Stéttabaráttan - 13.12.1974, Blaðsíða 8

Stéttabaráttan - 13.12.1974, Blaðsíða 8
8 Höfuóhreyfingin í heiminum í dag er bylting STÉTTABARÁTTAN 11/12 tbl. 13.12.1974 Grænland auðlind dönsku heimsvalda- sinnanna Nýlega var sýndur í sjónvarpi áróðursþáttur frá EBE, og fjallaði hann að hluta um Grænland. Þar var m. a. sagt frá námuvinnslu þar. Samkvæmt skipun Dana, átti 45% arðsins að vera eftir í Grænlandi. Sennilega átti þetta að lýsa gæsku dönsku heimsvaldasinnanna. En í hvað fara þessi 45% og hvert renna hin 55%. Jú, 45% fara í fjármunamyndun fyrirtækisins f Grænlandi, en 55% fara til Danmerkur í vara eigenda fyrirtækisins. Hver er þá munurinn? Hér á eftir verður fjallað um Grænland, nýlendu dönsku borgaranna, sögu- lega og í nútíma. Saga Grænlands Fyrir um 4000 árum kom alda þjóð- flokka til Grænlands. Þeir áttu upp- runa sinn í Norður-Ameríku. Þessir þjóðflokkar skapa sína eigin riienningu. Sfðar, um 1000 f.kr. koma aðrir flokkar fram á sjónarsviðið og ýmis menningarskeið eskimóa skiptast í rás tímans. Um 1000 e.kr. hefst þáttu Evrópubúa í sögu Grænlands. Eiríkur rauði "finnur" Grænland (ath. hann "finnur" land, sem eskimóar höfðu byggt um aldir). Þarna rfs byggð norænna manna og helst a.m.k. fram á 15. öld. Þá virðist hún leggjast af og í- búarnir annaðhvort blandast innbyggj- unum eða deyja út. Skipasamgöngur voru nokkrar til Grænlands á þessum tíma, einkum úr Noregi. En þær lögðust niður, smám saman, eftir því sem minni eftirspurn varð eftir grænlenskum vörum. Siglingar halda þó áfram. Hollenskir, enskir, þýskir o.fl. sigla á græn- landsmið til veiða, einkum hvalveiða. Ýmsir kóngar í Evrópu gera á þessum tfma út leiðangra til Grænlands, en enginn þeirra slær eign sinni á landið. Hvalveiðarnar leggjast smátt og smátt niður og hætta á 18. öld, að hluta til vegna ofveiði. Arið 1721 kemur Hans Egede til Grænlands. Hann var norskur prest- ur, og ætlaði sér að finna hina gömlu byggð norrænna manna á Grænlandi. Hann fann þá ekki, en hafði vetursetu á Grænlandi. Grænlendingum leist ekkert á þessa gesti og reyndu að koma þeim burt. Stuttu sfðar stofna Danir fyrstu nýlenduna við Godthab. Síðar eru stofnaðar fleiri nýlendur. Fljótlega slær í brýnu með Hollend- ingum og Dönum. t>eir fyrrnefndu voru alls ekki á þeim buxunum, að láta Dönum eftir Grænland. Enginn spurði þó Grænlendingana. Um síðir fær danakóngur sigur yfir Hollending- um og eykur völd sín á Grænlandi með stofnun fleiri nýlendna. Grænlending- ar eru kristnaðir og þar með er byrjað að brjóta niður menningu þeirra og færa þeim menningu Vest- urlanda. Byrjað er að koma á fót danskri yfirstétt á Grænlandi, em- bættismenn og slíkt, til að kúga Græn- lendinga og gæta hagsmuna Dana. Danir hefja sama leik og í öðrum nýlendum sínum á þessum tíma, m.a. á fslandi, að hcfja verslun við Græn- lendinga. Kóngurinn hefur verslun- ina og selur hana í hendur dönskum einkaaðilum. Síðan árið 1774 tekur Konunglega Grænlandsverslunin (KGH) við versluninni. Sfðan er einokunar- verslun KGH allar götur til 1950* - Af kynnum íslenskrar alþýðu við verslun Dana, má meta "þjónustu" hennar við Grænlendinga. Eftir aldamðtin 1800 hefst stríð Dana og Englendinga og lýkur því um 1814. Þá losna Norðmenn undan yfirráðum Dana, en Danir