Stéttabaráttan - 13.12.1974, Blaðsíða 12

Stéttabaráttan - 13.12.1974, Blaðsíða 12
STÉTTABARÁTTAN 11/12 tbl. 13.12.1974 geysileg lán, og bæði opinberar- sem sinkaskuldir þeirra nema nú himin- háum fjárhæðum. Samkeppnin og leitin að hámarksgróða hefur leitt þá út fyrir öll skynsamleg takmörk f auk- inni fjárfestingu. Frá byrjun þessa árs hafa auðhringar nokkurra auðvaldslanda orðið f ríkari mæli en áður, að taka lán hjá.erlend- um bönkum til að mæta miklum halla á greiðslujöfnuði. Við það hefur á- standið enn versnað, vandamálið þan- ist út og orðið enn óviðráðanlegra. Skipulagsleysið f framleiðslunni og hrun hennar kemur þannig fram á pen- ingamarkaðinum f óreiðu. himinháum skuldum fyrirtækja og gjaldeyris- strfði. Engin gagnráð duga Allt þetta og margt fleira hefur skerpt mðthverfurnar innan auðvaldsskipu- lagsins og gert hina pðlitísku og ié- lagslegu kreppu dýpri. Ráðandi hðpar f auðvaldslöndunum eru bundnir á tveimur vígstöðvum, þegar þeir reyna að hamla gegn kreppunni. Ónnur aðferð þeirra, að hressa upp á framleiðsluna með verðbólguhvetjandi ráðum verður eingöngu til þess að verbðlgunni er algjörlega gefinn laus taumurinn með augljósum afleiðingum. Hin aðferðin, að minnka verðbðlguna með ýmiss konar höftum, leiðir óhjá- kvæmilega af sér dýpkun hinnar efna- hagslegu kreppu. Til að vinna gegn verðbðlguþrðuninni hafa mörg lönd gripið til svokallaðra ' innanlandsáætlana um niðurskurð útgjalda og sparnað. Slíkar takmark- aðar aðgerðir hafa algjörlega misst marks og í mörgum tilvikum jafnvel stuðlað að enn alvarlegri stöðnun og afturkipp. Þar að auki eru fá tæki- færi fyrir auðvaldslöndin að varpa byrðum sínu yfir á önnur lönd, þar sem þau eiga öll í svipuðum erfiðleik- um. f dag reynir hver sem framast getur að minnka innflutning og auka útflutning. Slíkar ráðstafanir hafa enn aukið á óróann og deilurnar f samskiptum auðvaldsríkjanna. Banda- rfska tfmaritið Newsweek segir 8. júlf síðastliðinn, að aðgerðir f þá átt að skera niður innflutning en auka út- flutning hafi í för með sér stórhættu: "Möguleikann á morðóðu verslunar- stríði sem á endanum leiði til efna- hagshruns á heimsmælikvarða." Allsherjarkreppa framundan Af framansögðu má ljóst vera, að það er ekki aðeins áróður kommúnista, að auðvaldsheimurinn rambi nú á barmi allsherjarkreppu, sem komi til með að ná til allra þátta efnahags lífs - ins í öllum kapitalískum löndum. Stað- reyndirnar blasa við okkur og reyni hver að neita þeim, sem treystir sér til. Það eru ekki aðeins fslenskir verka- menn sem reyna versnandi lífskjör í dag, heldur allir arðrændir öreigar. Og stéttarvitund þeirra mun vakna, og er þegar á mörgum stöðum vöknuð þegar kapitalismínn synir sig eins og hann getur verstur og ómannlegastur orðið. Verkamenn, þið hafið vinnu í dag, en munuð þið hafa vinnu á morg- un ? Þið getið haft ofan í ykkur og á með gegndarlausri yfirvinnuþrælkun, en er víst að yfirvinnan verði fyriir hendi á morgun ? Hvarvetna f heimin- FRAMHALD A BLS. 10 Hver er hinn nýji varaforseti ULSA? Mutur FRAMHALD AF FORSÍÐU EFNAHAGSHRIIN... '1 vær af aðaliðnaðargreinum auðvalds- landanna, bifreiða- og byggingaiðnaður eiga f alvarlegum erfiðleikum. Bif- reiðasala á fyrsta ársfjórðungi 1974 er talin vera um 30% minni en á sama tímabili í fyrra. Sökum þessa hafa mörg lönd orðið að draga saman