Stéttabaráttan - 13.12.1974, Blaðsíða 4

Stéttabaráttan - 13.12.1974, Blaðsíða 4
4 STÉTTABARÁTTAN 11/12 tbl. 13.12.1974 barátta þeirra gegn risaveldunum USA og rússnesku endurskoðunar- stefnunni, byltingarsinnuð stjórnar- stefna þeirra og óeigingjarn stuðning- ur við byltingarsinnaða alþýðu alls staðar, styrkir trú hennar á sigur réttlætisins, styrkir trú hennar á sigur sósíalismans, sem hún stefnir til. Styrkur marxismans-lemnismans eykst í heiminum. Mikilvaigur atburður í byltingarhreyf- ingunni á undanförnnm árum er vöxtur nýrra marxískra-lenínfskra flokka. I dag má segja að það hafi vaxið upp marxfskir-lenínfskir flokkar eða samtök f öllum löndum, og hafi skipað sér í fremstu röð frelsisbar- áttunnar með miklum og vaxandi ár- angri. Þetta er mikill sögulegur vitnisburður um lífsmátt marxísku- lenfnísku hugmyndaima og sönnun þess að við nálgumst byltinguna og að sigur sósíalismans tekur á sig æ skýrari mynd. Aukinn máttur bylting- arinnar f heiminum sannar það einnig að ekkert afl getur snúið sögulegri framþróun heimsins við, hvorki heimsvaldastefnan né endurskoðunar- stefnan megna það, og mun aldrei megna að berjast gegn óhjákvæmileg- um ósigri sínum fyrir framfara- og byltingaröflunum f heiminum. Fram- tfðin hefur endanlega komist f hendur verkalýðsstéttarinnar og alþýðunnar. Leiðin til réttláts þjððfélags er opin í dag og vörðuð af byltingunni. Ar- angursrík framrás byltingarinnar f heiminum og baráttu alþýðunnar er skýrasta sönnun fyrir dýpkandi kreppu, sem hefur gripið hötuðustu óvini alþýðunnar - heimsvaldastefnuna og endurskoðunarstefnuna. Svik Krútsjoff-klíkunnar, nútfma end- urskoðunarstefnunnar, var mikill tímabundinn sigur fyrir auðvaldskerf- ið. En þau björguðu samt ekki kapí- talismanum frá sinhi almennu kreppu eða sneru sögulegri þróun heimsins við, frá þrðun sinni að byltingunni og sigri sósfalismans. Þvert á móti hafa byltingaröflin algjörlega unnið upp þennan tfmabundna ósigur og eflst að miklum mun, samfara því að mðt- hverfurnar milli auðvaldslandanna hafa dýpkað um leið og kreppan grfp- ur um sig. Þetta á einnig við um endurskoðunarsinnuðu löndin og ekki síst Sovétríkin; Þar stynur alþýðan undan ólæknandi kvillum auðvalds- skipulagsins, sem þar hefur verið komið á. Samfara því hefur í Sovét- .ríkjunum verið komið á fót af rúss- neskum verkalýð marxískum-lenín- fskum hreyfingum, sem berjast gegn endurskoðunarstefnunni við hlið stéttarbræðra sinna annars staðar f heiminum. Hér á fslandi eru það Kommúnista- samtökin marxistarnir-lenínistarnir sem hafa tekið einarða afstöðu gegn heimsvaldastefnu og endurskoðunar- stefnu og veitt frelsishreyfingunum mestan stuðning, bæði með því að af- hjúpa heimsvaldastefnuna og endur- skoðunarstefnuna pólitfskt og eins með efhislegum stuðningi. Heimsfriðurinn verður aðeins tryggður með baráttu gegn USA- heimsvaldastef nunni og sovésku sósíal- heimsvaldastef nunni Baráttan í heiminum stendur á milli tveggja höfuðhreyfinga. Blokkir heimsvaldastefnunnar, endurskoðun- arstefnunnar og afturhaldsins standa öðru megin víggirðingarinnar, en hins vegar er sósíalisminn, alþýðu- fylkingin leidd af hinni alþjóðlegu verkalýðsstétt. í framrás