Neisti - 20.08.1984, Síða 14

Neisti - 20.08.1984, Síða 14
Nicaragua HVER VAR SANDINO? Árið 1925 yfirgáfu bandarískir her- menn Nicaragua í bili. Þeir sneru þó aftur árið eftir, því frjálslyndir gerðu uppreisnartilraun. Meðal herforingj- anna í liði frjálslyndra var nú maður að nafni Augusto César Sandino. Sandino fæddist árið 1895 í bænum Niquinohomo. Hann var sonur landeig- anda nokkurs, sem getið hafði hinn unga svein utan hjónabands með fá- tækri bóndastúlku. Sandino vann fyrir sér sem vélvirki, komvörusali, landbúnaðarverkamaður á bananaplantekrum í Honduras, og sem sölumaður olíufyrirtækis í Mexíkó. Hann sneri aftur frá Mexíkó 1926 til þess að hefja baráttuna ekki bara gegn hinni íhaldssömu ríkisstjóm, heldur líka gegn bandaríska innrásarhemum. Pegar frjálslyndir skrifuðu undir frið- arsamning 1927 ásamt íhaldssömum, - það var gert að tilhlutan og undir eftirliti Bandaríkjanna, - neitaði Sandino að skrifa undir. Augusto César Sandino safnaði sam- an her verkamanna og fátækra bænda og hélt stríðinu áfram. Nú var tilgangur- inn að reka flotaherdeildir Bandaríkj- anna úr landi. Fáni Sandinos og manna hans var svartur og rauður með áletmn- inni,,Frelsið eða dauðann“. Það var her Sandinos sem háði fyrsta skæruliðastríð- ið í sögu Rómönsku Ameríku. Stríð Sandinos bar árangur, því 1933 yfirgaf síðasti bandaríski hermaðurinn Nicaragua. Áður en flotaherdeildir Bandaríkj- anna yfirgáfu landið, höfðu þær þjálfað og vopnað arftaka, - þjóðvarðliðið sem síðar átti eftir að verða illræmt. Foringi þessa Þjóðvarðliðs var Anastasio Somoza Garría. Árið 1934 undirritaði Sandino friðar- samning ásamt forseta landsins, Sacasa. Hann hélt til fjallahéraðanna til þess að stofna landbúnaðar- og námusamvinnu- félög í Wiwilí. En hvorki Sandino né bændumir fengu að vera í friði í fjöllunum. 21. febrúar 1934 var Augusto Cesar Sandino tekinn höndum þegar hann var á leið frá samningaborði í Managua, það var farið með hann afsíðis og hann tekinn af lífi og persónulegar eigur hans síðan seldar eins og launmorðingja er háttur. Pað var Somoza sem lét myrða Sand- ino; hann viðurkenndi það og lýsti því yfir að hann hefði gert það fyrir þjóðina. Nú var leið Somoza til valda greið. 1936 steypti hann Sacasa forseta af stóli og útnefndi sjálfan sig sem forseta. < « Arftakar Sandinos: Byltingarhreyfingin í Nicaragua í lok sjötta áratugarins fóm and- stöðuhópar að láta heyra til sín að nýju. Hér var fyrst og fremst um að ræða menntamenn sem orðið höfðu fyrir miklu áhrifum af sigri kúbönsku byltingarinnar. Árið 1961 var FSLN myndað. í höf- uðborg Honduras, Tegucigalpa komu saman þrír menn og stofnuðu FSLN: Carlos Fonseca Amador, Tomas Borge og Silvio Mayorga. Þeir vom allir fyrrverandi háskólastúdentar. Einn þessara stofnenda lifir enn og er innanríkisráðherra í stjóm Sandinista í Nicaragua, - Tomas Borge. Á sjöunda áratugnum hélt FSLN uppi skæruliðabaráttu á landsbyggð- inni og hafði mjög litlar rætur í borgun- um. Árið 1974 réðist hópur sandinista inn í jólaveislu leiðandi Somocista. Þeir tóku tólf nicaraguanska diplómata og meðlimi ríkisstjómarinnar í gísl- ingu. Somoza varð að láta að kröfum þeirra og aðgerð þessi fékk mikinn slagkraft. FSLN naut mikillar hylli jafnvel þótt samtökin væm enn mjög veik. Eftir þennan atburð vom sett herlög í landinu, kúgunin jókst og FSLN varð illa úti. í kjölfar þessa urðu deilur og um- ræður innan FSLN um leiðir til að koll- varpa Somoza og leiddi þetta til klofn- ings. Klofningurinn varðaði samband- ið milli skæruhernaðar á landsbyggð- inni og starfs í borgunum, skipulagn- ingu verkalýðsstéttarinnar og dagskrá uppreisnarinnar. Þrír skoðanahópar mynduðust: Tendencia Proletaria, Guerra Popular Prolongada og þriðji hópurinn Tendencia Insurreccional eða ,,Terceristas“.

x

Neisti

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.