segl- in f bifreiðaframleiðslu. Þannig framleiddi General Motors, stærst bandarískra bflafyrirtækja, að minnsta kosti 38% færri bíla fyrstu sex mánuði þessa árs en áður. Sömu söguna er að segja f byggingaiðnaðinum. Vegna söluerfiðleika eru kapitalistarnir þvingaðir til að minnka mjög magn húsbygginga. Þessi þróun hófst f Bandaríkjunum fyrir rúmu hálfu ári. Þar varð afturförin um 60% frá því á árinu áður. U.S. News and World Report viðurkenndi í septemberhefti sfnu, að bandarískur byggingaiðnaður "væri á leið inn f sfna verstu kreppu allt frá hruninu mikla." Vegna þessa afturkipps hefur hrájárnsframleiðsl- an sömuleiðis minnkað um 1,4% frá fyrra ári. Geysileg aukning atvinnuleysis Fleiri og fleiri fyrirtæki auðvalds- landanna hafa verið þvinguð til að loka undanfarið vegna þrýstingsins frá skýjahlaupi verðbólgunnar og sam- dráttar framleiðsluimar. Tölfræði- legar skýrslur sýna, að 5.180 fyrir- tæki fóru á hausinn f Bandaríkjunum á fyrri helmingi ársins, 6% aukning frá 1973. f Japan eru skráð um 5.500 gjaldþrot frá janúar til júnf þessa árs, 60% aukning frá þvf á fyrra ári. Hvert á fætur öðru hafa mikilvæg fyrirtæki og bankar lokað f Þýskalandi, Bretlandi og fleiri lönd- um. Tölfræðiskrifstofa Vestur-Þýska- lands hefur m.a. lýst 1974 sem "ári gjaldþrotanna." Mistök f viðskiptum og verslun hafa einnig hent nokkur stórfyrirtæki og valdið miklum ótta meðal einokunarauðhringanna. Vegna þessara aðstæðna hafa einokun- arhringirnir sagt upp fjölda verka- fólks, til að reyna að losna við eigin byrðar. Það hefur á örskömmum tfma stór- aukið tölu atvinnulausra f auðvalds- löndunum. Samkvæmt opinberum skýrslum jókst atvinnuleysið f Banda- ríkjunum um 5,8% f september. Gengu þá 5,3 milljónir verkamanna atvinnulausir og hafði þeim fjölgað um 440.000 frá því í ágúst. I Bret- landi var tnla a'.vinr.ulausra 690.000 f ágúst, 15% aukning frá því í júlí og mesta aukning á einum mánuði frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Tala vestur-þýskra atvinnuleysingja hefur stöðugt aukist á árinu. f sept- embervoru þeir um 557.000. Orði á peninga- og gjaldeyrismarkaði Hin stöðuga úrkynjun fjármála- og efnahagslífs heimskapitalismans hefur óhjákvæmilega valdið ðrða á gjaldeyr- is- og peningamarkaðinum. Til að hressa við viðskipti sín og efnahag hafa kapitalistarnir, sérstaklega f stærstu auðvaldslöndunum, stðrbætt við eignir sínar og fyrirtæki, hlaðið upp auðmagni f stærri stíl en áður. Vegna þessa hafa þeir orðið að taka Eftir þau ár sem Nixon og Agnew hafa dvalið í Hvíta húsinu hefur það orðið næstum því sjálfsagður hlutur að hægt sé að múta forsetanum og vara- forsetanum. En varla er hægt að múta nýja varaforsetanum, Nelson Rockefeller þiggur engar mútur, hann veitir þær. Hann er einn af ríkustu mönnum heimsins. Hann og bræður hans reka Rockefeller-heimsveldið, sem inni- heldur m. a. fyrirtæki eins og Stand- ard Oil, með ársgróða uppá 2,2 millj- arði dollara að loknum skattgreiðsl- um, og sem hefur olfuvinnslu í 14 löndum (m. a. Víetnam) og hefur 300 dótturfyrirtæki sem annast sölustörf í flestum löndum heimsins. Auk þess stjórnar Roekefeller mörgum öðrum olíufélögum. Einnig eiga bræðurnir Chase Manhattan Bank, sem er þriðji stærsti banki Bandarfkjanna. Auk þess eiga þ«ir fyrirtæki í vopnaiðnað- inum, flugfélög og kjörbúðahringi, sem