Stéttabaráttan - 13.12.1974, Blaðsíða 5

Stéttabaráttan - 13.12.1974, Blaðsíða 5
STÉTTABARÁTTAN 11/12 tbl. 13.12.1974 Höfuóhreyfingin í heiminum i dag er bylting LÖND VILJA SJÁLFSTÆDI ÞJÓDIR VILJA FRELSI VILL BYLTINGU! Aukln andsta5a gegn Thieu-klikuiim Afturhalds- og kúgunaraðgerðir Thleu- klíkunnar hafa vakið andúð og andstöðu allrar alþýðunnar. lyrstu 3 fjúrðunga þessa árs lagði hún f Saigon, svo ekki séu fleiri dæmi nefnd, niður vinnu, lokaði verslunum sínum og hélt mót- mælafundi oftar en 150 sinnum. Og sfðan f september hefur andstöðu- hreyfingin aukist gífurlega að umfangi. 20. október s.l. hélthúnt.d. skipu- lagðar métmælagöngur um allt yfir- ráðasvæði Saigon-klíkunnar, þar sem tugir þúsunda tóku þátt. Andstöðuhreyfingin hefur sýnt, að Tliieu-klíkan hefur algerlega misst fótanna meðal allra þjéðfélagshópa landsins. Undir kjörorðinu "Friður, rís og pólátískt frelsi" ganga nú verka- menn, stúdentar, blaðamenn, kaþó- likkar, búddistar og jafnvel "þjóð- þings"-menn og stjórnarembættismenn hlið við hlið gegn Thieu-klíkunni. Og fjöldi liðhlaupa úr hernum er f viku hverri milli 4 og 5 þúsund manns. Kreppa Saigon-stjórnarimiar hefur valdið því að Bandaríkjastjórn er al- varlega farin að hugsa um að veðja á annan hest í Suður-Víetnam en Thieu og reyna þannig að stinga upp í alþýðuhreyfinguna. En þeir Ford og Kissinger geta aldrei þolað stjórn í suðurhluta Víetnams, sem stendur fyrir "friði, rísi og pólitísku frelsi." Að auki hefur alþýðan reynslu að slíkri "veðmálastarfsemi" bandarísku heimsvaldasinnanna, sbr. þegar Diem "keisara" var steypt af stóli. Henni er Ijóst, að "jafnlengi og Thieu heldur völdum, rfkir strfð, kúgun, ógnarstjórn, arðrán, spill- ing, fjöldamorð, eymd, fjandskapur og sundrung. I>ví er það, að hver og einn hefur hina sömu brýnu kröfu: Thieu verður að fara frá, og það verður að mynda í Saigon ríkisstjðrn sem stendur fyrir friði, þjóðlegri samheldni og einingu, og stendur við Parísarsamkomulagið um Víetnam til hins ítrasta." (Úr ályktun BBS frá 8/10 s.l.) Tekið saman úr ýmsum áttum -/óhs Chile Baráttan gegn harðstjórninni eykst Nú eru liðnir um 14 mánuðir frá blóð- ugu valdaráni herforingjalegátanna í Chile undir forystu afturhaldssvíns- ins Pínóchets. A þessu rúma ári hafa fasistadátarnir troðið fótum hvers konar lýðræðisleg réttindi chileönsku þjóðarinnar; sam- takafrclsi, tjáningafrelsi, skoðana- frelsi o. s. frv. o.s.frv. og jafnvel svipt þúsundum manna réttinum til að lifa - bæði með því að standa að hin- um hryllilegustu fjöldamorðum og með því að taka lífsbjörgina af megin- þorra alþýðunnar. A þessum tíma hefur chileönsk alþýða fengið að kynnast af eigin reynd, bæði opinni þjóðakúgun nýlendustefnunnar í líki heimsvaldastefnu Bandaríkjanna og nöktu, blóðþyrstu, fasísku alræði, sem hún beitir fyrir sig f líki ofbeld- isaðgerða herforingjaleppanna í Santi- agó. Þótt erfitt hafi reynst að henda reið- ur á fregnum frá Chile undanfarið ár, er ljóst, að ekki minna en 30.000 manns hafa verið myrtir með köldu blóði. Þúsundir pólitískra flótta- manna, sem höfðu fundið sér hæli f Chile f forsetatíð Allendes, voru þeg- ar í upphafi blóðugs ferils herforingja- klfkunnar sendir til viðkomandi heimalanda, þar sem þeirra beið ann- aðhvort dauðinn eða pyntingarklefinn - oftast hvorutveggja. Fjöldahand- tökur hafa leitt til þess að yfir 10. 