Andvari - 01.01.1903, Side 7
Haldór Kristján Friðriksson
yfirkennari lézt 23. Marts 1902, einn hinn nafnkunn-
asti, þarfasti og starfsamasti maður sinnar tíðar hér á
landi.
Haldór er fæddur, að því, sem hann og vandafólk
hans hefir talið, 27.* Nóvember 1819, að Stað í Grunna-
vík í Jökulfjörðum. Faðir hans var Friðrik Eyjólfsson
prests í Grunnavík og á Eyri í Skutulsfirði. Síra Eyj-
ólfur lézt 1862, og hafði þá tvo um nirætt. Er mart
góðra manna af síra Eyjólfi komið. Faðir síra Eyjólfs-
var Kolbeinn prestur í Miðdal (d. 1783) Þorsteinsson,
Kolbeinssonar. Hann var latínuskáld og þýddi Passíu-
sálma síra Hallgríms á latínu, en þá þýðingu lét Olaf-
ur stiptamtmaður prenta í Kaupmannahöfn 1778. En
móðir Haldórs var Sigríður Olafsdóttir, prests Þorbergs-
sonar á Eyri í Skutulsfirði (d. 1784), Einarssonar bónda
í Reykjafirði, Jónssonar, Björnssonar, Sveinssonar pró-
fasts í Ilolti í Önundarfirði (d. 1644), Símonarsonar
1) Um fæðingardag Haldórs er nokkur vafi. Sumir liafa
lalið hunn fæddan 19. Nóv., og enn aðrir 23. Nóv. (Sbr. Sunn-
anfara I, 7. B). Úr þessum vafa verður nú ekki skorið, og ul-
drei upp liéðan, ]>ví að kirkjubókin á Siað er glötuð. A ártalinu
er einginn vafi.
.1