ná yfir gjörvalla S-Ameríku. Alls ráða bræðurnir yfir auðæfum sem nema um 900 milljörðum íslenskra krona. Ef gengið hækkar í Wall Street geta bræðurnir grætt meira á nokkrum dögum, en Krupp og Onassis nurla saman á mannsaldri. Forseti til sölu Enginn verður ríkur, enginn verður margmilljóneri með því eingöngu að fást við það sem kallað er fjármál. Og umfram allt, enginn getur haldið og aukið slík auðæfi án þess að fara út í pólitikina. Það er lífsspursmál fyrir kapitalista allra landa án undan- tekningar að stjðrna ríkisstjórnunum og embættismönnum. John D. Rocke- feller kom fljótt auga á þetta. Þannig keypti hann sér sinn eigin forseta ár- ið 1896. Eftir dýrustu kosningabar- áttu fram að þeim tíma í sögu Banda- ríkjanna varð William McKinley for- seti fyrir peninga Standard Oil. Þeir peningar borguðu sig fljótt til baka gegnum samning við stjórnina og rík- ið, um að þjóna hagsmunum Standard Oil með þvingunaraðgerðum í garð landa S-Ameríku. Nelson Rockefeller hefur sérhæft sig í því að þjóna hagsmunum fyrirtækja simia í gegnum stjórnmálaafskipti. Ilann hefur tryggt tengslin við ríkis- stjórnir og þing og mútað stjórnmála- mönnum. Hann hefur náð góðum ár- angri. Þrir utanríkisráðherrar eftir- stríðsáranna hafa komið beint úr sér- fræðingahópi Nelsons. Utanrikisráðherrar Rockefellers Ifyrsti slíkur var John Foster Dulles. Þegar hann varð utanríkisráðherra Eisenhowers árið 1953 óskaði Nelson honum til hamingju með svohljððandi orðum: "Að þér séuð orðnir utan- ríkisráðherra er mér álíka fagnaðar- efni og að Eisenhower er orðinn for- seti". Raunverulega var Nelson Rockefeller að ðska sjálfum sér til hamingju. Dulles hafði fyrst verið lögfræðingur Rockefellers, síðan stjórnarmeðlimur Standard Oil, og þar á eftir yfirmaður utanrikismála og formaður í Rockefellerstofnuninni. Eftirmaður Dulles í Rockefellerstofn- uninni var Dean Rusk. Hann sagði upp störfum þar til að taka við störf- um utanríkisráðherra, fyrst hjá Kennedy, síðan hjá Johnson. Það var í tíð Dean Rusk sem Bandaríkin hófu hernaðaríhlutun sína í Víetnam. Sá maður sem öðrum fremur orsak- aði þá þróun heitir Henry Kissinger, prófessor við Harvard. Hann gaf árið 1957 út bókina "Kjarnorkuvopn og utanríkispólitík." Þar setti hann fram kenninguna um "staðbundið strið. " Staðbundið strfð þýddi minni áhættu, en meiri slægvisku í barátt- unni gegn Sovétríkjunum og "heims- kommúnismanum." Víetnam, Domin- ikanska lýðveidið og Miðausturlönd, eru allt dæmi urn staðbundið stríð. Ef Kissinger hefði bara verið venju- legur Harvard-prófessor hefðu hug- myndir hans sennilega ekki haft neina þýðingu fyrir þróunina. En útgefend- ur bókar hans var Council of Foreign Relations (Utanríkismálaráðið), CFR. f þessu ráði sátu, fyrir utan Kissing- er, menn eins og James McCloy bankastjóri Chase Manhattan Bank, David Rockefeller og bróðir Dulles utanríkisráðherra, Alen W. Dulles. Ráðið sem var stofnað 1953 var al- gjör einkastofnun leiðandi fjármála- hringa, með Rockefellerhópinn f far- arbroddi. Hlutverk þess var að hafa áhrif á stefnu stjórnarinnar. 1956-58 var Kissinger auk þess for- stjóri f Rockefellerstofnuninni, og var eftir 1960 einn nánasti samstarfs- maður Rockefellers. Þegar Nixon varð forseti 1968 sendi Rockefeller Kissinger f Hvfta húsið._____________ CIA og Rockefeller Einn meðlimur utanríkismálaráðsins var, eins og fyrr segir, Alen W. Dull- es. Sem stjórnandi CIA á árunum 1953-61 haföi hann alla möguleika á að færa út línu Rockefellers í heims- pólitíkinni. Lítum á nokkur afrek CIA meðan Dulles stjórnaði. 