Andvari - 01.01.1903, Page 11
5
sögu Hítdælakappa (Kh, 1847). En 2. Júni 1848 var
Haldóri veitt kennaraembælti við Reykjavíkurskóla, og
hélt hann þá til Islands um sumarið, en silgdi aptur
til Kaupmannahafnar 1849 og kvongaðist þar þá um
haustið 13. Nóvember jungfrú Leopoldine Degen, sem
enn lifir mann sinn1. Dvaldi hann næsta vetur í Kaup-
mannahöfn og bjó þá undir prentun Bandamannasögu
(Kh, 1850). Árið 1850 héldu þau hjón til íslands og
settust að í Reykjavik, og ekki miklu síðar fluttu þau
í hús það, er þau bjuggu í æ síðan.
Arið 1874 varð Haldór yfirkennari við latínuskól-
ann, og sama ár var hann af konungi á Þjóðhátíðinni
sæmdur riddarakrossi Danafánumanna. Árið 1895 sagði
Haldór af sér embætti, eftir 47 ára kennarastarf við
skólann, sem er einsdæmi hér á landi, og voru þá allir
embættismenn landsins nema einn (Árni landfógeti
Thorsteinsson) lærisveinar hans. Um leið var Haldór
gerður að Danafánumanni.
Kennarastarf Haldórs við latínuskólann var, þegar
alls er gætt, í alla staði hið merkilegasta. Hann lét
sér jafnant um að kenna vel það, sem hann kendi, og
að halda aga i kenslustundunum, og var hann sérjafn-
an einhlítur um það. Og þó að það geingi, ef til vill,
ekki alveg þegjandi af á stundum, afleystist það þó vel,
og var hann um alt hinn stjórnsamasti kennari. Alla
sína kenslutíð gaf hann aldrei neinum pilti „nótu“, sem
kallað er. Svo sagði hann sjólfur fró í elli sinni, og
ætla eg, að einginn geti rekið það. En hann gat stund-
um tekið til harðari aga, ef honum réð svo við að
1) Reykvikingar héldu þeim hjónum fjölmennn veizlu 13.
Nóv. 1899 d gullhrúðkuupsdegi þeirra.