Stéttabaráttan - 13.12.1974, Blaðsíða 1

Stéttabaráttan - 13.12.1974, Blaðsíða 1
VERKFALL HJA TOGARA- AFGREIÐSLUNNI Dagsbrúnarforystan í næturvinnu til að brjóta á bak aftur baráttu verka- mannanna Rvík 6/12. Samningar Dagsbrúnar við Eimskip hafa dregið dilk á eftir sér - verkamenn við Togaraaigreiðsl- una tóku upp baráttu fyrir því að fá þá kauphækkun (16%) sem verkamenn hjá Eimskip áttu að fá samkv. samn- ingnum (sjá nánar í annarri grein í blaðinu). ryrsta krafa verkamann- anna var 8% kauphækkun og engar breytingar á tilhögun kaffitíma og keyrslu. Gagntilboð stjérnar Togara- afgreiðslunnar var 16% kauphækkun og sams konar samningar og gerðir voru hjá Eimskip. Verkamennirnir svöruðu þessu með því að krefjast 16% og enga þvælu umfram það. Eft- ir að málið var búið að ganga fram og aftur í rúmar tvær vikur ákváðu verkamennirnir að gera verkfall til að fá sína kröfu í gegn. Og það gerðu þeir þ. 5/12. Verkamennirnir mættu á staðinn á venjulegum tíma - en þeir féru ekki til vinnunnar. Héldu þeir fund þar sem kosin var samninganefnd, í nefndinni voru fulltrúar hinna ýmsu hópa - þeirra sem vinna'í togurum, í fragtskipunum og katlahreinsunar- mannanna. A fundinum var ákveðið að halda fast við 16% kröfuna og að halda verkfallinu áfram þar til að gengið yrði að kröfunni. Eins og vænta mátti kallaði stjórn Togaraafgreiðslunnar á Dagsbrúnar- stjórnina sér til aðstoðar. Halldór Björnsson kom skeiðandi daginn fyrir verkfallið til að freista þess að draga kjark úr mönnum. Hann lýsti því m.a. yfir að verkamennirnir fengju engan stuðning frá Dagsbrún - félag- inu þeirra - þeir stæðu einir. En sendiför Halldórs fyrir kapitalistana bar ekki árangur. Þegar verkfallið hafði staðið hálfan daginn kom fulltrúi Vinnuveitenda- sambandsins, Barði Friðriksson, til þess að hefja samningaviðræður við neindina sem verkamennirnir höfðu kosið. Verkamennirnir köstuðu Halldóri B. , sem kom enn eina sendi- förina, út og hvöttu hann til þess að fara aftur til Kanaríeyja - þar væri hann best geymdur. A fundi Barða með samninganefnd ' verkamannanna lagði hann fram til- boð sem hljóðaði upp á 8% kauphækk- un strax - 8% í janúar og að verk- fallsdagurinn yrði greiddur þótt ekk- ert hafi verið unnið. Ennfremur að samningar haldi áfram og vinna hefj- ist daginn eftir. Samninganefndin hélt síðan fund með verkamönnunum og bar upp tilboð VSl - sem var samþykkt. Þó nokkur hluti verkamannanna vildi halda verkfall- inu áfram fyrir upphaflegu kröfuna - en margir þeirra sem samþykktu að hætta verkfallinu sögðu, að þeir myndu aldrei gangast inn á breyting- ar með kaffitíma og keyrslutilhögun. Að fundinum loknum héldu menn heim. En það voru ekki allir á því að hvíla sig - Vinnuveitendasambandið og Dagsbrúnarforystan unnu sér ekki hvíldar. Sú baráttuaðferð, sem þau höfðu beitt verkfallsdaginn sýndi sig ónothæfa gagnvart samstöðu verka- mannanna. Tilboð Barða F. var ein- göngu tímabundin eftirgjöf - um kvöldið blésu hann og Eðvarð Sigurðs- son, formaður Dagsbrúnar, til nýrr- ar atlögu. Samninganefnd verkamann anna var kölluð til viðtals í höll VSl við Garðastræti (en fyrr um daginn hafði hún neitað að mæta í "palisand- erhöllinni" og töldu Barða ekki of góðan til að koma í kaffistofuna hjá þeim). Þar var mætt framkvæmdanefnd VSl ásamt Eðvarði Sig. og Halldóri Björnssyni. Einnig var þar kominn Gunnar Ilákonarson kranamaður