Andvari - 01.01.1903, Síða 14
8
honum alúðarþakkir fyrir langt og dyggilegt starf', og
Benedikt Gröndal sœmdi hann kvæði1 2.
Um 1850 voru miklar stjórnmálahreiíingar hér á
landi. Konungur (Friðrik VII.) hafði Iagt niður ein-
veldi í Danmörku og þar var komið á þingræðisstjórn-
arfar, og konungur hafði (1848) heitið Islendingum
jafnrétti við aðra þegna sína og lofað því, að ekki skyldi
verða geíin út stjórnarskipunarlög handa Islandi án
þess, að þau væri lögð áður fyrir þing í landinu sjálfu
til atkvæða. Var því um þau ár, sem Haldór kom til
Islands, hugur mikill í mönnum, fjör og fundarhöld um
alt land til undirbúnings undir þing þetta eða þjóðfund-
inn, sem ætlazt var til, að haldinn yrði 1850, þó að ekki
yrði af því fyrr en ári síðar. Þingvallafundir voru haldn-
ir hver um annan þveran hin næstu ár og alsherjar-
nefnd (Miðnefndin) skipuð 1 Reykjavík til þess að standa
fyrir samtökum eða jafnvel samgaungum og undirbún-
ingi hins mikla máls út um öll héruð. Það mátti geta
því nærri, að Haldór sæti ekki leingi hjá þeim málum,
og þar vitum vér hann koma fyrst fram í Iandsmálum,
sem hann gefur út Undirbúningsblað undir þjódfund-
inn með Jakobi Guðmundssyni (síðast presti á Sauðafelli)
1850—1851 (alls 6 tölublöð), og á Þingvallafundi 1851
var hann manna fyrstur kosinn í Miðnefndina, og enn
aptur á Þingvallafundi 1852 og 1853, og mun hann
hafa setið í henni upp frá því á meðun nefnd sú stóð.
10. Maí 1855 var Haldór kosinn varaþingmaður
Reykjavikur, en Jón háyfirdómari Pétursson var þá
1) ísaibld XV, Nr. 2fi.
2) Sama blað XV, Nr. 28.