1953 var forsætisráðherra Eran, Mossadeq, steypt af stóli eftir að hann hafði þjóðnýtt olíuiðnað landsins. Olían komst aftur í hendur heims- aldasinnanna. 1955 og næstu ár á eftir: CIA setur Diem sem einræðisherra í S-Vfetnam og byggir upp lögreglu- og herstjórn- arkerfi landsins. Tryggðir eru hags- munir Standard Oil varðandi olfu- vinnslu á víetnömsku landssvæði. 1961 er forseti hins ný sjálfstæða Kongó, Patriee Lumumba, myrtur af útsendurum CIA, til að reyna að koma í veg fyrir að eigur bandarísku einokunarauðhringanna séu þjóðnýttar. En Rockefeller hefur ekki latið við það sitja að hafa áhrif í gegnum leppa sína. Þegar það hefur verið nauðsyn- legt hefur hann sjálfur gripið inn f. Frá og með 1940 var hann ráðgjafi Roosevelts f málefnum latnesku Amer- íku, í forsetatíð Trumans var hann sérfræðilegur ráðunautur f málefnum vanþróuðu landanna. Þessar stöður hafa gefið honum möguleika á að styrkja veldi sitt í S-Ameriku. Hann á í dag kjörbúðakeðju, sem nær um öll lönd latnesku Ameríku, og auk þess á hann jarðeignir þar og olfu- lindir. Rockefeller er f dag hataðasta nafn í allri S-Ameríku. Meðal verka- manna, bænda, smáborgara og þjóð- legra borgara er nafn hans tengt blöði, ofbeldi, afturhaldi, hernaðareinræði og þjóðlegri niðurltegingu. Þetta er maðurinn sem nú tekur sæti í Hvfta húsinu. Miskunnarlaus morð- ingi. Maður, sem hefur fórnað lífi þúsunda manna um heim allan til að auka efnahagslegt og pólitískt veldi Rockefellersfjölskyldunnar, og held- ur f dag tugum þúsunda verkamanna og bænda undir kúgunarhæl sínum. Dæmigerður heimsvaldasinni. Dæmi- gerður varaforseti Bandarfkjanna. Það er hann sem jafnt Morgunblaðið og Þjóðviljinn kalla "frjálslyndan stjórnmálamann." -/(>1 16%. FRAMHALD AF FORSfÐU t.d. er Eðvarð Sig. þingmaður AB, Guðmundur J. er varaborgarfulltrúi fyrir AB. Þess vegna stendur lika Alþýðubandalagsforystan að baki Dagsbrúnarforystunni og við hlið kapitalistanna, þegar laun verka- mannanna eru lækkuð og vinnuaðstaða þeirra skert á höfninni. Þjóðviljinn hafði viðtal við verkamann af höfn- inni þegar baráttan gegn samningun- um stóð sem hæst og var hann á móti þeim eins og langflestir verka- menn þar eru. Sama dag kom Eð- varð Sig. stormandi upp á ritstjórn Þjóðviljans og spurði hvort verið væri að reyna að grafa undan fylgi hans í Dagsbrún og heimtaði að nýtt viðtal yrði tekið, þar sem sjónar- mið Dagsbrúnarforystunnar kæmu fram. Daginn eftir var svo birt við- tal við Pétur nokkurn, sem hefur þann starfa að skrifa niður vinnutfma verkamannanna og er hann sjálfur ekki lengur verkamaður heldur þjón- ustumaður Eimskips. Að sjálfsögðu var hann fylgjandi samningunum og taldi þá góða. Það er einkennandi að Þjóðviljinn skyldi ekki hafa talað við lestarverkamenn, þvf ákvæðin í samningunum (fækkun í gengjum, leyfi verkstjóra til að færa verkamenn úr gengjum í önnur störf o.s.frv.) bitn- aði fyrst og fremst á þeim sem vinna í lest. Líklega hafa þeir ekki fundið nokkurn maim í lest, sem vildi hrósa samningunum sem flokksbræð- ur Þjóðviljamanna í Dagsbrúnarfor- FRAMHALD AF FORSIÐU VERKFALL... an