hjá Togaraafgreiðslunni - meðlimur í varastjórn Dagsbrúnar - vaxandi stjarna á himni stéttasamvinnunnar. Var augljóst að nú skyldi hann hljóta þjálfun f því að semja fyrir kapital- istana. Greinilegt var að VSl og Dagsbrúnar- forystan höfðu undirbúið nýja bardaga- aðferð - I stað eftirgj afanna og "gðð- mennskuimar" komu nú úrslitakostir, settir fram af Dagsbrúnarforystunni. (Halldór B. sagði reyndar daginn áð- ur, að "hér þýðir ekkert að tala um úrs litakos ti"). Dagsbrúnarforvstan Rúturnar biðu í gangi, en án árangurs, enginn verkamaður fór til vinnu. Hagsmunir fyrirtækisins metnir meira en mannslíf in A síðum borgaralegu dagblaðanna er nær daglega að finna fréttir af slysum og dauðsföllum er eiga sér stað f atvinnulífinu. I flestum tilfellum er verkamönn- um kennt um og sakaðir um óaðgæslu eða vanrækslu í starfi. I hvert sinn sem borgararnir ráðast í stórframkvæmdir, svo sem stórbyggingar og þess háttar, er gert ráð fyrir ákveðnum fjölda vinnuslysa eða jafnvel dauðsfalla. Þannig var t.d. gert ráð fyrir að viss fjöldi verkamanna léti lífið á meðan Búrfellsvirkjun var í smíðum, og eins er á byggingarframkvæmdum stöð í Straumsvík. Öryggi verkamanna I Straumsvík I auðvaldsþjóðfélaginu er framleiðsl- an miðuð við það eitt að skapa há-i marksgróða til handa atvinnurekand- anum. Hagsmunir verkamanna eru hins vegar látnir liggja á milli hluta. Þetta kemur greinilega í ljós við Al- verið í Straumsvík. Allir nýráðnir verkamenn þar eru boðaðir á svo- kallaðan öryggisfund, og þeim bent á hætturnar í vinnunni, og þeim sagt að fara varlega, þar sem hætturnar leynast við hvert fótmál. Sérstakur öryggisfulltrúi er ráðinn við fyrir- takið, og á hann að sjá um að örygg- isreglunum sé framfylgt og hefur hann jafnframt vald til að víkja mönn- um úr starfi, ef homun finnst verka- menn ekki fylgja þeim öryggisreglum er fyrirtækið setur. Öryggisfulitrú- inn er aðeins skrautfjöður í hatti at- vinnurekandans og til þess eins að dylja og hylma yfir þær hættur sem fyrir eru, ásamt því að útbúa og skipuleggja vinnuvélapróf, og gefa út skrautprentuð ökuskírteini. Slysasamkeppni Arlega fer fram samkeppni milli hinna ýmsu vinnuhópa og vakta, og hlýtur sá vinnuhópur sem faæt sfysin hefur yfir árið verðlaun. Þetta er gert I þvf skyni að fækka veikindadögum verkamanna, og koma I veg fyrir að sá sem fyrir slysinu verður geti ver- ið frá vinnu þar til hann hefur náð fullum bata, þar sem fjarvera I viss- an fjölda daga leiðir til að viðkomandi vinnuhópur missir réttinn til verð- launanna. Öryggistæki vinnuvélar Vinnutæki þau er verkamenn vinna við daglega eru öll úr sér gengin og stór- hættuleg, þar sem öryggisútbúnaður þeirra er I ólagi eða enginn. A þetta hefur oft verið bent, og menn jafnvel neitað að vinna með tEekjunum. En hver eru viðbrögð atvinnurekandans ? Viðliomandi tæki er tekið frá einum vinnustaðnum og flutt á aiman án við- gerðar á öryggisbúnaði. Kapitalistarnir sjá ekki ástæðu til að kosta upp á öryggistæki vinnuvélanna, þar sem það gæti skert gróða, sem annars rynni I vasa þeirra. FRAMHALD A BAKSlÐU og VSÍ-nefndin skiptust nú á um að tala við samninganefnd verkamann- anna, og voru Eðvarð og Halldór sýnu verri viðureignar. Gékk þetta sitt á hvað fram til kl. 5 um nóttina. Það verður ekki af Eðvarði skafið að hann er duglegur þegar VSl þarf á að halda, enda taldi hann, réttilega, að nýundirritaðir samningar hans við Eimskip væru í hættu. Fordæmi verkamannanna hjá Togaraafgreiðsl- unni gæti reynst hættuleg Eimskipa- kapitalistunum - það skildi Eðvarð og lagði sig því allan fram. Daginn eftir Strax um morguninn var haldinn fund- ur með verkamönnunum - þar var Halldór Björnsson mættur enn - og nú með úrslitakosti af hálfu VSÍ.’ Hann talaði mikið fyrir þvf að samn- ingarnir yrðu samþykktir. Þegar greiða skyldi atkvæði um samningana var hluta verkamannanna neitað um atkvæðaseðla og það vgr ekki fyrr en eftir nokkurt þóf að allir fengu seðla. Samningur sá er Ifalldór las upp var í stórum dráttum svipaður samningnum sem Dagsbrúnarforyst- an gerði við Eimskip. Atkvaiði féllu þannig að 24 samþykktu - 22 voru á móti og einn var auður. En úrslit at- kvæðagreiðslunnar segir ekki alla söguna, því að elvki voru allir verka- mennirnir mættir og það voru atkvæði kranamannanna (8 eða 10 stk.), sem elcki tóku þátt í baráttunni, sem réðu úrslitunum. Niðurstöður Tökum forystuna i eigin hendur Þetta verkfall hefur veitt mikilvæga reynslu; það sýnir fram á að óánEegj- FRAMHALD A BAKSlÐU Viðtal við Sigurð Einarssonverkamann Stéttabaráttan tók eftirfarandi viðtal við Sigurð Einarsson hafnarverka- mann hjá Eimskip: - Hvað fela samningarnir f sér ? Þessir samningar fela í sér aukið vinnuálag á hvern verkamann sem vinnur við út- og uppskipun. Enn- freinur erum við keyrðir í okkar tíma í staðinn fyrir að vera keyrðir f tíma Eimskipafélagsins og í fram- tíðinni verður öll keyrsla í Smida- höfn og út á Granda lögð niður. Kaffitíminn eftir hádegi færist til og verður tuttugu mínútur fyrir fimm f staðinn fyrir hálf fjögur og hann fellur alveg niður, ef ekki verður unnin yfirvinna, en þetta mun vera gert fyrir heildsula og aðra braskara. Ennfremur eru þessir samningar vopn f höndum Eimskipafélagskapftalistana til að faádca mönnum þegar fram í sEekir með aukinni hagræðingu eins og þeir kalla það. Sem sagt þessir samningar eru stórt skref afturábak fyrir hafnarverkamenn. Hvernig starfaði Dagsbrúnarfor- ystan að samningunum ? Starf Dagsbrúnarforystunnar að samningimum var nánast sagt hörmuleg vinnubrögð og mjög ólýð- ræðisleg; þeir plokkuðu upp menn sem þeir sögðu sfðan að væru full- trúar fyrir okkur, en þegar við strækuðum á samningana voru að- eins fulltrúarnir okkar sem ekki fóru upp úr lestunum. - Hvað geta verkamennirnir gert ? Það sem ég tel að verkamennirnir geti gert og eigi að gera, er að kjósa sér forystu, sem verði sam- an sett af verkamönnum við höfn- ina, ekki aðeins frá Eimskip, held- ur og frá Togaraafgreiðslunni og frá Ríkisskip. i>essi forysta á svo að vera fulltrúar frá okkur, sem gæti tekið ákvarðanir um áfram- haldandi baráttu, þvf við vitum nú, að Dagsbrúnarforystan hefur svikið okkur verkamennina og er fulltrúi kapítalistanna en ekki verkamann- anna. Þetta sýnir, að við verðum að taka forystuna f okkar eigin hendur og treysta á eigin krafta. 16% hækkunin reyndist vera kjaraskerðing Samningar Eimskipafélagsins og hafn- arverkamanna, sem gerðir voru með þvingunum og sundrungaraðgerðum Dagsbrúnarforystunnar um daginn, eru nú komnir til framkvæmda. Þrátt fyrir mótspyrnu verkamanna, hefur Eimskipafélagskapitalistunum tekis t að pressa fram kauplækkun, jafnhliða betri nýtingu á vimiukraftinum og minnkuðum skyldum gagnvart verka- mönnunum. 