Stéttabaráttan - 13.12.1974, Blaðsíða 10

Stéttabaráttan - 13.12.1974, Blaðsíða 10
10 STÉTTABARÁTTAN 11/12 tbl. 13.12.1974 Rauður vettvangur Frá lesendum Valdníðsla Því er ekki fyrir að fara, að verka- lýðurinn sé eina kúgaða stéttin hér á landi. Aðrir þjóðfélagshópar eiga við kreppt kjör að búa og verða einn- ig að líða órétt. Mín saga er dæmi um það. Ég er barnakennari úti á landi, og er aðkpmumaður. Það ðréttlæti, sem eg hef verið beittur frá því ég kom á þennan stað, hefúr opnað augu mín fyrir því að hand- hafar valdsins svffast einskis, þeg- ar um lítilmagnan er að ræða. Ég ákvað f haust að sækja um kennara- stöðu á þessum tiltekna stað. Ég taldi víst, að mér yrðu veitt sömu kjör og tíðkast hefur meðal aðkom- inna kennara annars staðar á lands- byggðinni. Þessvegna æskti ég að- eins, að mér yrði séð fyrir húsnæði og fæði, en láðist að taka fram hver hlutur þeirra yrði ef um kostnaðar- mikið uppihald yrði að ræða. Strax annan daginn hér var mér réttur reikningur, sem hljóðaði upp á 18 þús kr. af 44 þús. mánaðarlaunum mfnum (að undanskilinni láglauna- uppbóta Geirs hins fríða). Ég hef gengið á milli Pílatusar og Heródes- ar, en aðeins hlotið sömu útreið og Kristur forðum. Augljóst er, að okkar ástkæra lýðræðisríki býður uppá valdníðslu hrokafullra embætt- ismanna og yfirstéttarvalds. Þess má geta, að höfuðpaurinn er einn af forkólfum Framsóknarflokksins. Reynsla mín af framangreindu hefur sýnt mér, að kennarar eru kúgaður hðpur og á fulla samleið með stétt- arbaráttu verkamanna. Ég vil benda kennurum, hvar sem er á landinu, að það, að búast má við stórauknum kjaraskerðingum á næstunni. Þann- ig hef ég frétt, að fella eigi niður allar staðaruppbætur, sem þýðir að þrengt yrði mjög að kjörum kenn- ara. Reynsla mín og dómgreind hafa kennt mér, að einasta leiðin til að brjóta helsi þetta er að taka upp öfluga pólitíska baráttu við hlið verkalýðsins og kollvarpa auðvalds- skipulaginu. Með það fyrir augum hyggst ég taka þátt í námshring K. S. M. L. og vona jafnframt að sem flestir fylgi því fordæmi. Með baráttukveðju til Stéttabarátt- unnar K.V.M. Skiptir hann oftar um skoðun en sokka ? Nýlega rakst ég á eftirfarandi um- mæli eftir Jónatan Þórmundsson, prófessor: "Ég var nú lengi þeirrar skoðunar, að herliðið ætti að vera hér, en við tilkomu hinna nýju vopna, eld- flauga og vetnissprengja hafa við- horfin breyst. Ég tel því enga vernd í hernum eins og nú er kom- ið." (Dagfari, málgagn Hernáms- andstæðinga, bls. 24, 1. des. '61) Þessi sami Jónatan er einn af for- göngumönnum "Varins lands" og aðili að málsókninni gegn m. a. blaðamönnum Þjóðviljans. Mér finnst þetta kostuleg heljarstökk - því að "varið land" áróðurinn geng- ur einmitt út á það, að herinn cigi að vera hér til að "verja landið". Hefur Jónatan breytt um skoðun á eldflaugum og vetnissprengjum, eða er hann bara dæmigerður Fram- sóknarmaður ? -/Finnur Trúboð Ég sá það f sjónvarpinu um daginn, að Aðventistar og fleiri kristnir trúflokkar kúgi indíána f Suður- Ameríku. Þar var sagt frá trú- flokki sem heitir sjöunda dags að- ventistar, sem rekur einhverja trú- boðsstarfsemi meðal indíána við Amazon fljótið f Brazilíu og kúguðu þeir fólkið sem bjó þarna til að sækja