Neisti - 20.08.1984, Side 4

Neisti - 20.08.1984, Side 4
Kjarabaráttan Leiðin á tindinn liggur um neðsta hjallann Eftir Árna Sverrísson Helstu tíðindi sumarsins af vett- vangi kjarabaráttunnar eru uppsögn Dagsbrúnar og flestra annarra aðild- arfélaga Verkamannasambandsins á launaliðum kjarasamninga frá og með 1. sept. n.k. Þá hafa opinberir starfsmenn einnig sagt upp sínum aðalkjarasamningi. A hinn bóginn hafa nokkur félög ákveðið að segja ekki upp samningum, þ. á m. verkalýðsfé- Iagið í Borgamesi, Verslunarmanna- félag Reykjavíkur og Trésmiðafélag Reykjavíkur, og líklegt að hin síðar- nefndu gefi tóninn fyrir sérsambönd sín, eins og að undanfömu. Sundrungin innan verka- lýðsforystunnar Þessi staða birtir þá sundrungu, sem hefur grafið um sig innan verkalýðsfor- ystunnar frammi fyrir stigvaxandi árás- um atvinnurekendastjómarinnar, sem hafa fylgt ein af annarri í kjölfar fyrstu og stærstu atlögunnar í maí í fyrra. Eftir að þá lá ljóst fyrir um þetta leyti í fyrra, að verkalýðshreyfingin gat ekki samein- ast um öflug viðbrögð, færði ríkisstjóm- in sig upp á skaftið. Eftir kjarasamning- ana í vor, þar sem Alþýðusambandið bar ekki við að blása til baráttu, bætti ríkisstjómin um betur, og eftir að sundr- ungin innan verkalýðshreyfingarinnar er komin fram í mismunandi samninga- stefnu, þykist ríkisstjómin vafalaust standa með pálmann í höndunum. Raunar þarf engum að koma það á óvart eftir það sem á undan er gengið, að nú skiljast leiðir innan verkalýðs- hreyfingarinnar. Þegar í desember á s.l. ári varpaði forseti ASÍ fram þeim mögu- leika, að félögin og sérsamböndin semdu hvert fyrir sig, þó hann hefði þá enn umboð til samningaumleitanna frá öllum aðildarfélögum Alþýðusam- bandsins. Á hverjum fundinum á fætur öðrum hafa tekist á þeir forystumenn innan Alþýðubandalagsins, sem vilja hefja andóf, og hinir, sem em andsnúnir aðgerðum. Þessar stefnulegu andstæð- ur, rísa ekki hátt, en valda þó vatna- skilum hér og nú. Þær endurspegla mis- munandi stöðu skriffinnanna, og þeirra félaga sem þeir eru í forsvari fyrir. Það er t.d. athyglisvert, að bæði trésmiðirog verslunarmenn rökstuddu ákvarðanir sínar með því, að vænta mætti leiðrétt- inga á samningunum án þess að þeim væri sagt upp. í ljósi þess að verslunar- fyrirtæki blómgast þessa dagana og gíf- urleg þensla er í byggingariðnaði á höf- uðborgarsvæðinu - m.a. vegna stór- bygginga á vegum verslana, má og vænta þess að nokkurt svigrúm sé nú til launahækkana í þessum greinum. Um sjávarútveg gegnir öðm máli, en svo merkilegt sem það er, þá er það ástæðan fyrir að verkalýðsfélög á Iandsbyggðinni treysta sér ekki til aðgerða nú, og telja þær tilgangslausar, á sama tíma og at- vinnuleysi vofir yfir, eða er jafnvel skoll- ið á vegna þrýstingsaðgerða útgerðar- innar og fiskverkenda Annars vegar er aðgerðarleysi m.ö.o. réttlætt með væntanlegum „leiðrétting- um“, hinsvegar með því, að barátta sé vonlaus. Kröfur Verkamanna- sambandsins Kröfugerð Verkamannasambandsins er afar hógvær, og tekur mið af því, að halda í kaupmátt samningana frá í vor, sem þó voru alls ófullnægjandi. Krafist er hækkunar lágmarkslauna í 14000 krónur, og þess, að enginn kauptaxti verði lægri en sem því svarar, sem þýðir að bónusgreiðslur og yfirvinna verði ekki reiknuð af skuggatöxtum langt undir lágmarkslaunum eins og nú er. Það er Ijóst að með þessari kröfugerð er ekki vegið að því mikla kjararáni, sem átti sér stað í kjölfar vísitölubanns- ins í maí í fyrra, þó vissulega sé spymt við fótum. Á Dagsbrúarfundinum sem sam- þykkti uppsögn samningsins var og sam- þykkt tillaga, þar sem fundurinn lýsti því yfir, að vonlaust væri að ná fram umtals- verðum kjarabótum án virkra baráttu- aðgerða, og hefja bæri undirbúning þeirra strax. Síðan hefur Guðmundur J. Guðmundsson formaður félagsins ítrek- að reynt að draga úr þýðingu þessarar samþykktar í blöðum, og reyndar hefði hún aldrei komist í hámæli, hefðu litlu barúnamir á skrifstofu félagsins fengið vilja sínum framgengt. Þessi átök og önnur innan Dagsbrúnar sýna, að þær andstæður, sem em fyrir hendi í öðmm félögum og hreyfingunni í heild em einnig til staðar innan Dagsbrúnar, þó þar hafi uppsögn launaliða samning- anna verið samþykkt. Kröfugerð BSRB Opinberir starfsmenn hafa gert miklu hærri launakröfur en þau alþýðusam- bandsfélög, sem hafa sagt upp launalið- um kjarasamninga, eða 30% launahækk- un fyrir alla félagsmenn. Það er Ijóst, að forysta samtaka opinberra starfsmanna hyggst með þessari háu kröfugerð ná fram hagstæðri sáttatillögu, sem verði hægt að afla fylgis við innan BSRB. Hin mikla andstaða við sáttatillöguna sem lögð var fram í vor og samþykkt á end- anum hefur ýtt rækilega við toppklík- unni, sem ræður nú ferðinni í samtökum opinberra starfsmanna. Er það að von- um, því hún er valtari í sessi en flestir smákóngarnir í ASÍ, og gagnrýnin langt- um háværari, betur skipulögð og nýtur meiri fylgis en í'ASÍ. Þar hafa kennarar gengið fremstir, en taiað fyrir munn fjöl- margra annarra, sem greiddu atkvæði gegn sáttatillögunni í vor.

x

Neisti

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.