stéttabar- áttunnar verða markalínur milli þessara tveggja herja stöðugt greini- legri alls staðar í heiminum. Sér- staklega nú f dýpkandi kreppu í auð- valdsheiminum koma skýrt fram sameiginlegir hagsmunir alþýðu þriðja heimsins og verkalýðsstéttar auðvaldslandanna gegn heimsvalda- stefnunni og sósíalheimsvaldastefn- unni. Hinn rétti skilningur á móthverfunni f heiminum byggist á raunsærri og hlutlægri rannsókn á J>eim öflum, sem eigast við á alþjoðlegum vígvelli stéttabaráttunnar, þekkingu á grund- vallarstefnu í núverandi þrðun heims- ins, sem hefur ákvarðandi mikilvægi í baráttunni gegn heimsvaldastefn- unn og endurskoðunarstefnunni, f bar- áttunni fyrir sigri verkalýðs- og al- þýðubyltingarinnar. f skilgreiningu á heimsástandinu í dag megum við ekki eingöngu fjalla um það sem byltingin hefur áunnið, heldur verðum við líka að veita því athygli, hversu byltingin hefur orðið almenn krafa alþýðunnar. En það endurspeglar hlutlægan raun- veruleika f sögulegri framvindu heimsins f dag, þar sem á sér stað stöðug skerping á þjóðfélagslegum átökum. Og þar sem vaxandi styrkur byltingarbaráttu alþýðunnar skekur undirstöður heimsvaldalandanna og sósfalheimsvaldalandanna, í vaxandi erfiðleikum þeirra við að verjast hrunadansi heimskreppunnar. Baráttan milli verkalýðsstéttarinnar og auðmagnsins og ríkisvalds þess fer stöðugt vaxandi, árekstrarnir verða harðari og koma fram á æ fleiri sviðum þjððfélagsins. Stétta- barátta öreiganna og annarra fram- sækinna þjóðfélagsafla tekur á sig slík einkenni, bæði hvað varðar fjölda þátttakenda og baráttueldmóðs- ins, að það má segja að núverandi tíinabil sé eitthvert það tvfsýnasta í sögu borgarastétta auðvaldslandanna. Jafnvel í Bandaríkjunum verður þessa nú áþreifanlega vart eftir að einkenni kreppunnar hafa komið betur f ljós og bandarfska heimsvaldastefnan hefur orðið að láta undan sfga. Byltingar- barátta bandarískrar alþýðu hefur stóraukist sem eðlileg afleiðing af minnkandi styrk USA-heimsvalda- stefnunnar. Gjörvallur grundvöllur þessa öflugasta heimsvaldaríkis skekst nú af víðtækri og mjög almennri baráttu "litaðra" kynþátta í Bandaríkjunum fyrir jafnrétti og þjððfélagslegum réttindum og einnig af baráttu allrar alþýðu gegn nýlendu- strfðinu f Indókfna, sem er stórkost- lcga öflug og hefur haft mikla þýðingu fyrir baráttuna gegn heimsvaldastefn- unni. Þess vegna segjum við, að það sem er mikilvægast við núverandi stétta- baráttu sem háð er í auðvaldslöndun- um, er að stjórnarfarsleg krafa er komin fram, byltingarsinnuð þýðing stéttabaráttu verkalýðsins eykst fyrir því að slíta sig undan áhrifum sðsíal- demókratísins og endurskoðunarstefn- unnar. Það verður sífellt algengara að stéttabaráttan í auðvaldslöndunum reisi byltingarsinnuð kjörorð og samstaða þeirra kúguðu og þjóðfélags- lega afskipu eykst gegn drottnun og kúgun kapítalismans. Annað atriði í stéttabaráttunni gegn auðvaldskerfinu og hinni heimsvalda- sinnuðu stjórnarstefnu er að alls- staðar spretta upp ungmenna- og stúdentahreyfingar, sem hafa snóist upp í öflugt og byltingarsinnað afl á okkar tímum. Öánægja unga fólksins í auðvaldslöndunum tekur bæði til þjóðfélagsleg ástands og einnig