Andvari - 01.01.1903, Blaðsíða 8
spégauts prests í Kálfholti, Jónssonar prests í Hruna
(d. 1543), Héðinssonar. Móðir Friðriks, föður Haldórs,
og kona síra Eyjólfs var Anna dóttir Péturs Kulds (d.
1800) kaupmanns hins norska1.
Sigríður móðir Haldórs varð kona fjörgömul, og
andaðist í Svefneyjum hjá Hafliða Eyjólfssyni teingda-
syni sínum. En Friðrik föður sinn misti Haldór í æsku.
Var Friðrik sjósóknari og druknaði hann í sæ 1822.
Tók þá síra Eyjólfur Ilaldór sonarson sinn að sér og
ól hann upp, og fluttist Haldór með afa sínum og
ömmu frá Stað að Eyri í Skutulsfirði 1822, þá á þriðja
ári.
Um uppvöxt hans kann eg ekkert að segja, sem
hafi þýðingu hér, nema hvað ætla má af því, sem síð-
ar kom fram, að ekki hafi síra Eyjólfur alið hann upp
við ónytjungsskap né aðgerðaleysi; greinir hér ekki fyrri
af honum en hann er nær 17 vetra; þá kom síra Eyj-
ólfur honum fyrir á Eyvindarstöðum hjá Sveinbirni Eg-
ilssyni til kenslu árið 1836, og ái'ið eptir var Haldór
tekinn í Bessastaðaskóla. Þaðan útskrifaðist hann 1842
eptir 5 ára skólavist með góðum vitnisburði. Með hon-
um útskrifaðist þá auk annara Daníel sonur Haldórs
prófasts á Melstað, er síðar varð prófastur og hinn
sæmilegasti kennimaður, síðast prestur á Hólmum í
Reyðarfirði, — og lifir þar enn háaldraður. Er þessa því
hér getið, að með þeim Haldóri og Daníel tókst vin-
átta mikil í skóla, er síðan hélzt alla æfi, og hafði hina
mestu þýðingu fyrir báða þá og börn þeirra, sem enn
verður sýnt.
Haldór sigldi til Kaupmannahafnarháskóla samsum-
ars og hann útskrifaðist (1842), og var þá ætlan hans
1) Um œlt Haldórs mú framar sjá í Tímariti Jóns Pélurs-
sonur I, 28-30.