Stéttabaráttan - 13.12.1974, Síða 9

Stéttabaráttan - 13.12.1974, Síða 9
STÉTTABARÁTTAN 11/12 tbl. 13.12.1974 9 Liu Heng Vísindin þjóna alpýdu Læknisvfsindunum er ðhjákvæmilega sniðinn þröngur stakkur í auðvaldsþjðð- félaginu. Læknismenntunin fellur nær eingöngu þeim í skaut, sem koma frá efnameiri fjölskyldum og notið hafa lengri skðlamenntunar. Verkefni kapi- talísku læknavísindanna er ekki fyrst og fremst að þjðna hinum sjöku, í kapi- talismanum gildir aðeins reglan: óhðfleg laun fyrir að sinna sjúklingum, ef sjúkrahúsrými fæst. Við aðgerðirnar verða læknar að taka tillit til sparnað- ar við notkun dýrra tækja, verða að reyna að komast sem ðdýrast frá hv*erri aðgerð. Venjulega er látið nægja að binda um sár sjúklinga sem misst hafa útlimi og hann síðan endurhæfður með aðstoð gervilima. I sósfalismanum gildir allt önnur regla. Þar þjóna læknavísindin alþýðunni og ekkert er til þess sparað að Hynna sjúklingunum, næg sjúkrahúsrúm eru fyrir hendi, tækjabúnaður mjög mikill og starfslið fjölmennt og ósérhlífið, því frumregla þess er ekki "hvað fæ ég að launum" heldur "hvernig get ég best þjónað alþýðunni." Þar er læknismenntun ekki bundin við börn ríkra foreldra, heldur stendur öllum opin og að auki hefur geysilega miklu verið á- orkað í almennri menntun alþýðunnar f lækningum vægari sjúkdóma og með- ferð minniháttar sára. Hinir svokölluðu "berfættu læknar", eru venjulegt alþýðufðlk, sem fengið hefur þekkingu um undirstöðuatriði læknisvfsindanna frá menntuðum læknum, sem ferðast um Kína og kenna alþýðunni fræði sfn og starf. Þeir sjá í mörgum tilfellum um fyrstu aðstoð við sjúklinga og hafa unnið mörg stðrvirki í starfinu fyrir bættri læknisþjðnustu við alþýðuna. Eftirfarandi grein, sem þýdd er úr fréttabréfi sendiráðs kínverska Alþýðu- lýðveldisins á fslandi "News from China" 8. nðvember 1974, sýnlr eitt fjöl- margra dasma um fórnfúst og ósérhlífið starf kínversku læknanna fyrir alþýð- una. I læknisfræðum ber sósíalisminn af kapitalismanum, eins og á öðrum sviðum þjððlífsins. Kínverskir leeknar athuga fót ungrar stúlku - fóturinn var græddur á eftir slys. Mððir og barn föðmuðust við endur- fundina, eftir að barnið hafði verið 6 mánuði að heiman. Bændurnir söfn- uðust saman á aðalgötu Tafukang- þorpsins, í héraðinu Shantung f Aust- ur-Kína og fylgdust með því sem gerð- ist. Gleðitárin runnu niður kinnar mððurinnar, þegar hin 4 ára gamla Chun Ling fyfti báðum handleggjunum til að fagna henni. Þetta var á septemberdegi árið 1973. Bændurnir höfðu safnast saman til að veita Chun Ling hetjumóttöku, en hún hafði farið að heiman með báða handleggi afliöggna í 89. sjúkrahús Tsinan-sveitanna í Þjððfrelsishernum. Nú var hún útskrifuð sem heilbrigð. Stúlkan var samstundis leidd til móð- ur sinnar, þegar hún sté út úr bílnum. 6 mánuðum áður hafði Tsao Yen-hsien, faðir Chung Ling, sem var tseknifræð- ingur Framleiðslusveitarinnar, verið að gera við mölunarvél Framleiðslu- sveitarinnar. Barnið, sem var að leik skammt frá vélinni, gætti ekki að sér og steig á drifskaft vélarinnar og drðst inn í hana. Neðri hluti beggja handleggjanna slitnaði af, miðja vegu milli olnboga og axlar. Æðar og taugar hengu 12 sentimetra niður af sörguðum stúfunum. "Berfættu læknar" framleiðslusveit- arinnar létu fyrstu hjálp f té, eins fljðtt og auðið var og fengu aðstoð frá Heilsuverndarstöðin læknunum við Heilsuverndarstöðina f Chinchih Alþýðukommúnunni. Hinna afrifnu handleggja var vandlega gætt og sjúkrabíll frá Ancu