halda eftir nýlendun- um Islandi, Færeyjum og Grænlandi. Norðmenn mótmæla, vilja sjálfir eiga eyjarnar, en Danir bera sigurorð og stuttu síðar viðurkenna Norðmenn yfirráð Dana. Um miðja 19. öld hefja Danir nýtingu auðlinda Grænlands með námuvinnslu. Verslunin selur matvæli, kaffi, sykur o.fl. eins og þessi verslun seldi yfir- leitt, og kaupir í staðinn skiim. Sala skinnanna hefur þær afleiðingar m. a., að skortur á efni í kajakka og tjöld Grænlendinga fer að gera vart við sig. Verslunin rakar saman fé til handa Dönum. Frekari nýting auð- lindanna af hálfu þeirra varð þó að bíða þar til könnun landsins væri orð- in meiri. Þessar landkannanir á 19. öld eru forsenda nýtingar Dana á auð- lindum Grænlendinga á þessari öld. I byrjun þessarar aldar eru Græn- lendingar taldir um 12. þús. og hafði þeim fjölgað fremur hægt. Þá byrja Danir fyrir alvöru að nýta auðlindir Grænlendinga. Arangur landkönnunar 19. aldar kemur í ljós og Danir færa út yfirráð sín til annarra hluta lands- ins. 1925 slá þeir eign sinni á Scores- bysund og flytja þangað nauðungar- flutning 82 Grænlendinga. Rækjumið finnast við Grænland og fiskveiðar Dana og Færeyinga hefjast, eftir að selveiði minnkar. 1924 hefja Danir kolanám f Grænlandi. Um þetta leyti vilja Norðmenn seilast til landa f Grænlandi. Arið 1931 taka þeir landssvæði í Grænlandi. Þar eru að verki norskir veiðimenn og fá þeir stuðning norsku ríkisstjórnar- innar. Danir kæra til Alþjóðadóm- stólsins í Haag, sem dæmir allt land- ið þeirra eign með 12 atkvæðum gegn 2. Þannig fá Danir viðurkenningu annarra heimsvaldaríkja á einokun arðráns á Grænlendingum. Græn- lendingar eru sviptir yfirráðum yfir landi sínu með atkvæðagreiðslu í Haag. Stuttu- sfðar hefja Danir marm- aravinnslu í Grænlandi. I annarri heimsstyrjöldinni viður- kenna Bandaríkjamenn yfirráð Dana og hljóta herbækistöðvar fyrir snúð sinn og halda þeim enn, sem kunnugt er. týskir nasistar hertaka hluta Grænlands til veðurathugana, en eru um sfðir hraktir á brott. - 1941 er kríólftvinnslan aukin og hún ein stend- ur þá undir öllum útgjöldum Græn- landsi A árunum 1948- 53 verða þáttaskil í sögu yfirráða Dana á Grænlandi. Mik- ið hafði verið um það rætt í Danmörku að opna Grænland, til að "gefa Græn- lendingum tækifæri á að njóta velferð- ar á vestrænan mælikvarða" eins og það var látið heita. A þessum tíma er landið "opnað", einokunarverslun konungs afnumin og ný lög um Græn- land sjá dagsins ljðs. Konur fá þá fyrst kosningarétt með þessum lögum. Landsráð er stofnað og er það æðsta innlenda stofnunin. Ráðið kemur sam- an skamman tíma á ári. En allir þræðir stjórnunar liggja til Danmerk- ur, til Grænlandsmálaráðuneytisins, GTO (Grönlandsk tekniske Organisa- tion) og þings (rfkisstjórnarinnar). í reynd gengur ákvarðanatekt um Grænlandsmálefni þannig fyrir sig, að Grænlandsmálaráðuneytið í Dan- mörku tekur ákvörðun og landsráðið fær þessa ákvörðun til umsagnar. Einnig hefur landsráðið tillögurétt. Ef um lagasetningu er að ræða, fer málið gegnum þingið og þá geta hin- ir tveir þingmenn Grænlendinga lagt orð í belg í kjaftasamkundu dönsku borgaranna. Þannig eru öll völd á- fram í höndum Dana, eftir sem áður. Eina breytingin er sú, að kosin grænlensk yfirvöld fá að leggja bless- un