trúboðssamkomur, bönnuðu því að éta svínakjöt og fisk sem þó er aðalfæða indfánanna. f myndinni var sagt að indíánarnir hefðu feng- ið skortsjúkdóma vegna þess, að þeir fengu ekki eggjahvítuefni úr svfnakjötinu og fiskinu og aðventist- arnir veittu þeim enga hjúkrun. Einnig var sagt frá öðrum trúflokki, sem seldi indíánum fyf og þar sem þeir áttu enga peninga, stóðu fyfin óhreyfð, en fjöldinn allur af þorps- búum var með alvarlega og lang- varandi sjúkdóma, sem hægt hefði verið að lækna með lyfjunum. Mér finnst að svona lagað eigi að birta, og banna að trúarhópar séu að kúga fátæklinga til hlýðni og undirgefni, með því að veita þeim læknisaðstoð gegn gjaldi. Sjón- varpið sýnir alltof sjaldan þessa hlið kirkjunnar en þess í stað fá einhverjir prestar að vaða uppi með trúaráróður á hverjum einasta sunnudegi. Gagnfræðaskólanemi. At yourservice... Alþýðubandalagið segist berjast gegn herstöðinni á Keftavíkurflug- velli og hefur gert það mál að aðal- baráttumáli sínu í Alþingiskosning- um. En svo Jxsgar AlJjýðubandalag- ið er komið í r&isstjorn hefur það ekki gert alvöru úr því að reka her- inn burt, þrátt fyrir kosningaloforð- in. Þo keyrir um þverbak, þegar Þjðð- viljinn lýsir því yfir, að prent- smiðja hans sé reiðubúin að prenta áróður fyrir bandarísku upplýsinga- þjónustuna, aðeins ef hún borgar samkvæmt taxtal Eftirfarandi klausa birtist í Þjóð- viljanum 3. desember f grein þar sem Þjóðviljamenn eru að reyna að dylja, að þeir hafi samband við rússana. Meira aö segja væri fyllUega hugsanlegt ab Prentsmibja Þjóbviljans taeki ab sér prentun Morgunblabsins eba öfugt og sameiginlega reka 4 dagblöb eina prentsmibju. veyna væri lfka HDolViingahjánusta Bandarlklanna velkomin I vib- ptLvibPrenh .......... skipti við Prent-uniMÍrÞiáfuuIj- ans upd á gjaldskrá Félags isl. prentsmibjueigenda, eins og Reiður vinstrimaður. Stalín-vinur kínverskrar alþýdu Við birtum hér grein eftir Maó Tsetung formann umhinnmiklaleiðtoga sovéskrar alþýðu, Jðsef Stalfn. Astæðurnar eru tvennar, annars vegar eru 21. þessa mánaðar 95 ár liðin frá fæðingu hans, og hins vegar er greinin hið sterkasta andsvar við öllum árásum og óhróðri borgaralegra áróðursmanna um foringja Bolsévíkanna. Öllum marxistum-lenínistum er það skylt að standa með Stalfn og verkum hans, ekki síst nú, þegar á íslenskum verkalýð dynja úr útvarpinu hinar svokölluðu endurminningar Krúsjofs. Við tökum fyllilega undir með Maó, er hann segir: "Ast og virðing kínverskrar alþýðu fyrir Stalfn... á sér djúpar rætur, og engin tilraun til að spilla þar um, engin lýgi, og ekkert baktal getur breytt því." Þann 21. desember verður félagi Stalín 60 ára. Þessi afmælisdagur vekur hjá öllum byltingarsinnum hvar sem er í heiminum hinar sönn- ustu og heilustu heillaðskir. Að hylla Stalín er ekkert formsatriði. Að hylla Stalín þýðir að standa með honum, standa með verkum hans, fyrir sigri sósíalismans, fyrir þeirri leið, sem hann hefur sýnt mannkyn- inu, það er yfirlýsing um einlæga vináttu. Því langstærsti hluti mann- kynsins líður skort og getur aðeins losað sig undan þeirri áþján með því að fylgja leið Stalíns og með hans hjálp. Hin kínverska alþýða er nú á leið sinni í gegnum mestu þrengingar sögmmar og