Stéttabaráttan - 13.12.1974, Blaðsíða 3

Stéttabaráttan - 13.12.1974, Blaðsíða 3
STÉTTABARÁTTAN 11/12 tbl. 13.12.1974 3 Ritdómur Af hjúpun á verka iýðsaðlinum Hljott hefur verið um bokina Nutima- kviksetning í fjölmiðlum. Gagnrýn- endur borgarablaðanna hafa ekki talið þörf á því að vekja athygli á þessari bók. Slíkt ber ekki að undrast. Nú- tímakviksetning er engin þvæluleg skáldvella, slitin úr samhengi við líf og starf, heldur persónuleg frásögn verkamanns, sem fjallar um og bend- ir á þann svívirðilega órétt sem smælingjum er búinn af forréttinda- hópum í þessu þjóðfélagi. Það sannast áþreifanlega í þessari bók, að veruleikinn er oft biturri og grimmari heldur en hugmyndaheimur skáldanna. Það má margt læra af sögu Jóns Þorleifssonar, því eins og hann segir sjálfur, þá er hann "svo illa gerður og ómannlegur að sjá og hugsa, og vera svo heimskur og fá- vís að vita ekki að það var dauða- glæpur hjá alþýðumanni." Og hann sá ekki aðeins og hugsaði, heldur festi hann reynslu sína á blað. Hið rfka velferðarþjóðfélag borgar- anna fær slæma útreið í meðferð J. Þ. Lýsing hans á þrælslegri tvö- feldni og hrottaskap verkalýðsaðals- ins er afhjúpandi um þá staðreynd, að skriffinnarnir f verkalýðsfélögun- um þjóna ekki lengur hagsmunum hins venjulega verkamanns. "Þeir vilja hafa vinnuþrælana í hæfilegri fjarlægð frá sér, þvf að þeir eru sjálfir komnir hærra í þjóðfélagsstiganum og vilja samt komast enn hærra og gildir þá einu þó að hann verði óhreinni við hvert spor sem þeir stíga, áfram skal haldið og hátt skal stefna því að stigamennskan er fyrir öllu... " Mútur, embætti og lífsþægindi hafa gert þá að vesölum svikurum, fals- vinum sem í hverri raun vega aftan að verkafólkinu, umbjóðendum þeirra. Hér er ekki rúm til að endursegja frásögn Jóns Þorleifssonar, hollast er hverjum að lesa hana sjálfur. Það er ekki ætíð nóg að nema fræði- kenningu úr bókum til að kynnast lífi verkamanna og því órétti sem þeir eru beittir. Frásagnir úr daglega lffinu eru oft áhrifarlkastar. Það eitt að JÞ skuli kveðja sér hljóðs á þennan hátt er aðdáunarvert, því ekki mun hann verða vinsælli meðal valdamanna eftir útkomu þessarar bókar, frekar en hingað til. "... því hvað getur einn á móti mörg- um stórum og sterkum, þar sem Gagnrýni Okkur þykir nauðsynlegt að koma á framfæri þeirri gagnrýni á Stéttabar- áttuna, að meira rými ætti að nota til að höfða til þeirra sem ekki eru meðvitaðir kommúnistar. Margir kaupendur hafa. kvartað yfir hversu erfitt væri að lesa Stb. því hún væri skrifuð á of fræðilegan hátt. Einnig er of lítið af krufningu á ástandinu innanlands t.d. væri mjög gott til á- róðurs að taka meira upp þann raun- veruleika um versnandi lífskjör, verðhækkanir og kauplaakkun, sem blasa við verkafólki nú. I Stb. eru mjög góðar greinar um ástandið f heiminum og um fræðimál, en þess- ar greinar höfða aðallega til þeirra sem eru "inní" hinni pólitísku þróun. En áróður kommúnista verður þó ekki síður að höfða til jjeirra sem enn hafa ekki skilning a ástandinu og nauðsyn öreigabyltingarinnar. Aróður okkar nú með tilliti til höfuð- verkefnis KSML hlýtur að byggjast upp þannig: 1) að sýna fram á að nauðsynlegt er að gera byltingu, 2) nauðsyn þess að kommúnfskur flokk- ur leiði byltinguna, 3) nauðsyn^þess að stofna kommúnískan flokk her, 4) grundvallarskilyrði þess að komm- únískur flokkur geti risið undir nafni og leitt öreigana f baráttu þeirra, er að hann hafi vald á hinni