Stéttabaráttan - 13.12.1974, Blaðsíða 2

Stéttabaráttan - 13.12.1974, Blaðsíða 2
2 STÉTTABARÁTTAN 11/12 tbl. 13.12.1974 Leiðari Leiðarinn er á ábyrgð miðstjórnar KSML Heimsástandið einkennist af frelsisbaráttu nýlendanna Eftir sfðari heimsstyrjöidina lýstu for- ráðamenn bandarísku heimsvalda- stefnunnar yfir, að friður myndi ríkja í heiminum, þar sem blóðherir Hitl- ers hefðu verið sigraðir og lýðræðið tryggt í sessi. En þó að engin ný _ heimsstyrjöld í líkingu við seinni heimsstyrjöldina hafi brotist út, hef- ur ekki liðið sá dagur, að strið hafi ekki verið háð einhvers staðar í ver- öldinni. Arðrán og kúgun heimsvalda- ríkjanna á nýlendunum og þjóðum þriðja heimsins hefur valdið stríðum í öllum heimshlutum. Hinar kúguðu þjóðir hafa risið upp gegn kúgurum sínum og haldið út á braut hinnar vopnuðu frelsisbaráttu. I Víetnam hefur alþýðan knúið bandarísku heims- valdasinnana á hnén og þetta hetjulega fordæmi hefur orðið hvatning öðrum kúguðum þjóðum til að hefja þjóð- frelsisstríð. I Indókína, Indónesíu og á Filipseyjum sækja þjóðfrelsis- herirnir fram til sigurs, í S-Ameríku hefur alþýða Brasilíu, Perú, Chile, Bólivíu o. fl. landa hafið vopnaða bar- áttu gegn leppstjórnum bandarísku heimsvaldastefnunnar og í Afríku hafa þjóðfrelsisherir Angóla, Mósambik og Guinea-Bissau náð umtalsverðum árangri í baráttunni gegn portúgölsku nýlendustefnunni. Palestínuarabar hafa unnið þýðingarmikla sigra, bæði á vígvellinum og á alþjóðavettvangi með viðurkenningu Sameinuðu þjóð- anna á PLO sem fulltrúa palestínskr- ar alþýðu. I S-Afriku og í Rhodesíu eflast sveitir þjóðfrelsisherjanna stöðugt og f SV-Afrfku fer styrkur þjððfrelsisfylkingarinnar SWAPO sí- fellt vaxandi. Þannig einkennist heimsástandið fyrst og fremst af ðsigrum og undan- haldi heimsvaldastefnunnar í þriðja heiminum og vaxandi frelsisöldu með- al hinna kúguðu þjóða og þjóðabrota, bæði á vígvellinum og eins á vettvangi alþjóðastjórnmála. A þingi Samein- uðu þjóðanna hefur Guinea-Bissau, SV-Afrika og Palstínuarabar verið viðurkenndir sem þjóðir, er eigi rétt á að njóta sjálfstæðis og fullra rétt- inda. Afturhaldsstjórnir Formósu, S-Afríku og Israels, svo eitthvað sé nefnt, hafa farið halloka og verið vítt- ar fyrir glæpaverk sín og jafnvel reknar úr Sameinuðu þjóðunum. Þrátt fyrir andstöðu bandarísku heimsvalda- sinnanna hefur samúðin og stuðning- urinn við málstað hinna kúguðu þjóða .þriðja heimsins farið vaxandi meðal 1 almennings I heimsvaldríkjum Evrópu og N-Ameríku. Lýðræði fyrir hvem? Barátta USA og Sovétrfkjanna um heimsyfirráð Annað einkenni á heimsástandinu er vaxandi barátta bandarísku heims- valdastefnunnar og sovésku sósíal- heimsvaldastefnunnar um völdin yfir löndum þriðja heimsins. Eftir valda- töku Krúsjofs hafa Sovétríkin hætt að vera sósfalískt ríki og forsvarsmaður frelsis- og byltingarbaráttu kúgaðra þjóða, eins og þau voru á dögum Len- íns og Stalíns. f stað þess hafa þau breyst í grimman heimsvaldaræningja, sem lætur ekkert tækifæri ónotað til að hneppa þjóðir þriðja