Neisti - 20.08.1984, Page 17
Nicaragua
►
►
►
X
Að ofan: Sandinistar skæruliöar koma inn i höfuðborgina Managua efti'r ósigur (Djóö-
varðliöa.
Að neðan: Daniel Ortega stýrir stjórnarfundi.
að næg atvinna og matur væri í boði.
Arið 1980 var atvinnuleysið komið nið-
ur í 13%. Verðbólgan fór úr 70% árið
1979 í 35% árið 1980. Á árinu 1980
fengu 112 OOOmannsnýjaatvinnu. Nýja
stjómin átti við mikinn skort á erlendu
fjármagni að giíma því fýrir utan allt það
sem hún þurfti að kaupa erlendis frá
hafði mikill fjármagnsflótti átt sér stað
úr landinu. Síðustu tvö árin fyrir bylting-
una er talið að fjármagnseigendur hafi
flutt um 800 milljónir dollara úr landinu.
Þrátt fyrir mikla byrjunarörðugleika og
vaxandi árásir gagnbyltingarinnar eftir
því sem á leið hefur þjóðarframleiðslan
farið vaxandi. 1980 jókst hún um 10%
og 1981 um 6%. Árið 1982 urðu mikil
flóð sem eyðilögðu mikið af landbúnað-
arframleiðslunni og þjóðarframleiðslan
minnkaði um 1,4%. 1983 tók hún hins
vegar aftur við sér og jókst um 3,5%.
Segja má að árið 1982 hafi farið að
harðna á dainum hjá byltingunni. Þá
minnkaði kaupmáttur og neysla á ann-
arri framleiðslu en brýnustu lífs-
nauðsynjum dróst saman um 23%.
Vegna aðgerða stjómvalda minnkaði
neysla á nauðþurftum þó aðeins um
4,7%. Þó verðbólgan færi þá aftur upp í
25% minnkaði kaupmáttur lágmarks-
launa í þéttbýli aðeins um 1,4%.
Stjómin hefur frá upphafi miðað að-
gerðir sínar og stefnu við að bæta hag
verkafólks og bænda. Henni hefur orðið
býsna vel ágengt enda byltingarsinnað
fjöldaátak að baki þeim tölum sem hér
eru raktar til að sýna það helsta.
Matvælaframleiösla
eftir byltingu
Framleiðslan árið 1977 er 100.
Eftirfarandi tölur em hlutfall af
framleiðslu ársins 1977. 1980 1982
Kom 80 91.4
Baunir 71 115.1
Hrísgrjón 132 198.4
Sorghum 148 198.4
Sykur 92 117
Sykurreyr 81 117
Baðmullarfræ 17 53
Nautakjöt 100 70
Svínakjöt 76 158
Kjúklingar 68 268
Mjólk 57 67
Þurrmjólk 106 170
Egg 89 348
Matarolía 79 120
Hveiti 103 137
Kaffi 72 156
Fiskur 104 186
(Heimild: Informe del Primer Seminario
Sobre Estrragia Alimentaria, bls. 16-18.
Birt í IP/Inprecor).
17