sína yfir danskar ákvarðanir. Þetta er það sem Danir eru að gera, þegar þeir þykjast vera að fórna sér fyrir Grænlendinga. - Með þessu auka þeir arðránið á Grænlendingum og opna það algerlega fyrir arðráns- klóm dönsku heimsvaldasinnanna. Rányrkja Dana á Grænlandi Eins og sést af framansögðu, hefja Danir fyrir alvöru að fara ránshönd- um um auðlindir Grænlendinga á þess- ari öld. Þá er lokið könnun á landinu, sem er forsenda nýtingar auðlinda. Námur eru opnaðar, verksmiðjur stofnaðar, veiðar auknar og verslun er rekin. Allt þetta rakar saman milljónagróða til handa dönsku heims- valdasinnunum. Velta verslunar KGH var 1969 233 milljónir danskar krónur. A sama ári var framleiðsla skinnaverksmiðja 69 milljónir. Danir hafa byggt hafnir, flugvelli, vegi og orkustöðvar til að standa undir auknu arðráni. Arleg kolaframleiðsla er 30-35 þús. tonn. - A einum stað borgaði kolaframleiðslan sig ekki. Þá var hún lögð niður og verkafólkið flutt til annarra staða, þar sem pláss var fyrir það... Þannig svífast danskir einokunarkapitalistar einskis við að ná hámarksgróða úr nýlendu sinni. Þeir flytja m. a. inn danskt vinnuafl, iðnaðar- og verkafólk. Og fyrir sömu vinnu hljóta Grænlending- ar lægri launj Danir hafa á prjónunum áform um stórauknar fjárfestingar á Grænlandi, samfara "móderniseringunni" á ný- lendustefnunni. Nýlega hafa t. d. borist fréttir um olfufund við Græn- land. Danir hafa þegar byrjað að taka við umsóknum auðfyrirtækja um vinnslu olmnnar. Atriði eins og mengun vefjast ekki fyrir dönsku kapi- talistunum. Og Grænlendingar sjálf- ir: Þeir eru ekki spurðir hvað þeir vilji gera við þeirra eigin auðlindir. Launamismunur Samkvæmt lögunum frá 1953 á Græn- land að vera hluti Danaveldis, jafn- rétthár öðrum. Samt fá Grænlend- ingar lægri laun fyrir sömu vinnu en danir, hvort sem er í Danmörku eða á Grænlandi. Verslunar- og þjónustu- störf Grænlendinga á Grænlandi eru greidd skv. dönskum taxta, mínus 25%. Aætlun Dana um að "mennta" grænlenska vinnuaflið, hefur komið svo út: frá 1930-58 fjórfaldaðist tala Grænlendinga í flóknari störfum, en á sama tfma sexfaldaðist tala græn- lenskra launþega og fimmtánfaldaðist eins sér tala ófaglærðra Grænlendinga! "Aðsent" danskt vinnuafl er u.þ.b. 1/6 til 1/8 af vinnuafli í Grænlandi. Samt voru tekjur allra Dana á Græn- landi árið 1960 41,1 milljón d. kr., en heildartekjur Grænlendinga 57 milljónir. Þðtt Danir séu aðeins brot vinnuaflsins, fá þeir nærri jafnháar heildartekjur og Grænlendingar.1 Nýlega var lögtekið, að Grænlending- ar, menntaðir í Danmörku, fái lasgri laun en Danir, þegar komið er heim til Grænlands. Merkilegast við þessi lög er þó, að hugmyndin um þau er komin frá landsráði Grænlendinga. Þeir réttlættu lagasetninguna með því, að annars "heimtuðu" aðrir Græn- lendingar laun til jafns við Ðani. - Thieu er strengjabrúða amerískra heimsvaldasinna í Saigon; Danir hafa komið sér upp heilu brúðuleikhúsi á Grænlandi til að gæta hagsmuna sinna. Þetta er "mðderniseringin" á nýlendu- stefnunni. Félagsleg vandamál Danir hreykjast af því, að þeir byggi skóla, sjái um heilsugæslu og annað á Grænlandi. Framlag dönsku ríkisstjórnarinnar til þessara mála voru sem hér segir: Skólakerfi: Danmörk: Grænland: 165 d.kr. á íbúa 200 d.kr. á