Iléraðssjúkra- húsinu flutti sjúklinginn í miklum flýti til 89. Sjúkrahússins, sem er í 50 km fjarlægð. Þangað kom sjúkl- ingurinn 4 tímum eftir sfysið. Wang Ceng-chi, forstöðumaður skurð- læknisdeildarinnar, sagði: "Við er- um reiðubúin að græða annan hand- legginn aftur á, ef tækjabúnaður okk- ar og starfslið megnar. En," bætti hann við, "ég og samstarfsmenn mín- ir munum gera allt sem hægt er til að barnið geti útskrifast af sjúkra- húsinu með báða handleggi heila." Til þess að draga úr álaginu á litlu stúlkuna ákváðu læknarnir að græð- ingar-aðgerðirnar yrðu gerða sam- tímis á báðum handleggjum og að tenging tauganna yrði framkvæmd síð- ar. Allir aðskotahlutir og dauður vefur var fjarlægður úr sárunum og bein- endunum var skeytt saman. Þetta var engan veginn auðvelt, því að snú- ningur drifskaftsins hafði orsakað að margar æðar höfðu dregist djúpt inn í armholurnar. Yan Wei-hsueh skurðlæknir og að- stoðarmenn hans gerðu-að vinstri handlegg barnsins, og sýndu mikla þekkingu og þolinmæði við greiningu hinna örsmáu blððæðaenda f sárunum, aðgreindu þær og tengdu síðan. Hinumegin skurðborðsins framkvæmdi Wang Cheng-chi aðgerð á hægri hand- leggnum. Hann hafði unnið hvíldar- laust í 8 klukkutíma, áður en honum hafði tekist að tengja fjórðu blððæð- ina, en þrátt fyrir þreytuna hélt hann verki sinu áfram. Þegar klemmur- nar höfðu verið fjarlægðar af slagæð- unum, sem saumaðar voru að endi- löngu, endurheimtu fölir handleggir barnsins smám saman eðlilegan lit. Tíu stundum seinna urðu bólgur f vinstra handlegg f þriðja sinn, vegna truflana á bláæðarennsli. Tvær fyrri bólgur sem orðið höfðu, höfðu hjaðn- að. Fjðrar leiðir voru reyndar til að stemma stigu við bðlgunni. Engin þeirra bar árangur. A neyðarráð- stefnu sem læknarnir héldu, drógu þeir þá ályktun að bólgan ætti rætur sínar að rekja til staðbundinnar storkn- unar í einni æðanna. Ráðstafanir voru þegar gerðar til að komast fyrir hana. Þegar loksins var komist fyrir orsakir bólgunnar hafði aðgerðin staðið í 30 klukkutíma. Agræddu handleggirnir hennar Chun Ling tóku fljótt framfórum, en það var engin tilfinning í þeim og þeir hlýddu engum fyrirmælum heilans. Starfslið 89. sjúkrahússins gerði nokkrar áætlanir um hvernig taugar- nar skyldu aftur færðar í samt lag. Eftir vfðtækar ráðleggingar starfs- liðsins, var ákveðið að útbúa fjórar skurðáætlanir. Félagar úr starfslið- inu tóku þessar áætlanir með sér til Peking og Shanghai til að ráðfæra sig við nafntogaða skurðlækna á sex sjúkrahúsum. Reynslu í taugagræðingu var einnig aflað með tilraunaskurðaðgerðum á átta dýrum. Tenging hinna sködduðu tauga á vinstri handlegg var framkvæmd fjór- um mánuðum eftir að Chun Ling kom á spítalann. Sex stundir liðu, áður en Wang Cheng-chi og Yang Wei- hsueh höfðu aðgreint hina sex tauga- enda, sem mynduðu þrjár aðaltaugar handleggsins. Þeir reyndust vera of stuttir til að tenging gæti átt sér stað. Wang og Yang tóku þá til þess bragðs að höggva þrjá sentimetra af hand- leggsbeininu og gátu þannig tengt uln- ar- og radialtaugina. Median-taugin var enn of stutt til að hæet væri að tengja hana. Þetta var tvísýnt augna- blik. Skurðlæknarnir voru fljðtir að taka ákvörðun, þeir ákváðu að bora holu gegnum vöðvann og tengdu median- taugina gegnum hann. Aðgerðin hafði staðið yfir í 12 stundir. Tveimur vikum seinna, heppnaðist tenging taug- anna f hægri handlegg barnsins fram- ar vonum. Læknar og hjúkrunarkon- ur hjálpuðu Chun Ling síðan að endur- heimta starfsmátt handanna með sjúkraþjálfun og ýmis konar æfingum. Hún útskrifaðist frá sjúkrahúsinum á síðasta ári. Nú getur Chun Ling lyft báðum hand- leggjum upp fyrir höfuð sér og þeir hafa endurheimt tilfinninguna fyrir hita og kulda og geta skilið milli harðra hluta og mjúkra. Með hægri hendi getur hún tekið upp baun og tennisbolta með hinni. A meðan á 6 mánaða langri sjúkra- húsvist Chun Ling stóð, hjúkruðu hjúkrunarkonurnar henni með ótrúlegri umhyggju. Þær héldu 120. 