hefur meira en nokkru sinni þörf fyrir hjálp annarra. í "bók Odernes" er þetta nefnt "fugl- inn kallar á rödd vinar." Þetta eru þær aðstæður sem við erum í. Hverjir eru vinir okkar? Til eru svokallaðir vinir, fólk sem segist vera vinir kínverskrar alþýðu og sem sumir Kmverjar skoða hugs- unarlaust sem vini sfna. En þannig vinir hljóta að vera svipaðir Li Lin- fu, sem var forsætisráðherra á tfm- um Tang-keisaranna, sem sagt var um "að hefði hunang í munninum en rýting falinn í erminni." Þannig eru raunverulega þessir "vinir," þeir hafa "hunang f munninum en rýting falinn f erminni." Og hverjir eruþeir? Það eru heimsvaldasinn- arnir, sem þykjast hafa samúð með Kfna. Það eru einnig til vinir, allt öðru vísi vinir, vinir, sem sannarlega sýna okkur stuðning, og líta á okkur sem bræður sína. Hverjir eru þeir ? Það er sovésk alþýða og Stalín. Ekkert annað riki hefur afsalað sér hagsmtmum sínum í Kína. Það hafa aðeins Sovétríkin gert. I okkar fyrstu stóru byltingu, þegar allir heimsvaldasinnarnir voru á móti okkur, voru það aðeins Sovét- ríkin ein, sem hjálpuðu okkur. Síðan varnarstríðið gegn innrás Jap- ana hófst, hefur engin heimsvalda- sinnuð ríkisstjórn stutt .okkur. Að- eins Sovétríkin hafa veitt okkur að- stoð jafnt í lofti sem á láði. Er þetta ekki nógu ljóst ? Aðeins land sósíalismans, leiðtogar þess og alþýða, sósíalfskir hugsuðir þess, ráðamenn og verkafólk, aðeins þeir geta veitt kínversku þjóðinni sannan stuðning í frelsisbaráttunni, sem og í öðrum málum. An hjálpar þess getum við ekki unnið endanleg- an sigur. Stalín er hinn einlægi vinur kínverskr- ar alþýðu og berst fyrir frelsun hennar. Ast og virðing kínverskrar alþýðu fyrir Stalín og vinarþel henn- ar til Sovétríkjanna á sér djúpar rætur, og engin tilraun til að spilla þar um, engin lýgi, og ekkert baktal getur breytt þvf. -/mþ þýddi Sáuð þið í sjónvarpinu Kreppan er hugarfarsieg og verðbólg- an siðspillandiT í sjðnvarpsþættinum Kastljðs á föstu- dagskvöldið 6/12 var kreppan til um- ræðu. Þráinn Eggertsson hagfræð- ingur og Helgi Bergs bankastjóri sátu fyrir svörum og afhjúpuðu full- komið skilningsleysi sitt á orsökum þeirrar kreppu sem haldið hefur inn- reið sfna í auðvaldsheiminn. Frá sjðnarhðli borgaralegu hagfræðinnar er kreppan eitthvað óskiljanlegt, einhver mistök í fjárfestingu eða jafnvel eitthvert andlegt fyrirbærij Það hvarflar ekki að fulltrúum henn- ar, að orsökin fyrir kreppunni liggi í kapitalismanum sjálfum, sé óhjá- kvæmilegur fylgifiskur hans og æ- varandi áþján fyrir verkalýðinn, svo lengi sem einkaeignin á framleiðslu- tækjunum er við lýði. Helgi Bergs: "Kreppan er hugarfars- leg..." Bankastjórinn hélt sig við útúrsnún- ingana, þegar spyrjandinn vildi vita orsakir kreppunnar. Viðurkenndi hann með semingi, að flestum myndi veflast tunga um tönn, þegar svara skyldi slíkri spurningu. Hann tíndi þð fram lágkúruna, sem jafnvel blaðasnápar borgarapressunnar hafa margtuggið, að olían .væri orsökin. Þegar spyrjandi benti réttilega á, að olfan væri aðeins brot af heildar- framleiðslunni og að leita þyrfti or- sakanna fyrir verðhækkunum á olíu líka, vafðist Helga sjálfum svo tunga um tönn, að hann leit út eins og drukknandi maður sem kraflar í brothætta