000 fjölskyldur hafa leyst upp. Fyrir utan leigumorð fasistaklikunnar í þágu bandarískra auðhringa var eitt af fyrstu verkum hennar að skila þeim aftur fyrirtaakjum og námum, sem ríkisstjðrn Allendes hafði tekið eign- arnámi. Og saga undanfarins árs hefur verið sagan um þýlyndi fasista- böðlanna við herra sína í Wall Street, sagan um það hvernig þeir hafa klaf- bundið chileönsku alþýðuna meðan heimsvaldasinnarnir hafa mergsogið aukagróða sinn úr henni. Eftir 14 mánaða valdatíma herfor- ingjaklíkunnar er svo komið, að allur efnahagur af innlendum toga spunninn er í rústum. Smáfyrirtæki hafa orðið gjaldþrota unnvörpum sökum lágra launa og stjarnfræðilegra verða á öllum vörum. Klíkan hefur eggjað kaupmenn til að lækka verð á vörum sínum, sem flest- ir geta ekki, ef þeir eiga að fram- fleyta sér. 60% chileanskrar alþýðu hefur lægri tekjur en sem svarar 4.100 kr. á mánuði. Hins vegar er verð á öllum helstu neysluvörum við heimsmeðaltal eða hærra. Þjóðar- böðlarnir hafa afnumið allt verðlags- eftii;lit, sem stjórn Alþýðufylkingar Allendés kom á, til þess að koma efnahagslffinu "í samræmi" við hetms- markaðinn. Verðbólguvöxturinn, sem AUende bældi að einhverju leyti niður, er nú hraðari en nokkru sinni fyrr. Gengi chileanska gjaldmiðils- ins, eskúdósins, hefur hvað eftir annað verið fellt - og þannig hefur verð á innfluttum vörum - einkum matvæla - rokið upp. A þessum mán- uðum hefur verðbólgan orðið meiri en 1000%. Frá september 1973 - mánuði valdaránsins - fram í júní "74 hafa helstu neysluvörur chileanskrar alþýðu haskkað svo sem hér er gefið dæmi um: Brauð frá 11 upp í 240 eskúdó.mjólk frá 7 upp í 120 eskúdó. Yfir 20% þjóðarinnar dregur fram líf- ið án nokkurrar atvinnu og hér er auð- vitað aðeins átt við vinnufæra menn. Þannig hefur efnahagsástandið - eink- um upplausnin meðal smáborgara- stéttarinnar, sem upphaflega var sjá fjöldagrundvöllur, sem herforingja- klíkan byggði á - leitt til þess, að hún hefur fengið alla þjóðina upp á móti sér. Verkalýðurinn er smám saman að jafna sig eftir blóðtökuna á fyrstu mánuðum fasistaalræðisins FRAMHALD A BLS. 6. Þessi sögulega staðreynd fær f dag staðfestingu um allan heim. Heims- ástandið er byltingaröflunum í hag, framtíðin er björt. Þannig einkenn- ist heimsástandið af ósigrum og und- anhaldi heimsvaldastefnunnar f þriðja heiminum og vaxandi frelsis- öldu meðal hinna kúguðu þjóða og þjóðabrota, bæði á vígvellinum og á vettvangi alþjóðastjórnmála. Til að sýna hvernig þetta kemur fram, tileinkar Stéttabaráttan næstu fjórar sfður baráttu alþýðu þriðja heimsins. SVietnam Baráttan heldur áf ram Brátt eru liðin tvö ár frá þvf Parísar- samkomulagið svonefnda var undir- ritað - og "allur heimurinn" lofsöng "friðardúfuna" Kissinger. En á þess- um tíma hefur enginn friður rfkt í Suður-Víetnam. Með beinni og óbeinni aðstoð USA hafa Saigon-herir- nir brotið vopnahléð yfir 500. 