heimsins og Austur-Evrópuiandanna í fjötra arð- ráns og ánauðar. Fólskuleg innrás sósialheimsvaldasinnanna f Tékkð- slóvakfu, stuðningur þeirra við aftur- haldssamar leppstjórnir í Kambódfu og víðar, svik þeirra við hagsmuni palestfnskrar alþýðu og aðstoð þeirra við vopnaða árás Indlands á Pakistan, hefur flett grímunni af hinu rétta and- liti þeirra og sannað fyrir umheimin- um, að þeir eru aðeins "sósíali'star í orði en heimsvaldasinnar í verki" eins og Lenfn sagði eitt sinn. I til- raunum sínum til að víkka út áhrifa- svæði sín og hneppa alþýðu þriðja heimsins í arðránsfjötra, komast sovétendurskoðunarsinnarnir óhjá- kvæmilega f andstöðu við bandarísku heimsvaldastefnuna, rekast á hags- muni hennar. Baráttan milli þessara aðila um yfirráð setja mark sitt á alla þróun heimsmála og þeir reyna sífellt að setja sig sem yfirdómara um málefni annarra þjóða, hvort sem um er að ræða deilumál milli þjóða eða innanríkismálefni. Toppfundir æðstu manna þessara tveggja ræningja fjalla á ósvífinn og yfirgengilegan hátt um innri málefni þjóða heimsins, í krafti vopnavaldsins neyða þeir smærri þjóðir og vanþróaðri til að taka tillit til heimsvaldahagsmuna sinna og leita "lausnar" á vandamál- um þjóðanna með eigin hagsmuni f huga. Þannig hafa þessir keppinaut- ar um heimsyfirráðin þingað um mál- efni Palestínuaraba, Vfetnama, þýsku þjóðarinnar o. fl. með það eitt að markmiði, að skipta með sér yfirráð- um og hagsmunasvæðum. Þó að ekki hafi komið til vopnaðra átaka milli þessara risavelda, sem stundum deila um bráðina en stundum semja um skipti hennar, er yfirgangur þeirra og kúgunarráðstafanir hætta við heimsfriðinn. Það eina sem getur forðað heiminum frá hörmungum og eyðileggingu nýrrar uppskiptastyrjald- ar, er sameinuð barátta alþýðu þriðja heimsins og verkalýðs heimsvalda- landanna gegn vfgbúnaðaræði og styrj- aldarógnunum risaveldanna. Vfgbúnaðarkapphlaupið og vfgbúnaðar- takmarkanirnar Þrátt fyrir margendurteknar friðar- yfirlýsingar risaveldanna og staðhæf- ingar um takmarkaðan vopnabúnað, bann við notkun kjarnorkuvopna, af- vopnun og annað f þeim dúr, heldur vígbúnaðarkapphlaupið stöðugt áfram. Hvarvetna á meginlöndunum eru kjarnabúnar eldflaugar risaveldanna f skotstöðu, kafbátar knúnir kjarna- skeytum sigla um heimshöfin og flug- vélar sem geta beitt kjarnorkuvopnum eru á sveimi yfir lofthelgi annarra landa. Stórfelldar heræfingar NATO og Varsjárbandalagsins f Evrópu, auk- inn vígbúnaður bandarísku NATO- herjanna í Tyrklandi, leppstjórnanna í Israel, Formósu og víðar, eru ógn- un við heimsfriðinn. Hið sama er uppi á teningnum með herbúnað sósíal- heimsvaldasinnanna. Gífurlegur her- afli er staðsettur á landamærum Sovét- rikjanna og Alþýðulýðveldisins Kína, Varsjárbandalagsherinn er búinn sí- fellt hættulegri og stórvirkari vopnum, hervæðing Indlands og siglingar her- flota Sovétríkjanna um öll heimshöf eru lika ógnun við heimsfriðinn. Yfirlýsingar frá fundum Fords Banda- rikjaforseta og Brésnef-klíkunnar um frið, afvopnun og takmarkaðan