000 orða skýrslu f smáatriðum um framfarir i hennar. Þær gerðu sitt besta til að vernda barnið gegn legusárum og , nudduðu bak þess og rasskinnar. Matreiðslumennirnir og fæðusérfræð- ingarnir á sjúkrahúsinu heimsóttu litla sjúklinginn oft; og lögðu sig fram um að tryggja henni besta mögu- lega fæði. Snemma vors langaði Chun Ling mjög í tómata. Birgðaverðir sjúkrahússins ferðuðust 15 km til að fá af fyrstu uppskerunni. Faðir Chun Ling vék ekki frá sjúkra- rúmi litlu stúlkunnar þá sex mánuði sem aðgerðin stóð. Framleiðslusveit hans greiddi honum samkvæmt þeim vinnustigum, sem hann hefði öðlast ef hann hefði verið í fullri vinnu sem tæknifræðingur. Chun Ling fékk ó- keypis meðhöndlun, lyf, fæði og vist. Móðir hennar, Chao Lan-ying, bar saman reynslu sfna og dóttur sinnar í fréttaviðtali. Hún drð fram eigin æskureynslu: "Það gerðist fyrir frelsunina. Eg var barn, á aldur við Chun Ling, þegar ég faðmaði móður mfna á sama hátt og Chun Ling faðm- ar mig núna, en aðstæðurnar voru allt aðrar. Eftir að faðir minn hafði dáið, gat fjölskylda mín ekki séð mér fyrir mat og klæðum, og ein- hver hafði ráðlagt móður minni að selja mig, fhðruhús." Þýtt úr ensku/kg Hverjum þjónar vinnulöggjöfin? FRAMHALD AF BLS. 3 bæri að skammta og launa hverjum og einum." Þannig skulu verkamennirnir berjast innbyrðis fyrst - og svo þeg- ar sundurþykkjan er í hámarki skal semja við auðvaldið um "kökuna" sem á að skipta eftir slaginn. frjálsan samningsrétt, hafa einkennst af aðgerðarleysi og máttlausum and- mælum. Þannig bendir allt til þess að ASÍ-forystunni sé það síður en svo andstætt að makka við SÍS um afnám þessara grundvallarréttinda verka- fólksins sem SÍS arðrænir. Verkfallsvopnið Eins og séð verður af öllum þessum áætlunum hafa þær allar sama mark- mið - að takmarka notkun verkfalls- vopnsins og draga úr afli þess. En þegar litið er yfir sögu verkalýðsbar- áttunnar er augljóst að einmitt beit- ing verkfallsvopnsins hefur fært verkalýðnum allar megin kjara- og En þingmennirnir eru ekki að gera til- lögur sínar af gððmennsku gagnvart verkalýðnum - þeir segja um verka- lýðsfélögin að "þau voru viðurkennd af illri nauðsyn sem löglegur varnar- aðili stétta sinna aðeins." Nú telja þeir að það sé kominn tími til að lög- festa "beina þátttöku í stjórn og þróun kjaramála" - það sem þeir meina er það að hér verði komið á lögboðnu kerfi um heildarsamninga sem öll verkalýðsfélög verði að lúta. Borgara- rgttin(jabætur sem hann hefur notið, stettin, sem aður barðist svo hat- rammlega gegn samtökum verkalýðs- ins, hyggst nú koma á algjörri lögboð- inni miðstýringu verkalýðshreyfingar- innar þar sem örfáir af mútuþegunum úr verkalýðsforystunni hafa úrslita- vald um alla samninga verkafólksins. Ifyrirmyndin að þessu kerfi er sótt til Svíþjóðar, enda hafa bæði toppar- nir úr ASf og VSf verið þar í landi til að kynna sér kerfið. Núverandi ríkisst jórn hefur lýst því í málefnasamningi sfnum "að haft sé náið samráð við aðila vinnumarkað- arins og komið fastri skipan á samráð ríkisstjórnarinnar við þá." Ennfrem- ur miðar stjórnarsáttmálinn , að því að auka áhrif rikisvaldsins á gerða samninga um kjörin, "þar kemur til skoðunarm.a. fyrirkomulag um greiðslu vfsitölu og vinnuaðferða við gerð kjarasamninga" (stefnuyfirlýsing rikisstj. 