vök, þegar hann henti á lofti skýringu spyrjandans sjálfs - nefnilega að kreppan væri hugarfars- legj Tilraunir hans sjálfs til að kenna vanráðnum og óhugsuðum fjárfest- ingum auðmanna um kreppuna, end- uðu f slikum ógöngum, að augljóst var hverjum sem á horfði að banka- stjórinn hafði ekki hundsvit á því fyrirbrigði. Vilmundur Gylfason sá í hendi sér að kreppan væri fyrst og fremst í erlendum mörkuðum og sem slík innflutt fyrirbrigði. Engan þessara spekinga renndi grun f hina raunverulegu orsök, alla vega voru þeir ófúsfy að viðurkenna að það hafi svo verið. Kreppan er nefnilega afleiðing af ósættanlegum andstæðum sem felast í sjálfri auð- valdsframleiðslunni. Þegar fram- leiðslan stjórnast af taumlausri gróðaleit hvers auðjöfurs um sig, er auðsætt að heildarframleiðslan ein- kennist af innbyrðis baráttu þessara auðjöfra, samkeppni þeirra og sam- vinnu um að halda verðlaginu háu og laununum samtímis eins lágum og þeim er unnt. Þessi andstæða - að framleiða eins mikið og hægt er og reyna að selja það eins dýrt og fram- ast er unnt, samtímis því sem kaup- endurnir fá eins lág laun og atvinnu- rekendurnir geta pressað^þau niður - leiðir ðhjákvæmilega af sér stöðnun og kreppu. Framleiðslan fer óhjá- kvæmilega fram úr kaupgetunni, markaðuriim getur ekki vaxið eins hratt og framleiðslan. En ef spekingarnir í sjónvarpsþætt- inum hefðu komið auga á þessa ein- földu staðreynd, væru þeir heldur ekki borgaralegir hagfræðingar. Því af þessari staðreynd leiðir, að auð- valdsþjððfélagið er oröök kreppanna, atvinnuleysisins og verðbólgunnar og eina lækningin sem talist getur varanleg er að leggja auðvaldsþjóð- félagið í rúst og taka upp sósfalfska framleiðsluhætti, sem einkennast af sameigninni og samvinnunni. Það er þannig ekki auðvaldskreppan sem er hugarfarsleg - heldur er hugar- farslegt ástand borgaralegu speking- anna f kreppui Þráinn Eggertsson: "Verðbólgan er siðspillandi..." Vafalftið hefur Þráinn útskrifast úr háskólahagfræðinni með prýði. En hann lét f ljós vonbrigði sín yfir, að raunveruleikinn skyldi ekki haga sér eins og kennslubækurnar sögðu fyrir inn. En hvaða hugmyndir skyldi nýútskrifaður hagfræðingur gera sér um sjálfan sig og hagfræði- þekkingu sfna, þegar hann neyðist til þess frammi fyrir alþjóð, að leiða hagfræðivandamálin hjá sér? Það er aumkunarvert að horfa upp á "fjölmenntaða" hagfræðinga brosa aulalega út í loftið og fíiósófera um siðferðilegar afleiðingar verðbólg- unnar, þegar þeir eru spurðir um orsökina fyrir verðbólgu og leiðun- um til að berjast gegn henni! Ekki bætir heldur úr skák, þegar fullyrt er, að verðbólgan hafi stóra kosti - sem sé að vegna hennar geti allir íslendingar búið í mjög góðu húsnæðij Sjálfsagt þarf Þráinn ekki að hafa áhyggjur af slfku, en venju- legur verkamaður, sem ætlar að byggja sér hús getur ekki hallað sér aftur í hægindastólnum og sagt, að verðbólgan sjái um húsbygginguna. Það sem Þráinn á við er, að verð- bólgan sé svo hröð, að lán sem tekin séu rýrni það hratt að endurgreiðsl- an verði minni en upphaflega láns- upphæðin. En þetta er bara flatur áróður, sem einföldustu sálir hljóta að sjá í gegn um. Þvf verðbólgan felur einmitt f sér lækkun launa miðað við vöru- verð, eða hraðari hækkun vöruverðs en launa. Þess vegna verður verka- maður að vinna margfalt meira í dag en áður til að greiða af þeim lán- urn sem hann tók fyrir húsbygging- unni. Þetta sannast af því, að yfir- og næturvinna hefur aukist gffurlega síðustu ár og að ómögulegt er að lifa af daglaunum verkamanns, hvað þá að leggja til hliðar af þeirn fyrir húsbyggingu eða íbúðarkaupum. Verð- bðlgan leiðir þess vegna af sér auk- inn þrældóm fyrir verkalýðinn og gerir honuro.