vopna- búnað, eru einungis ætlaðar til að slá ryki í augu alþýðu heimsins. Bak við þennan fagurgala leynist kaldur raun- veruleikinn - stóraukinn vígbúnaður til undirbúnings styrjaldar um heims- yfirráðin. Hið sama er að segja um bannið við notkun kjarnorkuvopna. Aldrei hafa fleiri kjarnorkuvopn verið tiltæk en einmitt nú þegar yfirlýsing- arnar frá Vladivostok-fundinum ber- ast til umheimsins. Þessar yfirlýs- ingar eru fals og raunverulegur til- gangur þeirra er að dylja fyrir augum heimsins brjálæðislegt vopnaskak risaveldanna tveggja. Síauknum hót- unum bandarísku helmsvaldastefnunn- ar um styrjöld fyrir botni Miðjarðar- hafs verður að svara með kröftugum mótmælum frá öllum friðelskandi al- menningi, og vopnaskak sósíalheims- valdasinnanna og bandarfsku heims- valdasinnanna verður að fordæma. Margir muna eftir lögbrotum útvarps- ráðs í kosningunum í vor, þegar frambjóðendum smærri stjórnmála- flokka var meinuð full þátttaka í stjórnmálaumræðum í útvarpi og sjónvarpi fyrir kosningarnar. Þrátt fyrir að útvarpslögin kveði skýrt á um jafnan rétt allra eiristaklinga, stjórnmálaflokka og félagssamtaka til að fá að flytja mál sitt í útvarpi, bjó útvarpsráð til "nýjar reglur" sem brutu þessi lög algerlega. Lýðræðis- ákvæðin í lögum borgaranna reyndust vera hjóm eitt þegar til átti að taka. Lýðræðið var bara fyrir borgaralegu stjórnmálaflokkana og til þess að meina kommúnistum aðgang að ríkis- reknum fjölmiðlum var gripið til þess ráðs að útiloka alla, sem ekki buðu fram í öllum kjördæmum, frá útvarpsumræðunum. Annað dæmi sem sýnir ljóslega borg- aralegt eðli ríkisreknu fjölmiðlana, er ritskoðim útvarpsmanna á leiður- um Stéttabaráttunnar í upplestri leið- ara landsmálablaðanna. Af 10 eintök- um Stéttabaráttunnar, sem gefin hafa verið út fyrr á þessu ári, hafa aðeins 6 leiðarar verið lesnir upp f útvarp- inu, þrátt fyrir að útvarpinu hefur reglulega borist blaðið og útvarpsráð samþykkt, að leiðarar þess væru lesnir upp í samandregnu formi. t>rátt fyrir endurteknar umkvartanir hefur upplesturinn gengið skrikkjótt og hafa útvarpsstarfsmenn borið fyrir sig ýmsar afsakanir. Guðmundur Jónsson, dagskrárstjóri, sagði við fulltrúa Stéttabaráttunnar, þegar þeir kvörtuðu undan þessu við hann, að það væri upplesaranum í sjálfsvald sett, hvort hann læsi úr leiðurum blaðanna, er til hans bærust, eða ekki. Lýsti Guðmundur þvíyfir, að upplesaranum félli áreiðanlega ekki við stílinn í Stéttabaráttunni og það væri sennilega þess vegna sem hann læsi ekki úr öllum leiðurunum. Að auki reyndi hann að afsaka sig með því, að viðkomandi leiðarar hefðu Afstaða Islands á alþjóðavettvangi íslenska afturhaldið veitir heimsvalda- stefnunni lið sitt á vettvangi alþjóða- stjórnmála. Viðurkenning hægri stjórnarinnar á fasistaklíku Thieus f S-Víetnam ber að skoða sem ögrun við almenningsálitið. Víetnamska alþýðan hefur valið að fylkja sér undir merki Bráðabrigðaby ltingarstj órnar - innar og völd Thieus í Saigon hvfla aðeins á stuðning bandarísku heims- valdasinnanna