Andvari - 01.01.1903, Síða 16
10
vá fyrir dyrum, og hér ])urfii hraðar hendur og öflugar
aðgerðir að stemma stigu fyrir þvi að plága þessi næði
að læsa sig um land alt. En beztu menn greindi
á um hvað gera skyldi til þess að útrýma þessum ó-
fögnuði. Sumir héldu því fram að lækna mætti kláð-
ann, svo sem landsstjórnin, og henni fylgdi að málum
Jón landlæknir Hjallalín, Jón Sigurðsson og Haldór.
Höfðu peir Haldór og Hjaltalín,1) þegar hér var komið,
tekið að gefa út tímarit, sem hélt öfluglega fram kláða-
lækningum (,,Hirðir“), og árið 1859 var Jón Sigurðs-
son ásamt Tchierning sendur til Islands sem konung-
legur erindreki til þess að halda mönnum til lækning-
anna. Hinumegin stóðu flestir málsmetandi menn inn-
anlands og jafnvel sumir æðri embættismenn, svo sem
Pétur Hafstein, og öll alþýða manna, sem bæði þóttu
lækningax-nar umsvifamiklar, kostnaðarsamar og ekki
einhh'tar, en hitt skjótara og öruggara að skera féð og
kaupa svo nýjan fjárstofn úr heilbrigðum héruðum.
Var og í sumum sýslum skorið niður sauðlaust svo að
kalla. Lækningamenn töldu hins vegar niðurskurð bæði
skömm og skaða, og svo var kappið og æsingarnar
megnar um þetta mál, að alt landið stóð nær í einum
æsingaeldi, og bitnaði þó meir á lækningamönnum
heiptin og hatrið, því að þeir voru færri, en harðir í
sóknum og kappsamir, Þingið 1859 varð því reglulegt
kláðamálsþing. Tók Haldór öílugan þátt í því máli
bæði þá og jafnan síðan utan þings og innan öll þau
mörgu ár, sem það stóð yfir, þar til Jón landritari
1) Haldóri þótti Hjaltalín þó fylgja sór linlega að lækning-
unum þegar frum í sótti, og taldi eingan þá hér á landi standa
jafnörugglega með sér og Þórð húyfirdómarn Jónasson. — Þórður
og Hnldór voru miklir vinir, og enginn þótti Haldóri jufnmikill
lagamaður hér á landi sem Þórður um huns daga.