marxfsku-lenínísku fræðikenningu, 5) því hlýtur námsstarfið að sitja í fyrirrúmi í starfi kommúnista. Stuðningsdeild KSML, Neskaupsstað. m" ^e'rssoH Htnim- Kxnsm valdið er stærðin og auðurinn, aflið og rétturinn alltaf þess ríka og stóra, hér í þessu samfélagi mann- fyrirlitningar og peningadýrkunar þar sem æðsta boðorðið er heiðraðu skálkinn svo að hann skaði þig ekki." Kostir Nútfmakviksetningar felast fyrst og fremst í hinni raunsæju frá- sögn og lýsingu á samskiptum höfund- ar við verkalýðsforystuna og ýmsa forystusauði hentistefnunnar í íslensk- um stjórnmálum. Sú lýsing leiðir með ágætum í ljós, hvernig skrif- finnskuvald verkalýðsfélaganna er löngu orðið fráhverft og framandi verkalýðnum. Forystuliðið hikar ekki við, í krafti valds síns og aðstöðu, að troða á hagsmunum verkafólksins, beita ofsóknum og jafnvel kerfisbund - inni atvinnukúgun eins og dæmið með Jón Þorleifsson sýnir. Og verka- menn sem telja að þeir geti fengið einhverja aðstoð hjá þessum "forystu- mönnum verkalýðsins" verða að þreyta gönguna löngu milli Pílatusar og Heródesar. Þann verkamann, sem hefur það mikinn manndóm í sér, að rísa upp til mótmæla, er reynt að kveða niður með öllum ráðum. Sjáum reynsu JÞ: "A þessu tímabili minntist ég á þessi mál við Eðvarð Sigurðsson, formann Dagsbrúnar, og svaraði hann þvf að ég væri brjálaður og endurtók hann það sfðar á aðalfundi Dagsbrúnar 1973 þegar ég skoraði á hann að þvo hendur sínar í þessu Framhald á bls. 9 Svar: Þessi gagnrýni á Stéttabaráttuna er vissulega réttmæt. En ef litið er á Stéttabaráttuna frá upphafi, sjáum við, að þróunin er mjög jákvæð í þá átt að blaðið verði að raunveru- legu málgagni verkalýðsstéttarinnar. Takmörk blaðsins að þessu leyti felast í ástandi hinnar kommúnísku hreyfingar á fslandi. KSML hafa frá stofnun sinni verið að vinna að því að festa marxismann-lenínism- ann í sessi á íslandi, og eðlilega hefur blaðið borið þess merki. Sök- um smæðar samtakanna hefur til- tölulega lftið starf verið unnið út á við, og það er ekki fyrr en í dag sem KSML komast með "báða fæt- urna" út í hina daglegu baráttu verkalýðsins, samfara auknum fjölda verkamanna í röðum okkar, og samfara auknu trausti verka- manna á KSML. Við höfum frá upp- hafi hvatt verkamenn til að skrifa í blaðið, en ein af forsendum þess að blaðið verði að raunverulegu mál- gagni verkalýðsstéttarinnar er að það flytji fréttir af vinnustöðunum og daglegri baráttu verkalýðsins, I dag sjáum við, að Stéttabaráttan hefur að geyma greinar sem skrif- aðar eru af verkamönnum í Straums- vík, verkamönnum við höfnina, og auk þess hafa menn sett sig f sam- band við KSML til að koma á fram- færi gagnrýni og athugasemdum. Þessi þróun er forsenda þess að Stéttabaráttan staðni ekki og tak- markist við þröngan lesendahóp "áhugamanna um róttæk málefni", og þeirra sem eru "inní hinn pólit- ísku þróun. " Við þökkum gagnrýni félaganna á Neskaupsstað, og hvetj- um leið lesendur til að senda gagn- rýni á blaðið, greinar, ábendingar og tillögur um efni. -/Ritstj. Hverjum þjónar vinnulöggjöfin? "Þar eð ríkið er sprottið upp af þörf á að halda stéttaandstæðunum f skefj- um, en þar sem það jafnframt er til orðið mitt í árekstri þessara stétta, er það venjulega ríki hinnar voldugustu, efnalega ríkjandi stéttar, sem með tilstyrk þess verður einnig pólitískt ríkjandi stétt, og aflar sér þann- ig nýrra tækja til að arðræna kúguðu stéttina og halda henni f áþján..." (Engels) Allt