við fasfska ógnarstjórn hans. Hið sama er að segja um af- stöðu Islands á þingi Sameinuðu þjóð- anna, þegar málefni Palestínu voru rædd þar. Islenski fulltrúinn greiddi atkvæði gegn tillögunni um að pale- stínska alþýðan fengi áheyrnarfulltrúa á þingi SÞ. Þar með snerist hann gegn sjálfstæðisbaráttu smáþjóðar, sem svipt hefur verið landi sínu og hrakin í flóttamannabúðir. Þetta fólskubragð vottar aðeins afturhalds- saman stuðning íslensku rfkisstjórnar- innar við hernaðarfasismann í Israel og ógnarverk hans gegn alþýðu manna í nágrannalöndunum. Islenska ríkis- stjórnin hefur tekið afstöðu gegn frelsisbaráttu þjóðanna í löndum þriðja heimsins og styður risaveldin í kúg- unarfyrirætlunum þeirra gegn þessum löndum. Við fordæmum þessa af- stöðu, sem stríðir gegn sjálfstæðis- baráttu smáþjóða og vanþróaðra þjóða og styður ófriðaröflin í heiminum f dag. Kröfur allrar alþýðu eru ský- lausar: VIÐURKENNIÐ BRAÐABRIGÐABYLT- INGARSTJÓRNINA 1 SUÐUR-VÍETNAM.i HÆTTIÐ STUÐNINGI VIÐ ARASAR- STEFNU ÍSRAELS FYRIR BOTNI MIEJAREIARHAFSJ fjallað um staðbundin eða innanfélags- mál, og að öðrum blöðum væri einnig sleppt, en fulltrúar Stéttabaráttunnar ráku hvorttveggja ofan í hann. Leið- ararnir, sem sleppt hafði vetið, fjölluðum.a. um sósíalheimsvalda- stefnuna og afstöðu KSML til verka- lýðsfélaganna og voru því ekki um staðbundin efni eða innanfélagsmál. Lýðræði verkalýðsins boðar afnám einkaeignarinnar á framleiðslutækj- unum og kippir þannig grundvellinum undan sníkjulffsháttmn atvinnurekenda og arðráni þeirra á verkalýðnum. Þess vegna verður lýðræði verkalýðs- ins að eiga sér öflugan málsvhra sem er óháður borgaralegu þjóðfélagi, sem er studdur og styrktur af verka- lýðnum sjálfum, bæði hvað varðar efnahag og skrif. Aðeins þegar Stéttabaráttan er orðin vettvangur fyrir hvern venjulegan verkamann til að koma á framfæri málsstað sínum og uppljóstrunum um framferði at- vinnurekenda, húsnæðisokrara, lög- reglunnar og tryggingafyrirtækjanna, vettvangur þar sem reynsla eins verkamanns kemur að notum fyrir fjölda annarra, bæði hvað snertir kjarabaráttu verkalýðsins og pólitíska baráttu hans, á lýðræði verkalýðsins sér slíkan málsvara. Það er mikil- vægt að verkamenn og stuðningsmenn verkalýðsstéttarinnar leggi fram sinn skerf til að styrkja framkvæmd þessa verkefnis og gera Stéttabaráttuna að raunverulegu málgagni allrar verka- lýðsstéttarinnar. f viðtali við aðra útyarpsstarfsmenn hefúr komið fram, að lesa skuli úr leiðurum þeirra blaða, sem æskja að svo sé og útvarpsráð hefur samþykkt. Sé það hins vegar svo, sem Guðmund- ur heldur fram, að lesarinn sé ein- ráður um val á leiðurum, er hér um að ræða mjög alvarlegt brot á út- varpslögunum og bersýnilegt að það er notað gegn kommúnistunum, því að samkvæmt okkar vitund, hefur Stéttabaráttan ein allra blaða orðið fyrir þessari mismunun hjá útvarp- inu. Annars er þetta mjög f anda þess lýðræðis sem útvarpsráð stendur fyrir - leiðarar dagblaðanna eru lesnir daglega, en leiðarar lands- málablaða eru lesnir