29.8. 1974). Allt þetta mið- ar að sama hlutnum: múlbinding verkalýðshreyfingarinnar, lög og regl- ur sem gera svikulum og mútuþægum verkalýðsforingjum kleift að reyna að ógna baráttufúsum verkamönnum með "fullkomnari" lagabálki. En Framsóknarflokkurinn setur fram sfnar tillögur víðar en á þingi og í ríkisstjórninni. Nýlega lagði SfS fram þá tillögu við ASf að þessir aðilar hefðu "samstarf varðandi kjaramál í líkingu við það sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum, t.d. í Noregi, en ,þar er samkomulag um, að ekki komi til verkfalla milli samvinnufé- laganna og verkalýðsfélaganna" (Sam- vinnan 5. tbl. fy4, bls. 11). Engin verkföll hjá þeim þúsundum verka- manna og -kvenna sem vinna hjá SfS- auðhringnum, - dálagleg tillaga það. Það hefur ekki frést enn af viðbrögð- um ASÍ-forystunnar við þessu kosta- boði SlS-auðvaldsins, en viðbrögð þeirra við þeim aðgerðum ríkisvalds- ins, sem að undanförnu hefur afnumið Sjálf stofnun verkalýðsfélaganna og viðurkenning þeirra, mætti mikilli andspyrnu af borgarastéttinni. Sú andstaða var brotin á bak aftur með verkfallsvopninu. Það þarf því ekki að undra neinn aðríkisvaldiborgara- stéttarinnar sé beitt til þess að vinna gegn þessu vopni verkalýðsins. Sem dæmi um það hvernig ríkisvaldið starfar að því að "auðvelda lausn vinnudeilna" er afstaða þess til ASl. 1944, þegar enn var um að ræða her- skáa kjarabaráttu af hálfu sambands- ins, þá beitti borgarastéttin Félags- dómi fyrir sig til þess að banna ASl að boða verkföll og lýsti því yfir að rétturinn til að boða verkföll væri hjá hinum einstöku verkalýðsfélögum. En nú, þegar hver og einn einasti af foringjum ASl hefur yfirgefið hags- muni verkalýðsins, ekki aðeins pólit- ískt heldur einnig efnahagslega, og tekið upp "ábyrga" stefnu gagnvart framleiðslukerfi auðvaldsins - þá kemur fram á Alþingi tillaga (frá Vilhj. Hjálmarssyni og Halldóri Kristjánssyni) um að ASl skuli vera eini löglegi umbjóðandi verkalýðsins I kjaramálum. Berjumst gegn afskiptum rikisvalds- A sama hátt og KFÍ lýsti yfir and- stöðu við afskipti ríkisvaldsins af kjarabaráttu verkalýðsins, er það afstaða allrasannraverkalýðssinna að berjast gegn vinnulöggjöfinni. En til þess að sú barátta geti borið ávöxt verður að heyja þrotlausa baráttu gegn þeim mútuþegum og skriffinnum sem eru fimmta herdeild borgara- stéttarinnar innan raða verkalýðsins Gera verður upp við allar kenningar Alþýðubandalagsins og annarra "þing- ræðissósfalista" af sama sauðarhúsi um "stéttleysi" ríkisvaldsins. Þessi barátta er mjög brýn nú - því fyrir dyrum stendur sókn borgarastéttar- ^nnar^þessi^nálL^^^^-Al^^^ LEIÐRÉTTING: Mistök urðu við uppsettningu þess hluta leiðarans (bls. 2), er ber yfir- skriftina "LYÐRÆÐI FYRIR HVERN?". Hluti. annars dálks- þ. e. frá fyrri greinaskilum, að seinni - skal koma aftast I greininni. Lesendur eru beðnir velvirðingar á þessum mistökum. Afhjúpun á verka lýðsaðlinum FRAMHALD AF BLS. 3 máli ef hann gæti, orðróm þennan hef ég heyrt frá þvl snemma á árinu 1970, bæði orðið þess var að menn væru að breiða út að þetta væri að- eins geðbilun hjá mér..." Þannig reynir forréttindaklíkan að berja niður mótmæli verkamanns, sem finnur sig órétti beittan, með sömu ráðunum og fasistarnir I Kreml