Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1983, Side 49

Andvari - 01.01.1983, Side 49
HERMANN PÁLSSON: Eftir Njálsbrennu I fornum bókmenntum fylgir jafnan hefnd í kjölfar harms. Eftir dauða NjáJs skortir lítt á hefnendur, en tveir þeirra bera þó einkum trega eftir hann. Annar þeirra er Þórhallur Ásgrímsson, en honum ,,brá svo við, er honum var sagt, að Njáll fóstri hans var dauður og hann hafði inni brunnið, að hann þrútnaði allur og blóðbogi stóð úr hvorritveggju hlustinni, og varð eigi stöðv- að, og féll hann í óvit, og þá stöðvaðist. Eftir það stóð hann upp og kvað sér lítilmannlega verða, ,,og það munda eg vilja, að eg hefnda þessa á þeim, er hann brenndu inni, er nú hefir mig hent.“ Þeir sögðu, að engi mundi virða honum þetta til skammar, en hann kvað ekki mega taka fyrir það, hvað menn mælti.“ - Fyrir Alþing tekur Þórhallur „fótarmein svo mikið, að fyrir ofan ökkla var fóturinn svo digur og þrútinn sem konulær, og mátti hann ekki ganga nema við staf.“ Allt um það tekur hann virkan þátt í hefndum. Meðan brennu- málið eru fyrir dómi, sendir hann sækjanda hvert heilræði á fætur öðru, en þegar málið virðist vera tapað, grípur hann til örþrifaráða, sem munu vera sótt í Hrafnkels sögu, og rekur spjót í gegnum sáran fótinn á sér. „Var þar á holdið og kveisunaglinn á spjótinu, því að hann skar út úr fætinum, en blóð- fossinn fellur og vogföllin, svo að lækur féll eftir gólfinu.“ Rétt á eftir verður hann fyrstur manna til að hefna Njáls, þegar hann vegur einn af frændum Flosa. Lýsingin á fyrstu viðbrögðum Þórhalls við fréttinni af dauða Njáls er í 132. kapítula sögunnar, en í sama kafla segir frá því, að Kári Sölmundarson mátti ekki sofa um nætur. Þegar spurzt er fyrir, af hverju honum verði ekki svefn- samt um næturnar, svarar Kári með vísu, þar sem hann lætur orð falla í þá átt, að hann hafi manns að minnast og að sér komi ekki dúr á auga um allar nætur, síðan hermenn brenndu Njál inni á liðnu hausti. Ég er minnigur að mínu meini, segir skáldið undir vísulok. Þetta er hin fyrsta af sex vísum, sem Kára eru eignaður í Njálu. Þótt fáum muni til hugar koma, að hann hafi ort þær sjálfur, eins og sagan lætur í veðri vaka, má deila um, hversu gamlar þær lcunni að vera. Sennilegast þykir mér, að Njáluhöfundur hafi fengið skáldmæltan
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.