Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1983, Side 112

Andvari - 01.01.1983, Side 112
110 EIRÍKUR J. EIRÍKSSON ANDVARI Kennslustundir Jónasar Jónssonar eru í anda Grundtvigs, hvað frásagnar- háttinn snertir. Par ríkir „hið lifandi orð,“ þ. e. í veraldlegu merkingunni: hið talaða orð, þótt hið ytra samhengi skorti og margvíslegir væru þekkingarmol- arnir. Þess vegna var það og, að íslandssögubækur Boga Th. Melsteðs urðu að gefast upp fyrir sögu Jónasar. En skólamálaáhrif Jónasar í lýðháskóla anda urðu víðtæk. Það er vafa- laust, að lög nr. 37, 1929, um héraðsskóla, sem Jónas kom á, eru í kjarna sínum lýðháskólalöggjöf, enda brást hann afar hart við 1946, er landspróf kom til sögunnar. 3. grein laganna sýnir þetta: „Tilgangur héraðsskólanna er að búa nemendur undir athafnalíf við íslenzk lífskjör, með bóknámi, vinnukennslu og íþróttum. Skal í yngri deild meir lögð áherzla á ýms fræði, leikni og tækni, sem nauðsynleg eru til sjálfsnáms, en í eldri deild sjálfsnám og iðju, eftir því sem hæfileikar og áhugi bendir til. Undanþágu má veita nemendum í einstökum greinum, enda leggi þeir þá meiri stund á aðrar greinar —.“ Mikið sögunám og bókmennta einkenndi skólana, félagsfræði og sönglíf var mikið. Minni áherzla lögð á nám erlendra tungna, enda hafði Grundtvig boðað norrænunám og meira að segja íslenzkunám í lýðháskólunum og skólum yfirleitt. Nú síðustu árin er söngnám að aukast víða í skólum, og sjálfsnám er góðu heilli að eflast. Það er að vísu rétt, að próf voru í héraðsskólunum og nemendur yngri en víðast á Norðurlöndum, en skólarnir í Svíþjóð t. d. fara eigin leiðir í þessum efnum. Þeir skólastjórarnir Þórir í Reykholti, Björn á Núpi, Guðmundur á Reykjum, Arnór á Laugum, Þórarinn á Eiðum, Magnús í Skógum og Bjarni á Laugarvatni voru ómengaðir lýðháskólamenn og kennarar þeirra margir. Ungmennafélagaleiðtogarnir voru og margir frá Voss í Noregi og sænsk- um og dönskum lýðháskólum. Hér má og ekki gleyma skóla Sigurðar Greips- sonar í Haukadal, sem mótaði ýmsa íþróttaleiðtoga og félagsmálafrömuði. Oft var komið í sveitir, þar sem nær allir fundarmenn tóku til máls. Sú orðsins iðkun var þar rækt í lýðháskólaanda. Enskra áhrifa gætti, en svo var raunar um lýðháskólana dönsku, enda varð Grundtvig fyrir sterkum áhrifum þar á sínum mörgu ferðum til Englands, og sótti hann þangað áhrif á sviði kirkjumála, félags- og stjórnmála og til heimspekikenninga. Athyglisvert er, að íslenzk verkalýðshreyfing hefur ekki átt eiginlegan lýð- háskóla, né trúfélög vor ýmisleg, en slíkt gerist annars staðar á Norðurlönd- um, en hin öfluga lýðháskólahreyfing þar verður ekki tekin hér til meðferðar. Að vissu leyti er hinn ágæti lýðháskóli í Skálholti orðinn til fyrir hvatningu og stuðning norrænna lýðháskólamanna. Að nokkru má segja um endurreisn Skálholts sem skólaseturs, að þar gildi
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.