Neisti - 20.08.1984, Síða 12

Neisti - 20.08.1984, Síða 12
Úr de Bry Hbtoda Amedcae 1550-1634. Upphaf heimsvaldaaröránsins: Indíánar fagna Kólumbusi á strönd Ameríku. ANNÁLL 1503—1979 Nicaragua__________________________ 1502: í fjórðu ferð sinni sér Kolumbus austurströnd Nicaragua. 1524: Spánverjar slá eign sinni á landið og sigra indíánana. Sagan segir að nafnið á þessu landi sé dregið af nafni indíánahöfðingans Nic- arao. 1821: Þetta ár braust Mið-Ameríka undan spænska valdinu og bandalag Mið-Ameríkuríkja var myndað. 1838: Bandalag Mið-Ameríkuríkja leystist upp vegna innri átaka. Nicaragua varð sjálfstætt ríki. 1909: Forseta landsins sem neitaði að veita Bandaríkjunum réttindi til að grafa skipaskurð steypt af stóli. Ríkiskassinn var tómur og landið skuldum vafið. Bandarík- in greiða skuldimar með því að veita Nicaragua lán, gegn því að fá helminginn af öllum tekjum af tollum þar til skuldin væri að fullu greidd. Bandarískir landgöngu- liðar réðust inn í landið og her- námu það til þess að standa vörð um lög og reglu í Iandinu. 1916: Undirritaður samningur sem gaf Bandaríkjunum rétt til að grafa skipaskurð hvar sem er í gegnum Nicaragua. Bandaríkin greiddu fyrir þennan samning með 3 millj- ónum dala. 1925: Skuldir Nicaragua við Bandarík- in hafa verið greiddar og her Bandaríkjanna dregur sig til baka. 1926: Borgarastríð brýst út milli íhalds- samra og Frjálslyndra. 1927: Bandarískur floti stígur enn einu sinni á land í Nicaragua. 1928: Samningar takast milli stríðandi aðila í borgarstyrjöldinni. Sýslu- mannsembættin skiptast milli íhaldssamra og Frjálslyndra. Báðir aðilar leggja niður vopn og afhenda þau gegn greiðslu í bandaríska sendiráðið. Lög og regla em haldin með nýstofnuðu þjóðvarðliði, sem var vopnað, þjálfað og að hluta til undir stjóm bandaríska flotans. Yfirmaður þjóðvarðliðsins var Anastasio Somoza. Meðan allir aðrir leggja niður vopn heldur lítill hópur áfram bar- áttu undir forystu Augusto Cesar Sandino. Hann myndar „Herinn til vamar þjóðlegu sjálfræði Nicaragua“ og krefst þess að bandaríski flotinn hverfi á brott úr landinu. 1933: Eftir fimm ára baráttu hverfur bandaríski flotinn úr landinu. José Sacasa úr röðum frjálslyndra verður forseti og fær nokkum stuðning frá Sandino. Sandino reynir að koma á sam- stöðu Suður-Ameríkuríkja um að fordæma útþenslutilraunir Bandaríkjanna: „Við verðum að einbeita okkur að því að samein- ast og skilja að heimsvaldastefna Norður-Ameríku er höfuðóvinur okkar, en hún reynir með valdi sínu að kæfa þjóðlegan metnað okkar og ræna fólk okkar frels- inu.“ Sandino varð ekkert ágengt. Ríkisstjómir í öðmm löndum rómönsku Ameríku sýndu engan áhuga. 1934: Þegar bandaríski flotinn hafði dregið sig í hlé varð Þjóðvarðliðið mikilvæg valdastofnun. Anastas- io Somoza sækist eftir sífellt meira valdi, en stærsta hindmnin í vegi hans er Sandino. í febrúar lætur Somoza myrða Sandino. leiðin til valda er nú greið fyrir Somosa. 1937: Eftir að hafa farið með æðstu völd í nokkum tíma, lætur Somoza kjósa sig formlega sem forseta landsins. Til þess að tryggja sigur- inn fara kosningamar fram undir eftirliti Þjóðvarðliðsins. Um leið og Somoza verður forseti leggur hann hald á sífellt stærri hluta efnahagslífsins. Hann verður stærsti bankarekandi landsins, auðugastur af jarðnæði, stærsti kaffiræktandinn, o.s.frv. 1956: 21. desember er Somoza myrtur af ungum föðurlandsvini sem dæmdur er til dauða. Luis sonur Anastasio Somoza tekur við völdum eftir föður sinn og lætur kjósa sig sem forseta. 1961: FSLN er stofnað og tekur upp að nýju baráttuna gegn Somoza-ein- ræðinu með skæmliðaárásum. 1966: Luis Somoza deyr. 1967: Anastasio Somoza Debayle bróðir Luis lætur kjósa sig sem forseta. 1972: Kjörtímabil Somoza rennur út. Þriggja manna junta tekur form- lega við; Somoza heldur sínum völdum. Miklir jarðskjálftar. 12

x

Neisti

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.