iðka svo mjög. Það þarf engan að undra. Því hvað er verkalýðsforystan annað en upp- keypt mútuþý, sem leigt er til að halda vinnufriðinn og bæla niður allar óánsegjuraddir meðal verkalýðsins ? ' Reynslan sýnir þetta, svo ekki verður um villst. Hverjum verkalýðsforingj- anum á fætur öðrum hefur verið tyllt I þingmannasæti, bankastjórastól, nefndarstöðu o.s. frv. Þannig hefur borgarastéttinni tekist að innlima efsta lag verkalýðsstéttarinnar inn I ríkiskerfið. Verkalýðsforystan starf- ar ekki lengur í þágu íslenskrar ör- eigastéttar, ".. . þvf að í meira en aldarfjórðung hefur sá hópur sem nú er farið að kalla verkalýðsaðal hundsað sína umbjóðendur og gert þá óvirka í sfnum eigin félögum og tekið sjálfum sér einræðisvald og samið á bak við tjöldin við atvinnurekendur sem not- ið hafa að auki aðstoðar ríkisvalds- ins til að svíkja gerða samninga um laun og kjör." En meginglaspur verkalýðsaðalsins gagnvart stéttinni er samt ekki að finna í verkfallsbrotum og sviksamleg- um kjarasamningum, heldur f póli- tískri moldvörpustarf semi þeirra og tvöfeldni. I orði er stefna þeirra só- síalismi, þjóðfrelsi og verkalýðsvöld, en í verki opna þeir dyrnar fyrir tak- markalausri stéttasamvinnu og undan- slætti fyrir atvinnurekendur. Þeir vilja viðhalda og stuðla að þýlyndi og undirgefni meðal alþýðufólks fyrir þeim sem með völdin fara. Sú stefna sem þeir framfylgja er þannig I raun and-verkalýðssinnuð. Nútlmakvik- setning bendir að nokkru leyti á þetta og þar felst gagnrýnisbroddur bókar- innar sem gerir hana eftirtektarverða, Undir lokin er fróðlegt að skoða af- stöðu JÞ til hálfguðs íslenskra fals- sósíalista, Einars Olgeirssonar: "Og þegar ég er sveltur af þínum veislugestum, þá ætlar þú að rétta mér skítugt stolið snuð og við það á ég að þagna og dá þitt veglyndi og velgerðir. Þetta er hin rétta mynd þín , glæsilegi falsvinur alþýðunnar, sem hefur safnað um þig hirð af hugsjónalausum matarpólitíkusum sem alltaf eru reiðubúnir að svikja með beinið í kjaftinum... þú hefur gengið glæsilega á bak orða þinna og svikið þá sem héldu að þú værir sannur maður og treystu þér, þú hefur þóttst vera að tala fyrir munn alþýðunnar en forðaðist að þekkja hana... En það skaltu fá að vita að hvað hátt og þétt sem áróðursvélin glymur, óspart mötuð blóðpeningum brjálaðra auðsafnara sem einskis svífast, tekst aldrei að glepja fólkið frá að hugsa, og allar þær smá- skammtalækningar sem þið eruð að reyna til að bjarga þessu sjúka og spillta samfélagskerfi, eru aðeins gálgafrestur." titgáfa Nútímakviksetningar er jákvæð og ber að fagna henni. Ollum gagn rýnisröddum og andstöðu meðal verkafólks verður að veita athygli, þvf þær bera vitni vaxandi stéttar- meðvitundar og baráttuvilja verka- lýðsins. En slíkri mótspyrnu verður að beina I réttan farveg. Sjálfsprottn- ar hreyfingar leiða aldrei til neins varanlegs árangurs af þeim er ekki veitt framsýn forysta, sem hefur pó litísk markmið öreigastéttarinnar á valdi sínu. Að gagnrýna er ekki nóg það verður líka að benda á leiðina sem fara verður til úrbóta. Það er hlutverk KSML að tengja saman hinar einstaklingsbundnu mótmælaraddir og leiða þær fram I eina samvirka heild Eiim má sín einskis gagnvart hinni voldugu verkalýðsforystu, en I sam einingu geta verkamenn velt hvaða hlassi sem er, úr vegi sínum. -/MVS

x

Stéttabaráttan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stéttabaráttan
https://timarit.is/publication/344

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.