meðal verkalýðsins með kjaraskerð' ingarnar að undanförnu er mikil - og að hlutar verkalýðsins eru tilbúnir að taka málin í eigin hendur og hunsa þá foringja í verkalýðsfélögunum, sem hafa tekið sér stöðu þeim megin víg- línunnar sem auðvaldið stendur. Gangur þessa verkfalls sýndi, á sama hátt og það sýndi sig í barátlunni gegn Eimskipasamningunum, að það eru sundrungar- og undirróðurstilraunir Dagsbrúnarforystunnar, sem er hættu- legasti óvinurinn. Það að verkamenn skyldu kasta Halldóri Björnssyni út og neita að hafa fulltrúa Dagsbrúnar- forystunnar á fyrsta fundinum sýnir, að það verður alltaf fleiri og fleiri verkamönnum ljóst, hverra erinda Eðvarð og Co. ganga. Veikleikar þessa verkfalls voru: und- irbúningurinn var ekki nægur, t.d. var ekki haft samband við fragtskipa- mennina fyrr en daginn fyrir verk- fallið - þótt kröfurnar hefðu verið settar fram töluvert áður. Margir verkamannanna voru ekki þátttakendur í baráttunni - sumir mættu jafnvel ekki á fundina þar sem málin voru ráðin. Það að samninganefnd skyldi vcra kosin meðal verkamannanna sjálfra verður að teljast eitt það já- ystunni höfðu komið f gegn fyrir Eim- skipafélagskapitalistana; Alþýðu- bandalagið hefur sýnt sitt rétta eðli, sem borgaralegur verkalýðsflokkur, með því að styðja kapitalistana í launalækkunarherferð þeirra. Verkamenn; Varist sundrungarstarf- semi AB-forystunnar og verkalýðs- félagaforystunnar! Fylkið ykkur um KommúnistasamtökinJ 3 kvæðasta við baráttuna - en það er einnig ljóst að í nefndina voru kosnir bæði þeir hörðustu og einnig menn, sem ekki voru nægilega harðir. Enn- fremur verður það að teljast veikleiki að umboð nefndarinnar var ekki nægi- lega skýrt, hún fór á fund VSl um kvöldið og einangraðist að vissu marki frá verkamönnunum. Enn einn veikleikinn, og hann á ekki síður við um aðra baráttu, sem hefur átt sér stað að undanförnu við Reykja- víkurhöfn, er sá, að ekkert samráð var haft við aðra verkamannahópa - t.d. hjá Eimskip, Ríkisskip o. fl. Sam- fylking verkamannanna við höfnina verður sífellt augljósari nauðsyn - að- eins skipulagning verkamannanna sjálfra getur komið í gegn þeirra eig- ing kröfum og varist áhlaupum "for- ingjanna" í stjórn Dagsbrúnar. Félagar verkamenn.' Það er þó ekki nóg að gera sér grein fyrir því að Dagsbrúnarforystan hefur svikið okk- ur, eða að baráttan er ekki gegn ein- staka atvinnurekanda. Verkfallið hjá Togaraafgreiðslunni mætti ekki eingöngu einum atvinnurekanda, held- ur öllu VSl sem er fulltrúi gjörvallr- ar íslensku borgarastéttarinnar. Það sýndi sig að auðvaldið sneri bökum saman gegn verkamönnunum og að Dagsbrúnarforystan tók pólitíska af- stöðu með auðvaldinu. Við eigum ekki í höggi við einstaka kapitalista, heldur gjörvalla borgara- stéttina og ríkisvald hennar. Kjara- baráttan mun aldrei færa okkur sig- urinn - til að sigra verðum við að skipuleggja okkur pólitískt. Félagar verkamenni Takið þátt f starfinu fyrir uppbyggingu kommún- ísks flokks - fylkið ykkur um KSML. -/hh _______ Að þessu sinni er blaðið 12 sfður. Ritstjórn ákvað að gefa 11. og 12. tbl. saman til þess að hafa nægan sölutíma fyrir þetta eintak, þ. e. að blaðið sé í sölu í fullan mánuð. Verð blaðsins er ðbreytt - en ætlun samtakanna er sú að auka söluna það mikið að hún nái að greiða kostnaðinn við þetta blað, sem skiljanlega