16% hækkunin reynist vera kjaraskerð mgj Eimskipafélagskapitalistarnir lofuðu 16% kauphækkun í samningunum, en svo kemur það á daginn, að kaup- hækkunin er í mesta lagi 11% og fer allt niður f 1%. Orsökin er sú, að hækkunin er reiknuð á grunnlaun og margir verkamannamia hafa þegar gengið í gegnum námskeiðin sem tal- að er um í samningunum en eftir þau áttu menn að fá 8% til viðbótav þeim 8%, sem þeir fengu strax. Ef reikn- að er með 40 þúsund í mánaðarlaun (Dagsbrúnartaxtinn hljóðar upp á 32- 36. 000) verður árshækkunin rúm 50 þúsund, ef um er að ræða 11% hækkun En á móti dregst frá greiðsla sem verkamenn fengu áður fyrir heim- keyrslu, en hún er um 25 þúsund á ári. Að auki er vinnutíminn lengdur (kaffitfmanum eftir hádegi er sleppt ef aðeins er unnin dagvinna) og með fælikun verkamanna í hverju gengi er vinnuálagið aukið stórlega. Ekki þarf heldur að taka það fram, að á tímum slíkrar verðbólgu, sem nú rík- ir, er þessi hækkun ekki upp í vísi- tölubæturnar, sem ílialdsstjórnin tók ®f. Það þarf heldur ekki að búast við því, að Eimskipafélagskapitalistarnir taki það upp hjá sjálfum sér, að bjóða verkamönnum 16% kauphækkun á sama tíma og þeir eru að væla í dag- blöðunum um taprekstur og kreppu. Samningarnir, sem gerðir voru með fullu samþykki og aðstoð Dagsbrúnar- forystunnar voru búnir til með það fyrir augum að lEekka laun verkamanna en reyna að bjarga gróða kapitalist- anna á kostnað verkamannanna. Þjóðviljinn veitir kapitalistunum lið Dagsbrúnarforystan er að mestu sam- ansett úr Alþýðubandalagsmönnum, FRAMHALD A BAKSlÐU EFNAHAGSHRUN YFIRVOFANDI Seinustu mánuði hefur efnahagsástand auðvaldsheimsins farið stórversnandi. Eftirfarandi staðreyndir bera þvf ljós vitni. Þrðun verðbólgunnar Hlkynjuð verðbðlga er fyrsta merkið um alvarlegt og skuggalegt efnahags- ástand. A seinasta Sri hefur verðlag f helstu auðvaldslöndunum stigið meir en dæmi eru um frá lokum sfðustu heimsstyrjaldar. Samkvæmt skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) var smásöluverð fjórum sinnum hærra á árinu 1973 en hlut- fallslegt ársmeðaltal á Sratugnum 1960-70 nam. Astandið var jafnvel enn verra á fyrra helmingi þessa árs. Aukningin var nálega 30% f Japan, um það bil 20% f ítalfu, meira en 16% í Bretlandi og Frakklandi og 12,4% í Bandaríkj ununi. Og verðlagið hækkar enn stöðugt, að því er virðist án nokkurra takmarka. Hækkanir á heildsöluverði undanfarið f Bandarílqunum, sem numið hafa 44,4%, er ákveðin vísbending um frek- ari fjallgöngu smásöluverðsins. Hrun iðnaðarins Annað merki um alvarlega erfiðleika í efnahagslífi auðvaldsrii >.nna er að frá fjðrða ársfjórðungi seinasta árs hefur framleiðsla iðnaðarvara staðn-_ að eða stöðvast. Fyrstu þrjá mánuði þessa árs minnkaði framleiðslan stórkostlega f flestum aðallöndum kapitalismans, f apríl og maf varð smáaukning en stöðnun mánuðina júnf og júlí. Agúst varð síðan tfma- bil mikils samdráttar. I Japan hafði iðnaðarframleiðslan f ágúst sfðast- liðnum lirapað um 6,6% frá hæsta mánaðarmeðaltali 1973. Framleiðslu verðmæti iðnaðar f Bretlandi minnk- aði á fyrra helmingi ársins um 2% miðað við samsvarandi tíma í fyrra. Stöðnun f iðnaðinum og afturför er einnig einkennandi fyrir önnur auð- valdslönd. FRAMHALD A BAKSlÐU

x

Stéttabaráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stéttabaráttan
https://timarit.is/publication/344

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.