íbúðarkaup ekki auð- veldari að öðru leyti en þvf, að á verðbólgutímum er auðveldara að fá bankalán en annars. Hins vegar var fróðlegt að heyra Þráinn útlista fyrirætlanir íhalds- stjðrnarinnar. Hann glopraði því út úr sér, að tvær leiðir væru til: að lækka launin hratt og óvægið, en það hefði baráttu verkalýðsins f för með sér, eða að koma launalækkununum og kjaraskerðingunum á hægt og ró- lega f þeirri von að verkalýðurinn samþykkti þær í skömmtum. Þráinn viðurkenndi að hægristjórnin hefði valið síðari leiðina og kemur það heim og saman við þær kjaraskerð- ingar sem verið er að framkvæma við höfnina, f Aburðarverksmiðjunni og vfðar, aðallega með þvf að lengja vinnudaginn og auka vinnuálag- ið gegn lftilli hækkun launa, sem ekki er einu sinni upp í þær vísitölu- uppbætur sem íhaldsstjórnin stal af verkalýðnum. Hvað sem segja má um ha^fræði- þekkingu Þráins, verður þo að segja að hann sé meðvitaður um hlutverk borgaralegrar hagfræði og hagstjórn- ar - að auka arðránið á verkalýðnum og sætta hann við það með kjaftæði um þjóðarsamstöðu, og sameigin- legar byrðar, sem atvinnurekendur og verkalýður verða að axla til að bjarga þjóðarbúinu og atvinnuvegun- Framhald af baksíðu EFNAHAGSHRUN... um kemur kreppan nú fram í atvinnu- leysi, styttingu vinnutíma og alhliða samdrætti. íyrir skömmu stjfttu Ffatverksmiðjurnar á ítalfu vinnutíma verkamanna úr 40 stundum niður í 24 stundir á viku og lækkuðu kaupið samsvarandi. Þannig mætti nefna mýmörg dæmi. Kreppan kemur ekki aðeins fram f efnahagslífi og viðskiptum, heldur hefur hún áhrif á öll svið þjóðfélags- ins. Félagslegur órói, andspyrna og uppreisnir gegn undirokurunum eru eðlilegir fylgifiskar hennar. Verk- fallstíðni fer þannig yfirleitt hækkandi, I Bandaríkjunum urðu þannig 3.24Ó verkföll á fyrri helmingi þessa árs með þátttöku 1.600.000 verkamanna, sem eru um 650.000 fleiri en á fyrra ári. Slíkt hið sama gerist í löndum Vestur-Evrópu og Japan. Qreigarnir eru að vakna til meðvitundar um að þeir eru öreigar og eiga engra hags- muna að gæta í ríkjandi þjóðfélags- kerfi, þeir hafi engu að tapa nema hlekkjunum. -/MVS tók saman Lesió bæklinga KSML UM VERKFÖLL . (eftir Lenín) 50/- kr. REYNSLAN AF KJARABAR- Attunni. (Alyktun Alþjóðasambands Rauðra Verkalýðsfélaga frá 1929 um bar- áttuaðferðir f verkföllum) 50/- kr. ALYKTANIR 1.RAE6TEFNU KSML. 150 kr. DlALEK TlSKA OG SÖGULEGA E F NISHYGGJA N(eftir Stalin) (2. námsfundur í námshring KSML með formála og eftirmála KSML) 150 kr. UM FLOKKINN ( 5. námsfundur í námshring KSML með formála KSML)150 kr. foriagi< i

x

Stéttabaráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stéttabaráttan
https://timarit.is/publication/344

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.