Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1983, Síða 98

Andvari - 01.01.1983, Síða 98
96 ÞÓRÐUR KRISTLEIFSSON ANDVARI ar var aldrei hlaðið upp og er því týnt. En þar hvílir í grafarró glæsileg kven- hetja, á sinni tíð ein allra nafnkenndasta dóttir Borgarfjarðar. í Pjóðsögum Jóns Árnasonar (1. útg. II, 315-319) er Sagan af Fertram og Isól björtu, ævintýri skráð af húsfrú Ragnheiði Eggertsdóttur á Fitjum í Skorradal. Ennfremur er í sama bindi ævintýrið Bangsímon (bls. 440-442), ritað af sama höfundi. Eftir því sem sagnir herma og þráfaldlega er vitnað til bæði í ræðu og riti, var ekki fátítt á dögum Ragnheiðar, að íslenzkar konur, einkum aldraðar, kynnu fjöldann allan af sögum af ýmsu tagi utanbókar og skemmtu tíðum, einkum þó börnum og unglingum, með því að þylja sagnirn- ar upphátt með áheyrilegri, lífrænni framsetningu, jafnvel þótt prjónarnir gengju samtímis ótt og títt eða spunarokkur væri þeyttur í óðaönn. En hrein undantekning mátti það heita, ef konur í þá daga höfðu lært að fara með penna og þeim því fyrirmunað að skrá sögur, þótt stundarhlé hefði gefizt frá amstri og önn daganna. En Ragnheiður Eggertsdóttir hefur notið þess þegar í föðurgarði, að hún var prófastsdóttir og því verið kennd skrift á uppvaxtarárum. En auk þess benda heimildir til þess, að Ragnheiður hafi verið fróðleiksfús og gædd sjálf- stæðum persónukrafti. Sigurði Helgasyni hafa vitaskuld verið Ijósir frásagnarhæfileikar Ragnheið- ar, sem lýsa sér einkar vel í þjóðsögum hennar, þótt harla lítið færi fyrir því á samvistarárum þeirra, að hann miklaðist af gáfum hennar og andlegum yfir- burðum. í Ævirímunni aftur á móti minnist hann Ragnheiðar þannig: Konan fróð og vitur var, vön að bjóða sóma. Listir fljóðið flestar bar fyrr þá stóð í blóma.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.