þegar þau koma út, nema Stéttabaráttunnar. Leiðar- ar hennar eru lesnir annan hvorn mánuð, eða það um bil. GERUM STÉTTABARATTUNA AÐ MALGAGNI VERKALÝB6STÉTTAR- INNAR. Þetta sýnir aðeins fram á þá stað- reynd, að verkalýðurinn getur aldrei treyst á ríkisrekna fjölmiðla borgara- stéttarinnar til að flytja málstað sinn; hann verður að eignast málsvara sem er útbreiddur, sjálfstæður og óháður borgaralegu þjóðfélagi hvað dreifingu snertir. Mikilvægi þess að styrkja Stéttabaráttuna á allan hátt og gera hana að málgagni og málsvara verkalýðsstéttarinnar er óumdeilan- legt. Lýðræðið sem ríkisreknu fjöl- miðlarnir starfa samkvæmt og þjóna, er lýðræði fyrir borgarastéttina til að koma afturhaldssamri lífsskoðun sinni út til almennings, til að inn- prenta alþýðunni trúarbábyljur og fordóma, til að fegra arðránið, skattaokið og dýrtíðina frammi fyrir öllum almenningi. Það er lýðræði fyrir kapítalistana til að viðhalda eignarétti sínum yfir framleiðslu- tadcjunum og þar með aðstöðu sinni til að lifa á vinnu verkalýðsins. Lýð- ræði verkalýðsins fær aldrei aðgang að slíkum fjölmiðlum þegar til lengdar lætur eða í miklum mæli. Því að lýðræði verkalýðsins boðar, að allir skuli hafa sama og jafnan rétt til framleiðslutækjanna, að eng- um sé leyfilegt að lifa á vinnu ann- arra, heldur aðeins á þeirri vinnu sem hann hefur sjálfur framkvæmt. 6/12 STETTABARATTAN 11/12. tbl. 3.árg. 13. desember 1974. Étg. Kommúnistasamtökin m-1 Pðsthólf 1357 Reykjavík Súni: 27 800 Ritstj. og ábm.: Hjálmtýr Heiðdal Hafið samband við KSML Akureyri: Umboðsmaður fyrir út- gáfuefni KSML er Birgir Guðmunds- son, Skipagötu 2. Isafjörður: Umboðsmaður fyrir út- gáfuefni KSML er Agnar Hauksson, Tangagötu 20, sími 3651. Hellissandur: Umboðsmaður fyrir útgáfuefni KSML er Sigfús Almars- son, Skólabraut 10. Húsavík: Umboðsmaður fyrir út- gáfuefni KSML er Þórarinn Ólafs- son, Uppsalavegi 21. Neskaupsstaður: Stuðningsdeild KSML; Magnús Sæmundsson, Urð- arteig 21. ólafsvík: Fulltrúi KSML er Matth- ías Sæmundsson, Hjarðartúni 10. Siglufjörður: Söluturninn, Aðalgötu, er með umboðssölu fyrir Stéttabar- áttuna og Rauða Fánann. Stykkishólmur: Umboðsmaður fyrir utgafuefni KSML er Olafur Þ Jóns- son, As. Suðurnes: Stuðningsdeild KSML; Einar Jónsson, Sólvallagötu 40c, Keflavík. Reykjavfk: KSML Skólastræti 3B eða pósthólf 1357, sími 27 800. Áskorunfrá miðstjórn Kommúnistasamtakanna m-l til allra and-heimsvaldasinnaðra Islendinga: Ferðist ekki til Spánar! FRAP - andfasistafylkingin á Spáni (sem Stéttaþaráttan kynnti f 10. tbl. '74) hefur beint þeirri ein- dregnu áskorun til allra verka- manna og lýðræðissinna í Evrópu að styðja ekki fasistastjórn Frank- ós með því að ferðast til Spánar. Talsmenn FRAP benda á, að ferðamannatekjurnar hjálpi stjórn Frankós að viðhalda tiltölulegu jafnvægi f efnahag landsins - sem sífellt er f slæmu ástandi sökum kúgunar bandarísku heimsvalda- stefnunnar. Til að sýna fram á þetta hefur FRAP lagt fram eftirfarandi upp- lýsingar: T.d. var viðskiptajöfnuð- ur Spánar árið 