Stéttabaráttan - 13.12.1974, Blaðsíða 6

Stéttabaráttan - 13.12.1974, Blaðsíða 6
6 II ofuðhreyfingin i heiminum i dag er bylting STÉTTABARÁTTAN 11/12 tbl. 13.12.1974 Sjö árum eftir fjöldamorðin við Siglo XX Námuverkamenn standa aftur í fylkingarbrjósti bárattunnar WEL?ql&C?RNH™LI7Bl 1. maí í Siglo XX Fyrir 7 árum stóð til að stofna breið- fylkingu gegn hinni fasísku ríkisstjórn Bólivfu, og staðurinn sem safnast átti saman til fundar var námabærinn Siglo XX. En daginn fyrir fundinn réðist her Bólivíu inn f bæinn ma#J stuðningi stðrskotaliðs og loftárásU og braut á bak aftur alla andstöðu verka- lýðsins. Morguninn eftir innrásina^ lágu á götunum l£k 200 námuverka- ‘ manna, eiginkvenna þeirra og barna. Þetta gerðist fyrir 7 árum, kvöld og aðfaranótt 24. júní 1967. Hörð lífsskilyrði valda þvf að bólivísk- ir námuverkamenn standa í fylkingar- brjósti baráttunnar gegn kúguninni Þann 1. maí 1974 lagðist öll vinna niður í Siglo XX, og verkamenn streymdu út á göturnar f þúsundatali til að taka þátt í mótmælaaðgerðum. Eins og fyrir 7 árum var mótmælt fasisma, heimsvaldastefnu og nýlendu- stefnu. Talkórar hrópuðu vígorð eins og: Niður með Banzer einræðisherraí Niður með bandarísku heimsvalda- stefnuna! Lifi Federico Escobar! (stofnandi marxíska-lenfníska komm- únistaflokksins í Bólivíu, myrtur 1967). Lifi frjáls Bðlivfa! 11. maf ávarpi sínu kom Gilberto Bernal (leiðtogi félags bygginga- verkamanna) fram með fj ölda ákæra á hendur stjórninni og Banzer, og sýndi fram á undirlægjuhátt þeirra við erlenda heimsvaldastefnu. Hann ákærði stjðrnina og Banzer fyrir: • Að hafa sett fjárfestingarlög, sem gefa erlendum auðhringum ótæm- andi möguleika á að arðræna alþýðu Bólivíu, og allar fjárfestingar skatt- frjálsar. • Banzer er ábyrgur fyrir að hafa gefið 1 milljón hektara jarðnæðis til Union Óil Company of California, og er olfuhringnum heimilt að eigna sér aHa olíu sem á því landssvæði kann að finnast. • Banzer hefur látið auðlindir J>ær sem finnast í Mutun, í SA-Bolivíu í hendur brasilískum auðmönnum fyrir hlægilega lága upphæð, sem endurgjald fyrir hjálp brasilíska hersins í stjórnarbyltingu Banzers 1971. • Banzer hefur styrkt herinn til að nota hann til að berja niður alþýð- ima, og m. a. keypt vopn sem sér- staklega eru ætluð til notkunar við að brjóta á bak aftur mótmælaað- gerðir. Bernal lauk ræðu sinni með þessum orðum: "Þrátt fyrir allar sínar strfðsvélar hræðist Banzer alþýðuna. Við verka- menn látum vopnaskak harðstjðrnar- innar ekki hræða okkur. Sögulegt hlutverk okkar er áð berjast gegn heimsvaldastefnunni... og þessari baráttu erum við staðráðnir í að halda áfram til að geta í gegnum hana náð raunverulegu sjálfstæði á sviðum efnahagsins, stjórnmálanna og þjððfélagsins'. Félagar verkamennt Lifi 1. mafl Niður með harðstjórnina!" f dag er stéttarvitund og baráttuhugur námuverkamannanna f Siglo XX á svo háu stigi, að stjórnarherinn þorir ekki að nálgast bæinn nema f bryn- vörðum bílum. En námuverkamennirnir í Siglo XX standa ekki einir í baráttunni. í janúar á þessu ári risu landbúnaðar- verkamenn upp til baráttu gegn verð- hækkunum og harðrétti. Svar stjórn- arinnar var það, að beita hernum gegn bændunum með þeim afleiðingum að 200 bændur voru myrtir f Cochab- amba. Baráttu bændanna var minnst 1. maí í Siglo XX. "Við höfum nú þegar fellt dóm yfir böðlum bændanna í Cochabamba, spurningin stendur um hvenær þeim verður fullnægt," sagði einn verka- mannanna í ræðu sinni. Þýtt og endursagt úr Proletáren/ÖI CHILE. FRAMHALD AF BLS. 5. FRAMHALD AF BLS.4. og smáborgarar og