til þess kerfis, sem hefur lokað öllum leiðum til framtíðarinnar. Þess vegna er það nú mjög leitandi að sannleikanum; sú leit mun óhjákvæmi- lega leiða þau í auknum mæli að sam- einingu þess við verkalýðsstéttina, í átt til byltingarinnar. Frelsisbaráttan er andsvarið gegn heimsvalda- og sósfalheimsvalda- stefnunni og stuðningur við sósfalism- ann. Heimsvaldastefnan fær stöðugt þyngri högg frá frelsisbaráttu alþýðunnar í Asíu, Afríku og Rómönsku Ameríku. Afgerandi barátta alþýðu Indókína gegn henni, sem hefur eyðilagt í eitt skipti fyrir öll goðsögnina um ósigran- leik USA-risaveldisins, um hernaðar- mátt þess og nýtísku vopn, er stór- kostlegt dæmi og innblástur fyrir bar- áttuna. Vopnuð andheimsvaldabarátta alþýðu Asíu f Thailandi, Burma, Malasfu og Indónesíu hefur nú fengið meiri sam- svörun og tengsl við byltingarsinnaða baráttu alþýðu Brasilíu, Kólombíu, Perú, Bólivíu, Argentfnu og annarra ríkja Rómönsku Ameríku, gegn drottnun og herraveldi bandarísku heimsvaldastefnunnar, fyrir lýðræði og sjálfstæði, efnahagslegri og þjóð- félagslegri framþróun og réttindum. Alþýðan alls staðar í heiminum hefur tekið upp baráttu gegn gömlu og nýju nýlendustefnunni, gegn kúgun og aftur- haldi, til varnar frelsi og sjálfstæði. Hvorki stjórnarstefna fyrirskipana, vélráða eða hernaðarlegs ofbeldis heimsvaldastefnunnar getur kæft mátt alþýðunnar til að berjast og taka ákvarðanirnar í eigin hendur. Ileimsvaldastefnan og endurskoðunar- stefnan eru á hröðu undanhaldi undan hatri alþýðunnar, sem líta á stjórnar- stefnu USA og rússnesku endurskoð- unarstefnuna sem ógnun við frelsi sitt og sjálfstæði. Alþýðan f heimin- um elskar frelsi, hún er á móti gróf- um íhlutunum heimsvaldastefnunnar og endurskoðimarstefnunnar, vítaverðri stjðrnarstefnu þeirra, fyr- irlitlegum efnahagsþvingunum og drottnunarstefnu gegn sjálfstæðis- og frelsishreyfingunum. And-USA fylk- ingin fer vaxandi og fær stöðugt meiri styrk alls staðar. Sama er að segja um andstöðuna gegn rússnesku heimsvaldastefnunni. En um leið aukast öfl sósíalismans og vinsældir sósfalísku ríkjanna, sem túlka marx- ísku-lenínfsku línuna, sérstaklega Kína og Albaníu, sem eru einn mikil- vægasti þátturinn f byltingarhreyfing- unni, traustur bakgrunnur fyrir bylt- ingar- og frelsisbaráttu alþýðunnar. Efnahagslegur, þjóðfélagslegur og hugmyndafræðilegur styrkur þeirra, Hreyfingarnar á fslandi. Hér á landi eins og í öðrum löndum auðvaldsheimsins skapar kúgun og drottnunarstefna risaveldanna andstöðú allra frelsis- og lýðræðisafla. Stríð USA f Víetnam hefur kröftuglega verið fordæmt og eins fólskuleg íhlutun þeirra í frclsis- og sjálfstæðisbaráttu Chile, Efnahagsþvinganir, hernaðar- ofbeldi og þólitfsk undirróðursstarf- semi þeirra f Rómönsku Ameríku, Asfu og öðrum hlutum þriðja heims- ins, eru óhjákvæmilega ógnun við öll lýðræðisöfl, en stuðningur við aftur- hald og fasisma. A sama hátt eru grófar íhlutanir sósfalheimsvalda- stefnunnar, innrás Rússa inn f Tékkó slóvakfu, fhlutun þeirra f innanríkis- mál annarra ríkja og tilraunir þeirra til að auka vald sitt í Evrópu, Asfu og Afríku eru dæmi um kúgunarstefnu þeirra. Sovétríkin hafa reynt að not- færa sér ekki