1968 óhagstæður um 1.730 milljðnir dollara, en með tekjimum af þeim 19 milljón ferða- mönnum sem komu til landsins það ár varð greiðslujöfnuðurinn óhag- stæður um 61,4 milljónir dollara. Sömu sögu er að segja um árið 1969, þá komu 21 milljón ferða- menn sem eyddu 1.300 milíjónum dollara f landinu og þessar tekjur hjálpuðu fasistastjórninni til þess að greiða megnið af þeim 2000 milljónum dollara, sem greiðslu- hallinn var. Hinn stöðugi ðhagstæði viðskipta- jöfnuður er afleiðing þess að land- ið er okað af hcimsvaldastefnunni. Það má þvf segja, að ferðamanna- gjaldeyririnn sem kemur til Spán- ar, og jafnar mesta tekjubil fyrir fasistastjðrnina, sé jafnframt for- senda þess að bandaríska heims- valdastefnan getur haldið landinu í greip sinni. Að öllu jöfnu er það ljóst, að ef ekki væru tekjurnar af ferðamönn- unum, þá myndi harðstjórnin riða í sessi og innbyrðis móthverfur valdastéttarinnar myndu aukast. Innbyrðis deilur meðal fasistanna myndu auðvitað veikja þá og þannig koma baráttu alþýðunnar til góða. Að lokum segja talsmenn FRAP - Ferðamannastraumurinn hefur tvenns konar áhrif; hann auðgar auðherra Spánar og er nauðsynleg forsenda fyrir undirlægjuhætti Frankó-fasistaima gagnvart banda- rfsku heimsvaldastefnunni - fyrir verkalýðinn og fátæklingana á Spáni hefur ferðamannastraumur- inn engar jákvæðar hliðar, heldur eingöngu hækkað vöruverð og sterk- ari kúgunarstjórn. Miðstjórn KSML hefur ákveðið að styðja áskorun FRAP um að skora á verkalýðinn og alla and-heims- valdasiima og lýðræðissinna að ferðast ekki til Spánar. Og það segir sig sjálft, að allir þeir sem telja sig framfarasinnaða fylgja þessari áskorun. Útbreiðsluherferð Að frumkvæði deildarstjórnar Reykjavíkurdeildar hafa sellur KSML f Reykjavöc ákveðið að hafa með sér samkeppni um sölu á Stéttabaráttunni. Samkeppnin fer þannig fram að sellurnar setja sér takmark, að selja ákveðinn fjölda eintaka af desemberblaðinu. Sell- urnar reyna síðan að fylla- kvótann, sem er byggður á reynslu sellanna í sölunni að undanförnu, og sú sella sem tekst best upp kemur til með að sigra keppnina. I næsta tbl. Stb. þvf fyrsta á árinu 1975 verða niður- stöður hennar birtar. Salan á blaðinu hefur aukist að undanförnu jafnframt því sem á- skrifendum hefur fjölgað um 55% á fyrstu 11 mánuðum þessa árs. Lfta má á þessa keppni sem eins konar æfingu fyrir þau átök sem verða á næsta ári - en þá hleypur af stokk- unum áskriftaherferð ásamt ann- arri baráttu fyrir því að auka út- breiðslu og útgáfútíðni Stéttabarátt- Rauða Stiarnan JWíabú5Z RAUÐA STJARNAN H Skólastræti 3B, pósthólf 1357. Opið mánudaga, fimmtudaga og föstu- dagakl. 18.00-20.00, laugardaga kl. 10.00-12.00. Askorun til allra velunnara Rauðu stjörnunnar: Ef þið vitið af lientugu húsnæði, sem bókabúðin gæti tekið á leigu - hafið samband við bóka- búðarstjórn á opnunartíma

x

Stéttabaráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stéttabaráttan
https://timarit.is/publication/344

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.