vissir hlutar framfara væri sigur kínverskrar borgarastéttarinnar, einkum hinn þjðð- alþýðu yfir heimsvaldastefnunni, legi, safiiast saman f þögulli and - stöðu gegn böðlum bandarísku auð- hringanna. Reynslan hefur kennt alþýðu Chile, að "friðsamlega leiðin" er blindgata, ef ætlunin er að varpa af sér oki þjðða- kúgunar og saakja fram til sósíalism- ans. Af þeim fáu fregnum, sem okk- ur berast þaðan, er ljóst, að alþýðan, undir forystu verkalýðsstéttarinnar, er að byrja að skipuleggja sig neðan- jarðar á byltingarvísu. Fyrsta vís- inn af slíkri skipulagningu sjáum við á þvf, að þegar hefur verkalýðuriim gert verkfall f meir en 40 skipti, það þrátt fyrir blóði drifnar járngreipar Pínóchet-klíkunnar. íslenska verkalýðsstéttin veitir bar- áttu hinnar chileönsku alþýðu gegn þjóðarböðlum bandarísku heimsvalda- stefnunnar fyUstu eftirtekt - og fyllsta stuðning. Við tökum undir brýnustu kröfur allra lýðræðissinna f Chile f dag: Sleppið öllum pólitfskum föngum. Lýðræðisréttindi til alþýðu Chile. Og við hvetjum alla framsækna verka- menn og alla lýðræðissinna og and- fasista á fslandi til að taka upp bar- áttuna fyrir þvf að rofin verði öll efnahagsleg og stjðrnmálaleg tengsl milli íslands og fasistarikisins Chile, fyrir alhHða fslenskri hunsun á Pínóchet-klfknnni. -/óhs lénsveldinu og skrifræðiskapitalisma. Jafnframt hefði þetta aldrei tekist ef ekki hefði verið um að ræða virka þátttöku allrar þjóðarinnar og stöð- uga meðvitund um mikilvægi barátt- unnar gegn óvininum er hann reynir að brjóta á bak aftur alþýðuna hvort heldur í formi heimsvaldastefnu eða með því að læðast aftan að alþýð- unni - í formi sósíalheimsvalda- stefnu. Haó Chung-shih lauk svo ræðu sinni með eftirfarandi orðum: "Eins og alltaf, mun kínverska þjóðin standa við hlið landa þriðja heimsins í bar- áttunni til að leysa núverandi fæðu- vandamál heimsins, leggja grunn að nýrri alþjóðlegri efnahagsbygg- ingu og berjast gegn nýlendustefnu, heimsvaldastefnu og yfirráðastefnu stórvelda. Við trúum þvf algjörlega að lönd og þjóðir þriðja heimsins sem hafa unnið sjálfstæði með því að treysta á sig sjálfar, og halda áfram baráttunni, muni örugglega vera færar um, með því að treysta á eig- in krafta, að framhalda baráttunni og styrkja einingu sína og gagnkvæma aðstoð, og þróa röggsamlega þjóð- legan efnahag sinn, þróa landbúnað, auka fæðuframleiðslu, og smám sam- an hrista af sér arðrán og yfirstjórn heimsvaldasinnanna og risaveldanna sem þau viðhafa m.a. með fæðu- þvingunum - og þannig leysa fæðu- vandamálið með sjálfstrausti." -/rb Kommúnistaflokkur Bólivíu m-l 10 ára Harðstjórn Banzers í Bólivíu riðar til falls undan harðnandi baráttu verka- manna og bænda. A þessu ári á Kommúnistaflokkur Bólivfu (m-1) 10 ára afmæli, en hann hefur mikil áhrif meðal undirokaðra stétta í Bólivíu, og er í fararbroddi baráttunnar gegn harðstjórninni. Undirbúningur að stofnun flokksins hófst árið 1963, og stofnþing hans var haldið þann 5. september 1964. Meirihluti þeirra sem sátu þingið voru verkamenn, smá- bændur og landbúnaðarverkamenn, en menntamenn voru f minnihluta. f á- lyktunum sínum tók flokkurinn afstöðu með Kommúnistaflokki Kína og Verka- lýðsflokki Albanfu gegn endurskoðunar- Frederico Escoba Zapata, stofnandi og fyrsti leiðtogi Kommúnistaflokks Bólivíu m-1. . Hann var myrtur af fasistunum. stefnu Sovétmanna og leppa þeirra. A árunum 1964-1967 vann flokkur- inn að því að auka fylgi sitt meðal verkalyðsstéttarinnar, og hafði náð mikilsverðum árangri er harðstjórn- in hóf baráttu gegn honum og skipu- lagningu