aðeins afturhaldsöfl eins og stjórn Indlands, heldur einnig reynt að gera frelsishreyfingar sér háíar og undirgefnar. Það er því ekkert annað sem skilur heimsvalda- stefnuna og sósíalheimsvaldastefnuna að annað en að sú síðarnefnda skýlir sér á bak við slagorð um sósíalisma. Ýmsir þjóðfélagshópar hafa uppgötvað að nokkru straumana f heimshreyfing- unni eins og sjá má á, að aðeins fyrir einu ári síðar hefði dagskrá eins og núna á 1. des. hátíðarhöldum stúdenta verið óhugsandi. Aldrei fyrr hefur alþjóðahyggjan verið tekin fram fyrir þjóðrembinginn á þessum hátíðahöld- um stúdentanna. Það er því ekki annað hægt að segja en að pólitíkin hefur dýpkað nokkuð frá yfirborðs- legri stúdentapólitík. Astæðurnar fyrir því að ýmis sprengjuhætt þjððfélagsöfl á fslandi virðast nú vera að nálgast stéttabar- áttu verkalýðsins, eru dýpkandi kreppa f auðvaldsheimlnum, sem auk. ið hefur á þjóðfélagslegar mðtsetning- ar. Það má meðal annars benda á aukna virkni kvenréttindakvenna, rétt- indabaráttu ýmis konar og öfluga bar- áttu verkalýðsins sjálfs. Þetta hefur enn ekki leitt til neins mikilvægs ár- angurs hvað varðar meðvitaða baráttu fjöldahreyfinga. Enn er t.d. verið að dragnast með útkulnaða hreyfingu herstöðvaandstæðinga, sem byggir stefnu sína fyrst og fremst á þjóð- rembingi og er því í raun og veru stuðningur við það stjórnarkerfi, sem hún ætti að snúast gegn - heimsvalda- stefnuna. Til þess að árangur geti orðið,ber jjvf höfuðnauðsyn til að snúa andlitinu íþá átt sem hreyfingin stefnir, f att til byltingarinnar. Bar- áttan gegn heimsvaldastefnunni og só- síalheimsvaldastefnunni er einn liður- inn í þvf. Þess vegna verður and- heimsvaldasinnaða baráttan hér á fs- landi að taka allar sínar fyrri stefnu- skrár til rækilegrar gdgnrýni og kyggja nýjar, sem eru byggðar á hlut- lægri rannsókn á heimsástandinu. Aðeins þannig er hægt að vænta nokkurs árangurs, með þvf að samein- ast sögulegri framþróun heimsins, fyrir byltinguna og sigur sósfalismans -/GÁ Um mafvælarádstefnu Sameinuðu Þjóðanna A matvælaráðstefnu Sameinuðu þjðð- anna sem haldin var f byrjun nóvem- ber og um þúsund fulltrúar frá meira en 120 löndum voru viðstaddir kom ber lega í ljós það regindjúp sem er á milli þriðja heimsins og hinna kúgandi heimsvaldaríkja Vestur- heims. Enn einu sinni afhjúpaðist sósíalheimsvaldastefnan fyrir al- þýðu heimsins, þegar Bréfsnef klíkan bar fram hverja tillöguna á fætur annarri sem f engu voru frá- brugðnar tillögum bandarísku heimsvaldasinnanna eða evrópsku og japönsku heimsvaldasinnanna að öðru en orðalagi og lítilvægum smá- atriðum. I fararbroddi fyrir þriðja heiminum var hins vegar Kína sem afhjúpaði hvernig undirrót fæðu- vandamálsins liggur í kúgun og undirokun heimsvaldalandanna á nýlendunum og hvernig lausn þess er ósundurgreinanlega bundin bar- áttu þriðja heimsins fyrir frelsi og eigin forræði. Þessi afstaða kín- verja hefur óumdeilanlega fengið staðfestingu í þeirra eigin baráttu fyrir að brauðfæða stærstu þjðð veraldar sem telur yfir fjórðung allra fbúa jarðarinnar. Er kín- verska byltingin var framkvæmd og kínverskri alþýðu tókst undir for- ystu kínverska kommúnistaflokksins að reka af höndum