000 sinnum, og ógnarstjórn Thieu-klík- unnar orðið æ blóðugri. Alþýða S-Vfetnams heyr einbeitta bar- áttu gegn árásarstefnu Thieu-klíkunn- ar og hefur hvað eftir annað barið niður hersveitir frá Saigon, sem ráð- ist hafa inn á frelsuðu svæðin. Frá þvf f janúar 1973 hafa þjóðfrelsisher- irnir og albvðan á frelsuðu svæðunum gert út af við meira en 150.000 óvina- sveitir og náð aftur á sitt vald mörg- um svæðum, sem óvinirnir höfðu her- tekið. Og jafnframt hinum sigursælu gagn- árásum á innrásarherina, hefúr hin vopnaða alþýða á frelsuðu svæðunum gert stórátak til að rækta upp þau eyðilönd, sem USA- og Saigon-herir- nir höfðu sprengt upp, reisa vatns- miðlanir og efla landbúnaðarfram- leiðsluna, flutninga og samgöngur, menningar- og menntunarstarf, ásamt heilbrigðisþjónustu við almenning. Sigrar alþýðunnar á frelsuðu svæðun- um undir forystu Bráðabirgðabylting- arstjórnarinnar í efnahagslegum og hernaðarlegmn efnum undirstrikast enn betur af gjaldþroti Thieu-klfkunn- ar á öllrnn sviðum. I Suður-Víetnam skýrast markalfnurnar æ betur milli uppbyggingarstarfsins á frelsuðu svæðunum annars vegar og efnahags- legrar, pólitfskrar og hernaðarlegr- ar kreppu Saigon-stjórnarinnar hins vegar. Kreppan á yfirráðasvæðum Saigon- klíkunnar Iðnaðar- og landbúnaðarframleiðsla hefur dregist gífurlega saman. Verð á neysluvörum hefur rokið upp úr öllu valdi. Glæpum fjölgar jafnt og þétt. Neysla eiturlyfja eykst dag frá degi. f stuttu máli, hvarvetna blasir spill- ing og hnignun við sjónum. Þannig er ástandið á yfirráðasvæðum Salgon- stjórnarinnar, afrakstur skemmdar- starfsemi Thieu-klíkunnar og stefnu heimar að leggja landið f rúst og blóð- mjólka alþýðuna. Fýrri helming þessa árs minnkaði iðn- aðarframleiðslan á þessum svæðum um 30%, ef borið er saman við sama tímabil í fyrra. 33 verksmiðjur og fyrirtæki f Saigon einni saman lögðu þá upp laupana og 5 önnur hafa dregið úr framleiðslunni. Frá síðustu ára- mótum og fram í september hefur vefnaðariðnaðurinn dregist saman um 50 - 60%, pappírsgerð um 60% og tannkremsframleiðsla um 80%. Fjöldi verkamanna hefur misst atvinnu sína. Landbúnaðurinn er jafnvel í enn verri kreppu, þvf stór landssvæði haía ver- ið lögð í eyði, þar sem Thieu-klíkan hefur smalað bændum í "íbúamiðstöðv- ar" eða "herstjórnarleg þorp." Land- búnaðarframleiðslan, einkum rís- framleiðslan,, hefur minnkað stórlega. Þótt landið sé nógu frjósamt til að framfleyta fólkinu, er áætlað að flytja inn 300 til 400 þúsund tonn af rís á þessu ári. Öðaverðbólga hefur ríkt og ríkir í Saigon. Fyrstu níu mánuði ársins var gengi "gjaldmiðilsins" fellt 8 sinnum og verð á ýmsum neysluvörum hækk- aði á sama tíma um 50 til 200 prósent. Thieu-klíkan hefur lagt sig f fram- króka um að rýja þjóðina inn að skinn- Inu U1 þess að reyna að brjótast út úr þessum efnahagslega vftahring, auk þess sem hún hefur betlað "aðstoð" frá Bandaríkjunum. Yfirlýst ætlan hennar á þessu ári er að leggja skatta á bændaalþýðuna, sem svara 50 millj- örðum pjastra, en það er tíföld hækk- un frá því f fyrra.

x

Stéttabaráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stéttabaráttan
https://timarit.is/publication/344

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.