verkalýðsstéttarinnar með fjöldamorðunum í Siglo XX. Astandið í Bólivíu í dag er flokknum mjög f hag: Einræði Banzers er valt. Hann hefur aðeins stuðning hersins, sem þó er mjög fallvalt sökum skerptra mótsetninga iiman hans. En alþýðan, verkamenn, bændur, nemar, smá- iðnaðarmenn og þjóðlegir borgarar sameinast og er reiðubúin að hefja baráttu til að kollvarpa einræðinu. Kommúnistaflokkurinn leggur upp þá bardagaaðferð að skapa einingu meðal fjöldans, skipuleggja hann og etja honum út f baráttunna. Að einangra harðstjórnina, ráðast gegn henni á öllum vígstöðvum, skerpa innri mót- sagnir hennar og undirbúa kollvörp- unina með því að styðjast við fjöld- ann. Þannig gegna verkalýðsfélögin og önnur skipulögð samtök verka- lýðsins miklu máli, og bólivísku kommúnistarnir leggja mikla áherslu á að ná forystulilutverki þar. Lika leggja þeir mikla áherslu á að af- hjúpa hvernig endurskoðunnarsinnarn- ir makka við einræðisstjórnina og sundra verkalýðnum með starfsemi sinni og reyna að eyðileggja upp- byggingu samfylkingarinnar. Mark- mið Kommúnistaflokksins (m-1) er: Að safna afli og tryggja sér leið- sögnina þegar að lokaáhlaupinu kemur. Kollvarpa auðvaldinu með byltingu og koma á fót lýðræðislegri and-heims- valdasinnaðri stjórn, er tryggi sjálf- stæði landsins á öllum sviðum. Þetta verði áfangi á leiðinni fram til hinnar sósfalfsku byltingar. Eftir 10 ára vopnaða frelsisbaráttu Heimsvaldasinnarnir ótfast ósigur i Óman "Það versta sem komið gæti fyrir olfuhringa vestursins er að uppreisn- in f Öman heppnist og breiðist út." Þetta eru orð sem höfð eru eftir ráða- manni í fran í maí 1973. Hann átti þar við byltingarbaráttuna í Öman, sem hófst 1964 undir forystu PFLOAG, Alþýðufylkingarinnar til frelsunar Oman og Arabfuflða. Þessi byltingar- hreyfing er næsta óþekkt á íslandi þrátt fyrir árangursríka baráttu gegn kúgunarstjórn, sem fær hernaðarleg- an og efnahagslegan stuðning frá Bret- landi, Bandaríkjunum, Vestur-íýska- landi, fran, Saudi-Arabíu og Jórdaníu. Þann 10. júní þessa árs voru 10 ár síðan vopnaða baráttan hófst í Öman. Alþýða Öman býr við miðaldakúgun af versta tagi. Þar tíðkast enn þræla- hald, og nauðungarvinna á stórbýlun- um. Stærsti hluti íbúanna er hirðingj- ar, bændur og fiskimenn. Verkalýðs- stéttin er mjög lítU, og það er algeng- ast að verkamenn fái laun sín f vörum, en ekki í peningum. Alþýðufylkingin hefur frelsað yfir 90% af vesturhluta Oman, og á frels- uðu svæðunum tekur mannlffið í dag stökk fram um þúsund ár, svo langt aftur úr er landið. Alþýða Dhofar (vesturhluta Öman) eignast í dag sína fyrstu lækna og sjúkraliða, sína fyrstu skðla og sfna fyrstu vegi. A- veica gefur í fyrsta skipti um aldir tækifæri til góðrar jarðræktar. Hirð ingjar setja sig niður til fastrar bú- setu, konurnar brjóta af sér alda- gamla hlekki siða og fordóma og taka af fullum krafti^þátt í uppbyggingunni og hernaðarbarattunni. Þrælarnir strjúka frá bæjunum og stórjörðunum til frelsuðu svæðanna. Jarðnæðið og áveiturnar eru sameign alþýðunn- ar og eru nytjaðar á grundvelli sam- yrkju. Þrðunin í Dhofar virkar sem hvati á and-heimsvaldasinnuðu baráttuna í öðrum hlutum Öman og í hinum níu smáríkjum við Arabíuflóann. Þannig gefur Dhofar hættulegt fordæmi að mati heimsvaldaríkjanna, og þau hafa reynt margt til að kæfa niður baráttu Alþýðufylkingarinnar: • Þau hafa reynt að þvinga ríkis- stjórnir smáríkjanna til að viður- kenna forræði hins afturhaldssama franskeisara á þessu svæði. fran hefur hertekið nokkrar hernaðar- lega mikilvægar smáeyjar úti fyrir ströndum smárfkjanna