Andvari - 01.01.1903, Page 10
4
nánustu kynni við hina merkilegustu menn á nokkuð
svipuðu reki og hann var sjálfur á, Brynjólf Pétursson,
Jónas Hallgrímsson, Konráð Gíslason og aðra fleiri,
sem urðu honum svo ógleymanlegir, að minningin um
])á voru jafnan liinar kærustu endurminningar hans.
Einginn íslenzkur maður fanst honum hafa verið eins
glæsilegur og Brynjólfur, ekkert skáld jafnast á við Jón-
as og einginn íslenzku-málfræðingur vera á borð við
Konráð, nema að nokkru leyti Sveinbjörn Egilsson og
Rask. Þaðan stafa og í öndverðu hin miklu og kapp-
sömu afskipti Haldórs af íslenzkri stafsetningu og rétt-
ritan síðar, sem varð eitt af aðalæfistörfum hans, því
að þeirri stafsetning fylgdi Haldór fram að grundvelli,
er Konráð hafði komið sér niður á um það skeið, er
Fjölnir hætti, og vegir Haldórs og Konráðs skildu. En
hitt er og, að réttritun þessi hefði fallið svo sem hljóð-
laus niður, ef jafnkappsamur maður og Haldór hefði
eigi haldið henni uppi.
Jafnframt því að Haldór tók mikinn þátt í félags-
skap Islendinga á Hafnarárum sínum, fékkst hann og
við mart annað, einkum fornfræði og málfræði. Ofan-
vert ár 1844 tók hann, ásamt fleirum, meðal annars að
vinna að íslenzku orðabókinni þeirri, sem Richard
Cleasby hafði stofnað til, og hélt hann því starfi áfram
þangað til 1847, að Cleasby dó1. Hann gaf og út ís-
lenzka lestrarbók 1846 og kendi ýmsum Dönum íslenzku,
er seinna urðu merkir menn, svo sem Monrad, Krieger,
J. L. Ussing, og Hammerich. Trampe greifa kendi hann
og islenzku2. Þá bjó hann og undir prentun Bjarnar-
1) Sbr. formdla hennar bls. XGVIII.
2) Eptir að Haldór var komin til Islands kendi hann og
ýmsum útlendingum íslenzku, svo sem Englendingunum Mackuy
prófessori og Bruce, er síðar varð ráðgjafi.