Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1983, Page 97

Andvari - 01.01.1983, Page 97
ANDVARI PRESTSDÓTTIRIN 1:RÁ REVKIIOLTI 95 prestsembætti í 32 ár samfleytt, eða til vors 1916. Er séra Jakob jafnan kennd- ur við það prestssetur. Hann átti að sögn fróðra manna miklum vinsældum að fagna hjá söfnuð- um sínum. Páll Eggert Ólason segir um séra Jakob Björnsson: ,,Hann var talinn góður ræðumaður, snjall og skörulegur í framburði, fjörmaður og knálegur.“ Hann gegndi embætti 54jó ár samfleytt. Því má bæta hér við ummæli Páls Eggerts, að séra Jakob Björnsson færði kirkjubækur sínar af slíkri kostgæfni, að þar verður ekki villzt á neinum staf- krók, og uppsetning öll er einkar skýr og skipuleg og kirkjubækur hans því sérlega aðgengilegar. Séra Jakob Björnsson kvæntist 15. ágúst 1862. Kona hans var Solveig, f. 28. febr. 1829, d. 25. nóv. 1913, Pálsdóttir bónda á Gilsbakka í Axarfirði, Einarssonar. Peim hjónum varð fjögurra barna auðið: 1. Kristín (f. 1864), 2. Ragnheiður (f. 1865), 3. Ólöf Rannveig (f. 1868), 4. Björn (f. 1870). Séra Jakob Björnsson dó að Saurbæ í Eyjafirði 14. febrúar 1919. I upphafi þessa þáttar kom Benedikt Eggertsson, bróðir Ragnheiðar, lítil- lega við sögu, þá sóknarprestur að Lundi í Lundarreykjadal. Síðar var hann um langt skeið þjónandi prestur að Breiðabólsstað á Skógarströnd. En árið 1868 var honum veitt Vatnsfjarðarprestakall. Það sama ár tók Ragnheiður Eggertsdóttir sig upp frá séra Jakobi syni sínum og skylduliði hans að Hesti í Borgarfirði og lagði leið sína vestur í Vatnsfjörð til bróður síns. Jón sonur Ragnheiðar var einnig með í þeirri för. Hann átti heima í Vatnsfirði um skeið. Ó1 upp frá því aldur sinn þar vestra, kvæntist og gjörðist bóndi. Hann dó þar vestra 29. desember 1892, fimmtugur að aldri. Ragnheiður hefur ekki hugsað sér að setjast í helgan stein né halda að sér höndum, það sem eftir kynni að vera ævidaganna. Hún lætur skrá sig vinnu- konu, þegar vestur í Vatnsfjörð kemur. Séra Benedikt búnaðist ágætlega. Hann naut mannhylli bæði sem bóndi og lderkur, enda hið mesta prúðmenni að dómi allra, sem höfðu náin kynni af honum. En sá raunalegi atburður varð í Vatnsfirði 5. desember 1871, að séra Benedikt dó í svefni (f. að Gilsbakka í Borgarfirði 25. júlí 1799). Nú fannst Ragnheiði lítt fýsilegt að dveljast lengur þar vestra og leitar því að nýju athvarfs hjá séra Jakobi, syni sínum, sem þá var sóknarprestur að Staðarhrauni í Hraunhreppi. Og árið 1875, er séra Jakob flytur sig enn um set, tekur Torfastaði í Biskupstungum, fylgist Ragnheiður með öðru skylduliði prestsins þangað austur. Þar mun hún hafa notið ástríkis og sannrar virð- ingar hinzta áfanga ævidaganna. Ragnheiður fæddist að Gilsbakka í Hvítár- síðu 23. ágúst 1803, en andaðist að Torfastöðum 27. apríl 1878. Þessi mikilhæfa sæmdarkona hlaut hvílurúm í kirkjugarðinum að Torfa- stöðum. Hún var jarðsungin af syni sínum, séra Jakobi Björnssyni. Leiði henn-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.