og einn sk'aga í mynni arabfska flóans. Þannig hefur Iran gengið erinda heimsvalda stefnunnar á þessu svæði. • Ileimsvaldaríkin hafa steypt af stóli veikum ríkisstjórnum í smáríkjun- um og sett leppa sína í valdastólana, ' Þannig var soldáninum f Öman steypt af stóli í júní 1970, og við völdum tók sonur hans, sem er menntaður í breska herskólanum Sandhurst. Þessi leppur heims- valdastefnunnar hefur aukið herafla ríkisins mjög, og beitt sér fyrir því að reyna að berja niður frelsisbar- áttuna í Dhofar. • Dhofar hefur orðið fyrir sprengju- árásum Breta, sem höfðu þær af- leiðingar f för með sér, að fjöldi ðbreyttra borgara beið bana, landi var spiHt og húsdýrahjarðir drepn- ar. Misheppnaðar aðgerðir til að berja á bak aftur Alþýðufylkinguna Um síðustu áramót reyndi afturhald- ið að brjóta á bak aftur frelsisherinn í Dhofar. 3000 franskir hermenn sóttu inn á frelsuðu svæðin, en voru hraktir til baka eftir tveggja vikna bardaga, þá hörðustu í níu ára frels- isstríði. f sams konar árás f október og nðvember 1971 reyndu breskir foringjar að leiða herdeild málaliða inn f vesturhluta Dhofar til að eyði- leggja samgönguleiðir til Alþýðulýð- veldisins Jemen, sem er sterkasti stuðningsmaður Alþýðufylkingarinnar. En þessi árás misheppnaðist. Her- menn Alþýðufylkingarinnar réðust á vígi gagnbyltingarsinnanna og þær borgir sem þeir réðu, og hröktu þá á flótta. PFLOAG hefur gengið í gegnum hraða þróun frá stofnun sinni 1964. Þá var Alþýðufylkingin stofnuð af tveimur hópum: annars vegar verkamönnum og menntamönnum sem fylgdu arab- fskri þjóðernisstefnu, og hins vegar hirðingjum og handvcrksmönnum, sem voru undirseldir kúgun soldáns- ins og gífurlegri skattpíningu sem í raun hamlaði allri efnahagslegri þrð- un í landinu. A þingi Alþýðufylkingarinnar sem haldið var 1968 urðu vinstri menn of- an á, en þeir vildu stefna að frelsun alls Oman og ríkjanna við Arabfufló- ann með byltingarsinnaðri and-heims valdasinnaðri baráttu, meðan hægri .armurinn vildi láta sér nægja að lýsa yfir sjálfstæði Dhofar. A þessu þingi var nafni hreyfingarinnar breytt f nú- verandi nafn, Alþýðufylkingin til frelsunar Öman og Arabíuflóa, en hún hafði áður heitið Frelsissamtök Dhof- ar. A þessu sama þingi var marxisminn- lenínisminn gerður að pólitískum grundvelli Alþýðufyllúngarinnar. Þannig reyndi þessi samfylking að þjóna bæði hlutverki samfylkingar og flokks. En reynslan sýndi, að með þvf voru minnkaðir möguleikarnir á að ná inn í baráttuna ákveðnum hóp- um, sem voru andheimsvaldasinnaðir þó að þeir væru ekki tilbúnir að taka þátt f marxísku-lenínísku byltingar- starfi, og því hefur þessi villa verið leiðrétt. Þannig hefur Alþýðufylk- ingin stækkað, inn í hana hafa gengið bræðrasamtök í Suður-Öman, og rétt- um tengslum milli flokksins og sam- fylkingarinnar hefur verið komið á, með því að marxistarnir-lenínistar- nir hafa byrjað að byggja upp komm- únistaflokk sem er skipulagslega ó- háður Alþýðufylkingunni. Alþýðufylkingin til frelsunar öman og Arabíuflóa þýðir í dag nýja von fyrir alþýðuna við Arabaflóann. Heims- valdastefnan reynir allt sem hún get- ur til að brjóta baráttu hennar á bak aftur, þess vegna þarfnast hún eins mikils stuðnings utan frá og hægt er. Með kommúnísku byltingarstarfi okkar á fslandi getum við veitt henni pólitfskan stuðning. Vilji er allt sem þarf. Stuðst við Proletáren, ATA og Hsin- hua/ÖI >•- ' Lf

x

Stéttabaráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stéttabaráttan
https://timarit.is/publication/344

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.