er töluvert hærri en þegar færri síður eru. Venjuleg áskrift: kr. 400,oo. Stuðningsáskrift: kr. 600, oo. Baráttuáskrift: kr. 800, oo. Frá RVK-deildarstj. KSML. Því miður verður ekki unnt að sýna Mððurina á næstunni. Hún hefur ekki fengist, en verður aug- lýst síðar. FRAMHALD AF FORSÍÐU VINNUSLYS... Verkstjörar fyrirtækisins stefna verka mönnum f lífshættu, með því að senda þá niður í kjallara til að stöðva ker- leka, án alls öryggisútbúnaðar. A öll- um sviðum eru framleiðslutækin og hámarksgróðinn látinn sitja í fyrir- rúmi. Öryggisfundir Haldnir eru tíðir fundir með verka- mönnum og þeim kennt að fara með hinar ólíku tegundir slökkvitækja, til að hægt sé að slökkva í vinnuvélum og bjarga þannig verðmætum fyrirtækis- ins frá tjðni. Slökkvilið fyrirtækis- ins er velþjálfað og viðurkennt, en öðru máli gegnir um slysavarnir, þar sem hver króna er skorin við nögl. Sem dæmi má nefna að sjúkrabíl- stjórar fslenska Alfélagsins hafa fengið 3 tíma námskeið í meðferð sjúkra á fimm ára tímabili. Kunnátta þeirra kom greinilega í ljós, er slys varð f kerjaskála og sjúkrabíll var sóttur, en illa gekk að handleika grip- inn, þar sem vankunnátta og æfingar- leysi einkenndi öll þeirra störf. Augljóst dæmi Við áltöku í kerjaskála hefur oft bor- ið á því að í deiglum þeim sem not- aðar eru við að ná álinu upp úr kerj- unum hafa myndast sprengingar, sem geta haft hinar hryllilegustu af- leiðingar í för með sér. Við nánari athugun hefur komið í Ijós að orsakir [sprenginganna er raki sem myndast í ■deiglunum er þær standa ónotaðar, ásamt því sem raki í loftinu er önnur aðalorsök. Auðvelt er að koma í veg fyrir þessa slysahættu með því að hita upp deiglurnar fyrir notkun. Að sjálfsögðu er þetta kostnaðarsamt, og þess vegna hefur atvinnurekandan- um þótt heppilegra að segja mönnum að passa sig og fara varlega í stað þess útiloka slysahættuna með því að hita deiglurnar. Það er sama hvert er litið, hámarksgróðinn situr alls staðar í fyrirrúmi og hagsmunir fyr- irtækisins eru metnir meira en mannslífin. Afnemum auðvaldsskipulagið Félagar verkamenn f Straumsvfk; Markmið okkar getur ekki verið dæg- urbaráttan. Krónutöluhækkun er lít- ils virði þegar atvinnurekendur og ríkisvaldið leggjast á eitt með að velta vaxandi kreppur á herðar okk- ar, með hækkandi vöruverði, vísitölu- bindingu og ýmis konar skattatilfærsl- um. Baráttan stendur um framleiðslu- tækin og þau verðmæti sem með þeim eru sköpuð. A meðan verka- maðurinn er Iaunaþræll auðvaldsins og til þess eins að skapa þann há- marksgróða, sem í vasa kapitalist- anna rennur, er ekki að vænta þess að hagsmunir okkar séu virtir. Þess vegna hlýtur höfuðmarkmið okkar að vera að vinna framleiðslutækin úr höndum kapitalistanna og skipuleggja framleiðsluna eftir þörfum heildar- innar. Eina leið okkar er að skipu- leggja okkur til baráttu fyrir því þjóð- skipulagi er metur hagsmuni fjöldans fram yfir tfmabundinn hámarksgróða auðvaldsins. VerkamennJ Gerum okkur meðvitaða um stöðu okkar í þjóðfélaginu, skipu- leggjum okkur á grundvelli marxism- ans-lenfnismans og veltum af okkur oki launaþrældóms auðvaldsins! ______-/Straumsvfkursella KSML

x

Stéttabaráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stéttabaráttan
https://timarit.is/publication/344

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.