sér bandaríska og japanska heimsvaldasinna var efnahagur landsins f kalda koli og landbúnaðarframleiðslan í lágmarki. I Kína var þá landlæg hungursneyð. Hvernig kínversku þjóðinni tókst á undraverðan hátt að leysa fæðu- vandamálið og verða sjálfri sér næg um fæðu og meira en það á sama tíma og fólkinu hélt áfram að fjölga, sannar okkur, að á sama hátt og heimsvaldastefnan er pappírstígris- dýr sem alþýðan mun sigra, þá er fæðuvandamálið einnig pappfrs- tígrisdýr. Formaður kfnversku sendinefndarinnar á_ Matvælaráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna Hao Chung-shih dróg saman afstöðu kínverja til fæðuvandamálsins sem byggð er á reynslu þeirra í ræðu sem hann flutti á alsherjarfundi ráð- stefnunnar þann 7. nóvember. Hér á eftir fer stutt ágrip af ræðu hans: I upphafi ræðu sinnar mótmælti Hao Chung-shih fyrir hönd kínversku sendi- nefndarinnar þeirri lögleysu að hin konunglega ríkisstjórn þjóðlegrar einingar Kambódíu undir forystu Sihanouks prins sem er hinn eini lög- legi fulltrúi kambódískrar alþýðu skuli ekki eiga sæti á ráðstefnunni heldur Lon Nol klíkan sem aðeins hefur lftirm hluta Kambódíu undir sinnistjórn. Einnig benti hann á það að vera fulltrúa Saigon stjórnarinnar í stað fulltrúa Bráðabirgðabyltingar- stjórnarinnar í Vietnam væri algjör- lega óréttmæt. Um fæðuvandamálið sagði hann meðal annars: "Undir nú- verandi kringumstæðum, er hið al- þjóðlega ástand ágætt. Alþýða heims- ins stikar fram á við af miklum krafti. Lönd Þriðja heimsins eru stöðugt að taka við sér og verða sterkari í bar- áttu sinni og taka stöðugt meiri þátt í alþjóðlegum málefnum. Hvött af sigri Arabalandanna brýst barátta landa Þriðja heimsins til að verja fullveldi sitt, efnahagsleg réttindi og hagsmuni... fyrir nýlendustefnu og heimsvaldastefnu... í gegnum fjölda hindrana... Núverandi fæðuvandamál heimsins er aðallega aðkallandi vandamál hins mikla fjölda þróunar- landanna. Vegna fæðuvandamálsins hefur alltaf verið hörð barátta milli nýlendustefnu, heimsvaldastefnu og sérstaklega risaveldanna og þróunar- landanna sem berjast gegn arðráni þeirra og stjorn. Þetta er sérstak- lega mikilvægt sjónarmið í núverandi baráttu gegn nýlendustefnu, heims- valdastefnu og yfirráðastefnu sem og f baráttu til að mola hina gömlu al- þjððlegu efnahagsbygginu og byggja nýja..... Þróunarlöndin þekja víð svæði rík af náttúruauðæfum og þjóðir þeirra eru iðnar og hraustar. Þær ættu að vera færar um að hafa nægjanlega mikið af fæði og klæðum. Hvers vegna blasa þá þessi vandamál við þeim ? Sumir kenna aðallega um slæmu veðri og náttúruhamförum. Aðrir kenna aðal- lega um hækkun verðs á áburði o. s. frv. o. s. frv. En þetta eru aðeins yf- irborðslegir, takmarkaðir og tíma- bundnir þættir og snerta ekki grund- vallarorsökina. Sögulegar staðreynd- ir og núverandi sanna algjörlega, að fæðuvandamálið, sem blasir við þrðunarlöndunum, er aðallega afleið- ing arðráns og stjórnar nýlendu- stefnu, heimsvaldastefnu og risa- velda. " Síðan kom hann inn á hvern- ig heimsvaldasinnar hafa neytt þjóð- ir Asíu, Afríku og Latnesku Amer- íku til að einhæfa framleiðslu sína svo þær hafa með öllu orðið ófærar um að framfleyta sér