frá þeirri tfð er verkalýðurinn hérlendis tók að skipuleggja sig í fagfé- lög hefur borgarastéttin notað ríkisvald sitt gegn skipulagi og baráttu verka- lýðsstéttarinnar. Ymsar aðferðir hafa verið notaðar, en fyrst og fremst hefur borgarastéttin reynt að koma á vinnulöggjöf sem framfylgir arðráns- hagsmunum hennar sem best. Stéttareðli ríkisvaldsins, að Jjað er tæki ríkj- andi stéttar, hefur einmitt komið mjög skýrt í ljós þegar þvi hefur verið beitt til þess að skerða réttindi hins vinnandi lýðs til að bæta kaup sitt og kjör. Dæmi um þetta er gerðardómslögin (m. a. 1942) og beiting lögreglu og varðskipsmanna gegn verkföllum. Vinnulöggjöf er enn eitt dæmi um stéttareðli ríkisvaldsins - og afstaða svokallaðra sósíalista til vinnulöggjaf- ar borgarastéttarinnar mælir ekki gegn þessu - heldur sýnir hún aðeins fram á að viðkomandi eru falssósíalistar. Þróun vinnulöggjafarinnar á fslandi, sem og í öðrum auðvaldslöndum, end- urspeglar stéttabaráttuna - sókn og undanhald stéttanna. Þróun vimiulöggjafarinnar Við fyrstu spor verkalýðsins til að skipuleggja sig í samtök gegn borgara- stéttinni - samtök sem miðuðust fyrst og fremst við það að bæta kaup og kjör verkalýðsins - þá stóð hatrömm barátta gegn auðvaldsherrunum fyrir tilverurétti þeirra verkalýðsfélaga. Eftir þvf sem stéttarþroski verkalýðs- stéttarinnar óx, þess styrkari urðu samtök hennar og að lokum eftir harða baráttu, unnu þau sér viðurkenningu sem samningsaðili fyrir meðlimi sína um kaup og kjör. Það var ekki leng- ur gerlegt fyrir borgarastéttina að hindra tilurð félaganna í borgaralegu lýðræðisrikjunum. Vinnulöggjöf sem ríkisvald borgarastéttarinnar semur og setur á hér upphaf sitt - nú grípur borgarastéttin til lagasetningar sem miðar að því að framfylgja hagsmun- um sínum í "lýðræðislegum" anda, íslensk vinnulöggjöf á sér þannig ræt- ur aftur til þess tíma er samtök verkafólks hafa sigrast á andstöðu auðvaldsins gegn stofnun þeirra. ASf var stofnað 1916, níu árum seinna, 1925, voru fyrstu lög um vinnudeilur sett á Alþingi. En árin áður höfðu oft komið fram frumvörp á Alþingi sem miðuðu að þvf að ríkisvaldið tæki málin í sfnar hendur og setti lög um samvinnu stéttanna. Tilgangur lag- anna 1925 var sá að hindra að verk- föll "hefðu áhrif á afkomu atvinnuveg- anna." Aukinn styrkur verkalýðssamtakanna kallaði á fullkomnari löggjöf af hálfu auðvaldsins. Lögin frá 1925 komu á fót embætti sáttasemjara sem hafði það hlutverk helst að hindra að það kæmi til verkfalla, en um sjálfa bar- áttu verkalýðssamtakanna og samtaka kapitalistanna voru engin lög. Aukin róttækni og pólitískur styrkur framvarðarsveitar verkalýðsins gerði það að verkum að ekki var ráðist í að breyta lögunum frá 1925 þótt for- dæmi borgarastéttanna á hinum Norð- urlöndunum - en þar voru í gildi lög sem voru allmiklu víðtækari en þau íslensku - og tillöguflutningur á Al- þingi kæmu til. 1938 voru sett lög á Alþingi, að mestu sniðin eftir samsvarandi lögum hinna Norðurlandanna. Þessi lög, sem eru enn í gildi að mestu óbreytt, voru miklu víðtækari en fyrri löggjöf frá 1925. Þau skiptast í 4 meginhluta; 1) um réttindi stéttarfélaga og afstöðu þeirra til atvinnurekenda, 2) um verkföll og verkbönn, 3) um sáttatil- raunir í vinnudeilum, 4) um Félags- dóm. Með þessum lögum aukast til mikilla muna afskipti ríkisvalds borg- arastéttarinnar af kjarabaráttu verka- lýðsins. Þessi nýju lög banna pólit- ísk verkföll sem beinast gegn laga- setningu