Neisti - 20.08.1984, Qupperneq 25
íran—írak____________________
Suður-Afríku fyrir olíu. Keisarinn var
því heimsvaldasinnunum mjög mikil-
vægur sem varðhundur á svæðinu.
Keisaranum steypt -
klerkar taka forystuna.
Á árunum 1975-76 brutust út óeirðir,
sem voru barðar niður af mikilli
grimmd. En þrátt fyrir það tendraðist af
þessum neista það bál sem heimsvalda-
sinnamir réðu ekki við. Arin 1978-79
gengu milljónir manna undir kröfunum
„Drepum keisarann“ og „Niður með
heimsvaldastefnuna". Aðgerðir stig-
mögnuðust, allsherjarverkfall skall á og
að endingu hrökklaðist keisarinn með
hyski sitt úr landi. Fjöldahreyfingin náði
langt inn í raðir hersins, þannig að her-
inn sem hafði verið búinn fullkomnustu
drápstólum til að berja á alþýðunni
reyndist nú óvirkur.
í krafti fullkominnar skipulagningar
og trúarlegra áhrifa náðu klerkar, sem
fylgdu Ajatolla Komeini forystu fyrir
fjöldahreyfingunni. Einkum var fylgið
við klerkana ákaft meðal þeirra verka-
manna, sem komið höfðu úr sveitum til
borganna í kjölfar „landbúnaðarum-
bóta“ keisarans.
Verkalýðsstéttin var ekki undir það
búin að skapa forystu fyrir hreyfing-
unni. Verkalýðsfélög höfðu verið barin
niður á valdatíma keisarans. Alls konar
hópar sósíalista og kommúnista, sem
spruttu upp voru mest mannaðir fólki,
sem kom úr útlegð og hafði lítil eða
engin tengsl við verkalýðsstéttina.
Pað sem fyrst og fremst hefur styrkt
stjómina og þjappað fólki á bak við
hana, er hin ákveðna andheimsvalda-
sinnaða stefna, sem hún hefur rekið.
Greinilegast var þetta í kring um töku
bandaríska sendiráðsins.
En þó klerkarnir reki andheimsvalda-
sinnaða póhtík þá er stjóm þeirra bæði
kapitalísk og afturhaldssöm. Þetta hefur
villt þeim sýn, sem ekki gera greinar-
mun á byltingu íranskrar alþýðu annars
vegar og þeim öflum, sem náð hafa for-
ystu fyrir henni hins vegar.
Verkamenn og bændur í íran vita að
það var þeirra bylting, sem kom keisar-
anum frá völdum. Þessi reynsla hefur
kennt þeim yfir hvaða valdi þeir ráða.
Þegar klerkastjómin ætlaði að aflýsa
verkföllum eftir valdatökuna, settu
verkamenn fram kröfur um kjarabætur,
félagslegar umbætur og verkalýðseftirlit
með framleiðslunni.
í júh' 1979 var ríkisst jómin knúin til að
þjóðnýta fjölda verksmiðja, lágmarks-
laun voru þrefölduð og loforð vom gefin
um ýmsar félagslegar úrbætur. Verka-
mönnum var leyft að kjósa til verk-
smiðjuráða.
Þetta em ávinningar byltingarinnar
þrátt fyrir forystu klerkanna.
Stjómin hefur reynt að taka aftur
ýmsa ávinninga byltingarinnar, en jafn-
an mætt ákveðinni andstöðu. Þessi and-
staða er þó ómarkviss, þar sem foryst-
una vantar.
Skemmda- og ógnarverk smáborgar-
legra hópa hafa gefið stjóminni kær-
komið tækifæri til að takmarka lýðrétt-
indi og gera skipulagningu verkalýðs-
stéttarinnar enn erfiðari.
Klerkamir hafa staðið fyrir ofsóknum
gegn róttækum vinstri mönnum, eink-
um þó félögum í Tudet-flokknum. Þess-
ar ofsóknir klerkanna hafa ekki notið
fjöldastuðnings.
Þrátt fyrir þetta hefur byltingin ekki
verið brotin á bak aftur. Fjöldinn stend-
ur vörð um helstu ávinninga hennar og
þess sjást merki að hann hyggi á frekari
sókn.
Árás íraka
Innrás íraka hófst fyrir tæpum 4 árum
í sept. 1980. Saddam Hussein Iraksfor-
seti lýsti því þá yfir að tilgangurinn væri
að koma frá völdum „brjálæðingnum
Komeini“ og gera í leiðinni nokkrar
„leiðréttingar“ á landamærum ríkj-
anna.
Eftir fall keisarans var íransher í mol-
um og upplausn virtist ríkja á flestum
sviðum.
En Hussein misreiknaði sig. Hér var
ekki um nein venjuleg hemaðarátök að
ræða. Hér var verið að ráðast gegn al-
þýðubyltingu. Þó andstaðan væri
ómarkviss getur ekkert nema öflugur
stuðningur heimsvaldasinna bjargað
ríki Husseins frá hmni.
Raunvemlegur tilgangur innrásarinn-
ar var að kæfa byltinguna. Hussein hafði
ríka ástæðu til að ætla að byltingin næði
til írak. Það magnaði þennan ótta að
55% íbúa íraks em Síita múhameðstrú-
armenn eins og Iranir. Þessi nagandi ótti
við alþýðu eigin landa, sem íranska bylt-
ingin hefur gert að martröð fyrir spillta
valdastétt nágrannaríkjanna hefur
þjappað þeim saman í hræðslubandalag
að baki íraka.
Allt frá upphafi hafa heimsvaldaríkin
ýmist leynt eða ljóst stutt innrás íraka.
íranska byltingin hefur ekki aðeins svipt
þá mikilvægum bandamanni, heldur
hefur hún valdið óvissu og telft áhrifum
þeirra á svæðinu í tvísýnu. Byltingin hef-
ur skapað fordæmi fyrir alþýðu annarra
arabaríkja og verði því fylgt, verða
heimsvaldaríkin fyrir miklu áfalh. Það
er mikilvægt fyrir vesturveldin að
íranska byltingin verði kæfð hvort sem
það verður gert af innlendum eða er-
lendum aðilum. Innrás íraka var þeim
því kærkomin. Á því leikur engin vafi
að það er stuðningur þeirra, einkum
Frakka, sem heldur hemaðarvél íraks
gangandi. Öflug bandarísk flotadeild er
á svæðinu, tilbúin til að grípa inní ef þörf
krefur.
Sovétríkin vom lengi tvístígandi í
þessu stríði, en síðan tók skrifræðið af-
stöðu með írak og styður það nú ein-
dregið. Hvað sem veldur þessari afstöðu
skrifræðisins er hún ekki í þágu verka-
lýðs Sovétríkjanna, írans eða íraks.
Auk þess sem hún skaðar írönsku bylt-
inguna, þá grefur hún undan þeim al-
þjóðlega stuðningi, sem sovéska verka-
Iýðsríkinu er nauðsynlegur.
Sigur Saddam Husseins og banda-
manna hans í Persaflóastríðinu væri ósig-
ur írönsku byltingarinnar. Ósigur
írönsku byltingarinnar væri ósigur al-
þýðunnar í Miðausturlöndum og öllum
heiminum.
Allir byltingarsinnar hljóta því að
styðja baráttu íranskrar alþýðu, um leið
og þeir eiga þá ósk heitasta henni til
handa að hún nái sem fýrst pólitískri
forystu úr höndum klerkanna.
Af blóövellinum.