sjálfar. Hann benti á bað hvernig eitt stórveldið hefur siðan seinni heimsstyrjöldin var, dælt "umframbirgðum" sínum af fæðu inn í þróunarlöndin. "Þetta hefur haft alvarlegar skemmdir f för með sér fyrir fæðuframleiðsluna og útflutninginn í Asíu, Afríku og Suður-Ameriku, og hefur breytt sum- um löndum sem áður fluttu út fæðu í fæðuinnflutningslönd og neytt fleiri og fleiri lönd til að lifa á fæðuinn- flutningi. Ennfremur: "Eítir að mörg þróunarlandanna öðluðust pólit- ískt sjálfstæði stjórna stórveldin enn í mismiklum mæli efnahagsgrund- vellinum í sumum þróunarlandanna og halda áfram að auka kúgun þeirra og arðrán með ný-nýlendu aðferðum. Sem afleiðing eru mörg þróunar- landanna ófær um að safna kröftum til að þróa akuryrkju sína og leysa fæðuvandamálið. Erfiðleikar þeirra verða enn alvarlegri þegar uppskeru- brestur eða náttúruhamfarir eru. Staðreyndirnar sýna greinilega að það er nýlendustefnan, heimsvalda- stefnan og risaveldin sem hafa or- sakað núverandi fæðuvandamál heimsins og þróunarlöndin eru fórn- arlömbin. En heimsveldið sem þyk- ist vera "sjálfsagður bandamaður þróunarlandanna" þegir um heims- valdastefnu og kúgun og arðrán risa- velda þegar rætt er um orsakir fæðuvandamálsins. Það kastar sök- inni eingöngu á þróunarlöndin og af- hjúpar þannig einkenni sín sem sósí- al-heimsvaldastefnu. " Ilann benti í framhaldi af þessu á þá fáránlegu og gatslitnu kenningu sem risaveldin hafa komið með: "fæðuskortur sé afleiðing offjölgunar. " Með þessari kenningu kasti þau sökinni á fórnar- lambið og breyta þannig svörtu í hvítt. Enda eiga þau lönd sem hvað ákafast útbreiða þessa falskenningu einmitt hvað mesta sök á fæðuvanda- málinu sjálf. Einnig benti hann á hvernig Bandaríkin hafa að undan- förnu á einhvern dularfullan hátt blandað hækkun olíuverðs inn í fæðu- vandamálið og meira að segja vilja kenna því um og hótað að nota korn sem vopn gegn þriðja heiminum. "í samræmi við þetta lýsir hitt risa- veldið hækkun olíuverðs sem mikil- vægum þætti í hækkun verðs á fæðu." "Eftir að rætur vandamálsins hafa verið dregnar fram í dagsljósið verður það ekki erfitt að finna rétta leið til að leysa það. Til þess að leysa fæðuvandamálið verður að breyta hinu óréttláta ástandi arð- ráns, einokunar og yfirstjórnar í heiminum f dag... Fæðuvandamál- ið er ekki einangrað. Það er óað- skiljanlegt frá núverandi baráttu þriðja heimsins til að brjóta á bak aftur nýlendustefnu, heimsvalda- stefnu og stórveldayfirdrottnun og brjóta niður hið gamla efnahags- kerfi heimsins og byggja upp nýtt." Haó Chung-shih lagði mikla áherslu á mikilvægi algjörs pólitísks og efnahagslegs sjálfstæðis ríkis til að það geti orðið sjálfu sér nógt um fæðuframleiðslu. Síðar í ræðu sinni fjallaði hann um þær gífurlegu framfarir sem orðið hafa í Kfna síðan uppbygging sósíal- isma hófst við stofnun Nýja Kína, og hvernig Kfnverjum hefði tekist að gera land sitt sjálfu sér nægt og út- rýma fæðuvandamálinu gjörsam- lega hjá sér. Grundvöllur þessara FRAMHALD A BLS. 6,

x

Stéttabaráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stéttabaráttan
https://timarit.is/publication/344

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.