borgaranna og stuðnings- verkföll til styrktar baráttu sem er háð utan ramma þessara laga. Enn- fremur var settur á stofn Félagsdóm- ur sem skyldi dæma um ágreining út af vinnulöggjöfinni. Verkföll sem snerust um atriði sem falla undir Félagsdóm eru bönnuð f lögunum. Með þessuin lögum hefur borgarastétt- in viðurkennt lagalegan rétt verka- lýðsfélaga sem umbjóðanda meðlima sinna - en jafnframt bundið viðurkenn- inguna við kjaramál eingöngu og seilst í skipulagsmál verkalýðshreyfingar- innar. Lögin kveða m. a. á um þátt- tökufjölda í kosningum innan verka- lýðsfélaganna þegar kosið er um vinnustöðvun. Baráttan gegn vinnulöggjöfinni Kommúnistaflokkur íslands hafði skýra afstöðu gagnvart afskiptum rík- isvaldsins af kjaradeilum. í ávarpi til íslenskrar alþýðu frá stofnþingi KFÍ 1930 segir: "Kommúnistaflokkurinn berst gegn því, að ríki auðvaldsins hlutist nokk- uð til um launabaráttu verkalýðsins, í hvaða mynd sem þau afskipti birt- ast (sáttasemjarar, gerðardómstól- ar, lögregluvald). Flokkurinn er andvígur allri samvinnu milli hinna fjandsamlegu stétta." (Hvað vill KFÍ, bls. 42) Baráttan gegn vinnulöggjöf borgara- stéttarinnar hlaut ef árangur hefði átt að nást, að byggjast á þeim grund- velli sem KFf byggði upphaflega á: afneitun allrar samvinnu milli hinna fjandsamlegu stétta. Eins og Engels bendir á er ríkið sprottið upp úr þeirri þörf að halda stéttaandstæðun- um í skefjum og jafnfram að ríkjandi stétt ræður ríkisvaldinu, og lögin þannig lög borgarastéttarinnar í auð- valdsþjóðfélaginu. Hægrihentistefn- an sem varð ofaná í baráttunni innan KFl yfirgaf þessi sannindi marxism- ans og yfirgaf grundvöll stéttabarátt- unnar og tók upp merki stéttasamvinn- unnar. Eins og málum er nú komið f íslenskri verkalýðshreyfingu þá er stéttasam- vinnan ríkjandi - barátta gegn afskipt- um ríkisvaldsins af kjarabaráttunni er þar af leiðandi ekki fyrir hendi, enda voru ráðherrar Alþýðubandalags- ins fremstir f flokki af hálfu ríkis- valdsias í síðustu kjarasamningum. I stað herskárra verkamanna sitja nú mútuþægir skriffinnar í forystu verkalýðssamtakanna, skriffinnar sem á ótal vegu eru tengdir borgarastétt- inni - bæði efnahagslega og hugmynda- fræðilega. Sökum þessara, tengsla er barátta af hálfu verkalýðsforystunn- ar gegn ríkisafskiptum og breytingum á vinnulöggjöfinni engin - enda eru það hagsmunir uppkeyptu foringjanna að barátta verkalýðsins sé sem veiga- minnst. fþvf sambandi má benda á þær aðgerðir sem þeir hafa í frammi til að skerða lýðræði og virkni innan verkalýðsfélaganna. Afstaða Eðvarðs Sigurðssonar formanns Dagsbrúnar gagnvart lögum borgarastéttarinnar kom vel í ljós á dögunum þegar hann hótaði hafnarverkamönnum f Reykja- vik, sem ekki vildu sætta sig við samningana við Eimskip, með því að þeim yrði stefnt fyrir Félagsdóm ef þeir viðurkenndu ekki samningana. Eðvarð var ekki að vara verkamenn- ina við lögunum til þess að þeir gætu lagt upp baráttuaðferðir út frá ástand- inu - nei, hann gerði það í þeim til- gangi að fá þá til að beygja sig undir samningana. Vinnulöggjöfin getur þannig verið vopn í höndum uppkeyptr- ar forystu verkalýðsfélaganna. Hver eru næstu skref borgarastéttar- innar? Endurskoðun vinnulöggjafarinnar er nú á dagskrá hjá borgarastéttinni. "Markmið slíkrar endurskoðunar og endurmats væri að auðvelda lausn vinnudeilna og stytta þann tíma, sem verkföll standa, með nýjum og áhrifa- meiri samningsháttum. " (Gunnar G. Schram