íbúa. Heilsugæsla; Danmörk: 140 d.kr. á íbúa Grænland: 560 d.kr. á íbúa. Félagsstofnanir aðrar: Danmörk: 485 d.kr. á íbúa Grænland: 95 d.kr. á íbúa. (Grönland i udvikling, bls. 88 - mið- að við fjárhagsárið 1959-60). Framlag til menntamála er þvi sem næst jafnt í Danmörku og á Grænlandi, þó er þörfin margfalt meiri á Græn- landi. Þar búa menn við mun ófull- komnara skólakerfl. Framlag til heilsugæslu er mun meira á Græn- landi, enda ekki vanþörf; faraldrar af flensu, kíghósta, mislingum og fleiru hafa orðið tugum Grænlendinga að bana, síðustu 20 árin. Framlagið til ahnarra félagsmálefna sýnir, að Danir hafa aðeins áhuga á því að mennta Grænlendinga og sjá um að þeir farist ekki úr sjúkdómum; | fleira þarf ekki til að mögulegt sér að | arðræna þá. Afengisvandamálið er mikið. Græn- lendingar fá áfengi útborgað sem laun, eftir ákveðnum reglum. Þannig ýta Danir undir neyslu áfengis á Grænlandi. Morð hafa verið tíu sinn- | um fleiri en t.d. á fslandi. Félags- leg vandamál hrannast upp, sem af- leiðing af kúgun Dana. Óll menning Grænlendinga er leyst upp og fjöl- skyldubönd brotin. Tæknin við sel- veiðar á kajökum týnist niður, lýtur fyrir verksmiðjum Dana og er aðal- lega sett á svið fyrir ferðamenn nú. Fátæktin eykst í dreifbýlinu og fólk flosnar upp. Þetta þúsunda ára gamla veiðimanna- samfélag er skyndilega leyst upp og ýtt inn í 20. öldina - með aðferðum nýlendustefnunnar. Afleiðingar þess verða mjög alvarlegar. Fólk verður rótlaust og félagsleg vandamál verða gífurleg. Nauðungarflutningar fólks úr dreifbýlinu til að fylla verksmiðjur kapitalistanna í bæjunum, skapa óleyst | vandamál. Fólk mótmælir, en það er haft að engu, þvf er lofað gulli og grænum skógum í bæjunum og síðan er það slitið burt úr eiginlegum um- hverfi og menningu. í þessum skrifum er alls ekki gerð tæmandi grein fyrir ástandinu á Græn- landi, hvorki fyrir kúgun Dana né afstöðu Grænlendinga og baráttu þeirra gegn dönskum yfirráðum. En í ljósi þessara upplýsinga hljóta allir heiðarlegir and-heimsvalda- sinnar að fordæma kúgunaraðgerðir Dana á Grænlandi og styðja heilshug- ar sjálfstæðisbaráttu Grænlendinga. -/eb Indland: Efnahagsöngþveiti Það sem helst setur svip sinn á Ind- land á 27. ári sjálfstæðis þess er dýpkandi kreppa, sem þýðir enn meiri neyð fyrir hinn mikla fjölda verkamanna og eignaleysingja. Verð- bólgan á Indlandi er grfðarleg, eða allt að 3% á mánuði að meðaltali. Verð á eiiwtökum vörum hefur þó risið enn meira, þannig hefur hveiti hækkað í verði um 65% á ár- inu. Astandið einkennist af litlum hagvexti og vaxandi fátækt. Ind- verska blaðið Times of India segir, að þrátt fyrir að matvælaframleiðsla Indlands hafi tvöfaldast síðan landið fékk sjálfstæði, fái alþýðan ekki meira í sinn hlut nú en þá. Sjúkdóm- ar eru enn jafn útbreiddir, og fjöldi manna deyr árlega af völdum malar- fu og kóleru. Allar tilraunir alþýð- unnar til að skipuleggja sig til bar- áttu gegn misréttinu eru miskunnar- laust barðar niður, og fangelsi Ind- lands eru full af pólitískum Föngum. (ATA) Chile: Vestrænt auglýsingafyrirtæki ráðið til að "lappa upp á" andlit Chile Herforingjastjórnin í Chile hefur ráðið auglýsingafyrirtækið J. Walt- er Thompson í New York til að reyna að réttlæta blóði drif- inn feril