Andvari - 01.01.1903, Side 20
14
mjög snarpar — bænarskrár alstaðar að til pings, og
protestera ]>ar á móti öllum hripsunum Dana inn á okk-
ar pólitiska rett“. 13. Apríl sama ár segir Jón: „Bless-
aður, spentu hvað þú getur, direkte og indirekte!ul
Þingið 1869 reið líka svo af, að ekki var geingið að
neinum ókjörum, og varði llaldór ]iar vel garðinn, svo
sem fyrri greinir. En orrahríðinni hélt áfram enn um
stund og harðnaði heldur en hitt, og í bréíi til Haldórs
9. Júlí 1870 segir Jón: „Það gleður mig að heyra, að
þú gerir alt hvað þú getur, því að þú hefir margar
klær og góðar, ef þú brúkar þær“. En svo er að sjá
sem Hilmar Finsen hafi, þegar fram í sótti, farið að
gefa þeim embættismönnum auga, sem einarðlegastgeingu
fram í stjórnarmálunum, og eru deili til þess, að Hal-
dór hafi verið einn þeirra, sem hafðar voru gætur á,
því að svo segir Jón Sigurðsson í bréfi til hans 14. Apr.
1872: „Þú gerir, að1 mér finst, rétt og forsjálega í að
fara hægt, og gætir þú feingið einhverja til að beita
fram fyrir þig, þá held eg ekki að væri neinn skaði að
því. Finsen er nú sár við þig, líklega vegna fyrri kunn-
ingsskapar, og á mig ættar hann að leggjast með því
að svipta mig vísindalegum styrk þeim, sem eg hefi
haft og líklega íslenzka, lagasafninu1'2. Þetta er enn á-
1) 1 þessu bréfi segir Jón og: „Eg skrifa Jóni Guðmunds-
syni núna uin að þeyta sinn þjóðlúður sem mest, sýna lögleys-
ur og vitleysur stjórnarinnar, og fylgja því fram að protestera
móti öllu illu og halda fast fram múlum vorum og kröfum, en
liafna öllum svikum og ójöfnuði“.
2) Það mú sjú, að Jón Sigurðsson hefir œtlað, að Finsen
hafi liaft úti ýmsa aungla um þessi úr. Björnstjerne Björnsson
hafði um 1870 ritað snarplega um stjórnarmúlefni íslands þeim
megin, sem betur gegndi. En Jóni þótti hann linast kynlega
upp um hríð, og kennir það Finsen, svo sem hann segir i bréfi
til Haldórs 9. Júlí 1870: „Ætli Finsen hafi ekki skrifað sinum
vini Björnst. Björnssyni lil að fú honum snáið? Hann cr orðinn