í Mbl. 17.7. "70). Eða með öðrum orðum að ganga til samninga við uppkeyptu Verkalýðsfélagaforyst- una um það að ræna verkalýðinn verk- fallsvopninu að mestu. Tillögur Gunnars G. Schram, sem að mestu eru samhljóma þeim tillögum sem Vinnuveitendasambandið hefur lýst sig sammála, eru umhultar fögrum orð- um um að það "verður að hafa það meginsjónarmið (...) að sníða agnú- ana af núverandi kerfi (__) án þess að skerða grundvallarréttindi aðila vinnumarkaðarins, svo sem samn- ingsfrelsi, verkfallsréttinn... En innihald tillagnanna taka af allan vafa um það að tilgangurinn er sá að koma hagstæðari (séð frá sjónarhóli kapitalistanna) skipan á vinnudeilur, að festa verkalýðsfélögin enn fastar á lagakróka borgarastéttarinnar. Sem dæmi um þetta eru eftirfarandi til- lögur G. G. Schram: Sáttasemjari fái vald til að fresta vinnustöðvun. Oheimil séu verkföll þeirra sem vinna við gæslu framleiðslutECkja og verðmæta. Vinnustöðvun verði tilkynnt með 30 daga fyrirvara. Þessi þrjú atriði nægja ein sér til að draga aflið úr verkfallsvopninu í hönd- um verkalýðsins. í fyrsta lagi gerir 30 daga frestur auðvaldinu kleift að undirbúa sig vel undir verkfallið og minnka þannig þunga þess verulega. I öðru lagi minnkar styrkur verkfalls- ins enn frekar við það að verðmæti auðvaldsins eru aldrei í hættu ef þeirra skal gætt af verkafólki sem hef- ur verið svipt verkafallsréttinum. Og í þriðja lagi getur sáttasemjari hjálpað enn frekar upp á sakirnar hjá auðvaldinu með því að gefa því enn betri frest til að undirbúa verkfallið. Verkalýðsforystan, sem hefur það sem markmið að "tryggja afkomu at- vinnuveganna", er ekki líkleg til að veita þessum tillögum andstöðu - þvf þeir hafa unnið þau helstu afrek f und- anförnum verkföllum að berjast fyrir hverri undanþágunni af annarri fyrir fyrirtæki auðlierranna og minnka þannig afl verkfallanna, draga þau á langinn og þreyta verkalýðinn. A Alþingi (1973) flutti Vilhjálmur Hjálmarsson ásamt Halldóri Kristjáns- syni þingsályktunartillögu sem fjall- aði um undirbúning nýrrar löggjafar um stéttarfélög, vinnudeilur og kjara- samninga. I greinargcrð þingmann- anna er talað um að smáhopar verka- manna geti eins og nú er ástatt farið eigin leiðir - "stundum hafa smáhóp- ar brotist þannig út úr hinu almenna kerfi," - tilgangur Vilhjálms og Hall- dórs er sá að styrkja kerfið þannig að baráttuharðir verkamenn geti ekki skapað öðrum fordæmi með einarðri afstöðu gagnvart vinnubrögðum ASf- forystunnar. Eða með orðum þing- mannanna: "En það koma alltaf aðrir á eftir, sem telja sig geta gert rök- réttan samanburð við þá, sem á und- an fóru." Hugmynd flutningsmannanna er m.a. sú, að verkalýðsfélögin komi sér saman um ákveðið launahlutfall inn- byrðis - "Starfsfólkið á þjóðarheimil- inu kæmi sér saman um það, hvernig Framhald á bls. 9 Námshringur KSML 1. Kommúnistaávarpið (Marx/Engels Úrvalsrit I) 2. Díalektíska og sögulega efnis- hyggjan (Stalín, bæklingur KSML) Um starfið og Hvaðan koma rétt- ar hugmyndir (Maó, Úrv. rit I, IH) 3. Grundvöllur pólitísku hagfræð- innar (Fjölr. bæklingur KSML) 4. Um ríkið og byltinguna (Lenín, Ríki og bylting) 5. Um flokkinn (Lenín/Stalín, bækl- ingur KSML) 6. Pólitík KSML (Rauði Fáninn nr. 1 "72 frá stofnþingi KSML og Alykt- anir 1. ráðstefnu KSML).

x

Stéttabaráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stéttabaráttan
https://timarit.is/publication/344

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.