herforingjabyltingarinnar. Sökum hinnar miklu andstöðu, sem herforingjastjórnin hefur mætt á alþjóðavettvangi finnst böðlunum nauðsynlegt að reyna að greiða fyrir þvf að hún fái lán og fjárfestingar með því að lappa upp á álit almenn- ings á landinu, og snúa því þannig sér í hag. Sá maður, sem þetta verkefni hefur frá auglýsingaskrif- stofunni, er Kelvin Corrigan, en faðir hans var læknir við koparnám- ur Anaconda-auðhringsins í Chile. lýrrverandi starfsmenn þess 'fyrir- tækis eru víða í vinnu fyrir herfor- ingjastjórnina, ogm.a. er blaða- fulltrúi sendiráðs Chile í Bandaríkj- unum fyrrverandi varaforseti auð- hringsins. (Guardian) Fundir til stuðnings FRELIMO haldn- ir f S-Afrfku ÞÚsundir manna, bæði svartir og hvítir menn, héldu fjöldafundi f öll- um stærstu borgum S-Afríku þann 25. september til að fagna sigrum Frelimo í Mósambík. I borginni Durban réðis lögreglan gegn þátttak- endum með lögregluhundum og tára- gasi, og særði yfir 100, og nokkur hundruð manns voru handteknir. Slag- orð til stuðnings Frelimo og gegn kynþáttakúgun hvíta minnihlutans í S-Afríku voru máluð á veggi í borg- um um alla S-Afríku. Sigrar Fre- limo hafa orðið til þess að æ fleiri taka þátt í frelsisbaráttu negra í S- Afríku, og fundirnir til stuðnings Frelimo eru taldir vera upþhafið að nýrri sókn þjóðfrelsisaflanna í S- Afrfku. (Africa News) Kynþáttakúgararnir f Afríku vfgbúast gegn alþýðunni Frelsishreyfingarnar í Afríku hafa valdið því að það hriktir í öllum inn- viðum Suður-Afríku og Rhódesíu. Báðum þessum löndum er stjórnað af hvftum minnihlutastjórnum, sem byggja á kynþáttakúgun til að við- halda alræði sfnu. Þessar stjórnir eru í dag að gera róttækar ráðstaf- anir til að tryggja yfirráð hvíta minni- hlutans, því sjálfstæði Mósambík og Angóla mun hafa ófyrirsjáanlegar af- leiðingar fyrir frelsisbaráttu sver- ingja í S-Afríku og Rhódesfu. í ág- úst s.l. tilkynnti stjórnin í Höfða- borg að útgjöld til hermála yrðu 60% hærri á næsta ári en á þessu. A sama tfma var gefin út tilskipun um, að allir S-Afríkanskir lögreglumenn yrðu að eyða nokkrum hluta starfs- ársins í herleiðöngrum með öryggis- sveitum Rhódesíu gegn ZANU, þjóð- frelsisher alþýðunnar í Rhódesiu. A sama tíma og stóraukið er framlag til hermála í S-Afríku, hafa verið gefin út bráðabirgðalög, sem stefnt er gegn öllum áróðri um að menn eigi að neita að gegna herþjónustu. Þessi lög voru gefin út aðeins viku eftir að safnaðasamband S-Afríku skoraði á alla meðliml sfna að neita að gegna herþjónustu á grundvelli trúarsannfæringar. En ríkisstjórn- irnar eru ekki einar um að breyta um bardagaaðferð í samræmi við aukna frelsisbaráttu alþýðunnar. Tveir stærstu auðhringar S-Afríku gáfu frá sér yfirlýsingu þann 28/8 um að þeir væru fúsir til að ganga að samninga- borðinu með fulltrúum afríkanskra verkalýðsfélaga. Verkalýðsfélög eru þó bönnuð með lögum í S-Afríku, og verkamenn þar hafa hvorki verkfalls- rétt né samningsrétt. Þetta sýnir, að þrátt fyrir lög og ofsóknir hvfta minnihlutans gegn öllum samtökum svertingja, hafa þeir skipulagt sig. (Africa News)

x

Stéttabaráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stéttabaráttan
https://timarit.is/publication/344

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.