Andvari - 01.01.1903, Page 9
ð
a8 gerast guðfrœðingur, og svo kallaðist hann uni hrí ð
tók hann og tvö hin fyrstu lærdómspróf, en af embætt-
isprófi varð ekki, enda drógst það próf úr hömlu hjá
mörgum löndum um það leyti. Þá voru byltinga og
breytingatímar miklir og drógst hugur ungra manna
hæglega að öðru, enda var embættispróf í ýmsum grein-
um í þá daga ekki annað eins nauðsynja skiíyrði fyrir
því að geta náð í fasta stöðu, sem síðan hefir orðið.
Þegar Haldór kom til Kaupmannahafnar voru íslending-
ar skiptir nokkuð svo í tvo ílokka, eins og optar hefir
viljað brenna við. Öðrumegin stóðu Fjölnismenn, en
hinum Félagsritamenn, og beggja megin menn hinir á-
litlegustu og mestu atgervismenn. Þó að lögulega færi
með þeim að yfirvarpi, var þó nóg kapp milli flokkanna
undir niðri og eins í verki'. Það þurfti því ekki að
gera ráð fyrir því, að kappsamur, hugfullur og fram-
gjarn ungur stúdent, sem kom frá Islandi um þetta
leyti, mundi halda sér utan við þessa flokka, og þess
var eingin von, að þar þyrfti að leita að Haldóri.
Hneigðist hann að Fjölnismönnum og gekk í flokk með
þeim, án þess þó að það orkaði neinnar óvildar milli
hans og þeirra, er hinumegin stóðu. En ekki var það
þó líkt honum að spara hér fylgi fremur enn annars-
staðar, þar sem hann lagðist að, enda kom það og
brátt í ljós, að hann gerðist áður langt um leið einn af
þeim, sem fremstir stóðu af Fjölnismönnum, og var
hann ábyrgðarmaður að tveim síðustu árum Fjölnis
(VIII. og IX. ári, 1845 og 1847). Félagsskapur Haldórs
við Fjölnismenn hafði hina mestu þýðingu bæði fyrir
Iialdór sjálfan og störf hans síðar. Hann komst þar f
1) Frú f'ólngsskup og flokkudrœtti Islcndingu erlendis ú þessi
um árum er ljósust skýrt. í ritgerð Björns rektors Ólscns um
Konráð Gísluson í Timarili Bókmontut’élugsins XII, 1—90.
1*