins ef forysta verkalýðssamtakanna reynir að leiða, -
en ekki tala úr fólkinu kjarkinn til að berjast.
mg/-
BYLTINGIN I
NICARAGUA S ÁRA
Um þessar mundir eru fimm ár liðin síðan Somoza-alræðinu var
steypt í Nicaragua og til valda komst ríkisstjórn verkamanna og
bænda undir forystu Sandinista. Þrátt fyrir að byltingin í Nicara-
gua hafi haft þungar búsifjar af fjandskap og hernaðaraðgerðum
bandarísku heimsvaldastefnunnar og leppa hennar í Mið-
Ameríku, hafa ávinningar byltingarinnar verið umtalsverðir. Al-
menningur hefur það mun betra í Nicaragua í dag en hann hafði
á dögum Somoza.
Þetta tölublað Neista er helgað fimm ára afmæli byltingarinnar
í Nicaragua. í því er ítarlega fjallað um ávinninga byltingarinnar og
þær hættur sem að henni steðja. Ávinningarnir blasa við. Sam-
kvæmt opinberum tölum voru um 48% íbúa Nicaragua ólæsir
þegar Somoza var steypt. Nú hefur tekist að kenna yfir 90% íbú-
anna að lesa og verið er að byggja upp almennt menntakerfi fyrir
alla íbúa landsins. Sama má segja um heilbrigðisþjónustuna. Á
sama tíma og verið er að skera niður í heilbrigðisþjónustunni í
flestum auðvaldsríkjum Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku, er í
Nicaragua verið að byggja upp ókeypis heilbrigðisþjónustu fyrir
alla.
Yfir 70% íbúa Nicaragua hafa framfæri sitt af landbúnaði eða
úrvinnslu landbúnaðarvara. Á þessu sviði hefur ríkisstjórnin í
Nicaragua beitt sér fyrir umtalsverðum umbótum. Stofnuð hafa
verið ríkisbú á fyrri landareignum Somoza. Jarðnæði hefur verið
úthlutað til jarðnæðislausra bænda. Ríkisstjórnin ýtir undir skipu-
lagningu og aukna framleiðni í landbúnaðinum og byggir þannig
undir iðnþróun framtíðarinnar.
Hvar sem ríkisstjórn kemst til valda, sem byggir á hagsmunum
verkamanna og bænda, á hún vísan fjandskap bandarísku heims-
valdastefnunnar, en alveg sérstaklega ef hún er staðsett í Mið- eða
Suður-Ameríku. Bandaríska heimsvaldastefnan hefur skipulagt
morð og skemmdarverk til að reyna að grafa undan byltingunni
í Nicaragua. Ráðamenn í Bandaríkjunum geta ekki liðið, að hinir
undirokuðu sannfærist um að þeir geti bætt hag sinn með því að
taka málin í eigin hendur og koma til valda ríkisstjórn verkamanna
og bænda. Þeir geta ekki undir neinum skilyrðum leyft þjóðinni í
Nicaragua að ákvarða örlög sín sjálf.
Það er ekki einungis með byssunni, sprengjunni og efnahags-
legum þvingunaraðgerðum, sem heimsvaldastefnan reynir að
grafa undan byltinguni í Nicaragua. Áróðurinn og óhróðurinn er
ekki síður mikilvægur. Sú ríkisstjórn, sem er tilbúin til að halda því
fram í fullri alvöru, að kapítalískur markaðsbúskapur sé besta
getnaðarvörnin sem mannkynið hefur fundið upp, einsog fulltrúar
Bandaríkjanna gerðu nýlega á alþjóðlegri ráðstefnu um mann-
fjölgunarvandamálið í heiminum, svífst auðvitað einskis þegar
óhróðurinn gegn Nicaragua og Sandinistunum er annars vegar.
En allir helstu fjölmiðlar hins vestræna heims spila með. Hér á
landi minnast fjölmiðlarnir helst ekki á Nicaragua, nema að hægt
sé að koma því að, hversu ólýðræðisleg stjórnvöld í Nicaragua
eru. Þjóðviljinn er þar þó undantekning, þótt vissulega mætti hann
standa sig betur.
Það er mikilvægt, að allir sósíalistar og allir verkalýðssinnar
standi gegn þessum áróðri. Nicaragua er í dag eitt lýðræðislegasta
land í allri Mið- og Suður-Ameríku, og þótt víðar væri leitað. Ríkis-
stjórn Sandinista hefur skipulega reynt að auka þátttöku almenn-
ings ístjórn landsins. Hún skipulagði lestrarherferð. Fólk hefur ver-
ið virkjað í verkalýðsfélögum og varnarnefndum. Ríkisstjórnin
vinnur að því að vopna meirihluta þjóðarinnar og skipuleggja hana
til varnar landinu. Engin önnur ríkisstjórn í Mið- eða Suður-Amer-
íku myndi þora slíkt, þar sem hún veit, að vopnuð alþýðan getur
allt eins snúist gegn leppum heimsvaldastefnunnar. Ríkisstjórnin
í Nicaragua hefur boðað til almennra kosninga í nóvember. Þegar
hafa um 10 flokkar skráð sig til þátttöku. Það liggur þó Ijóst fyrir
að fylgi Sandinistanna er það mikið meðal fólksins í landinu, að
enginn mun geta veitt þeim umtalsverða samkeppni, þótt fleiri
flokkar muni að líkindum fá fulltrúa kosna á þjóðþingið. Þetta veit
Bandaríkjastjórn og því reynir hún allt sem hún getur til að spilla
kosningunum.
mg/-
3