Andvari - 01.01.1903, Side 21
réttað í bréíi Jóns 25. Maí sama ár, er honum þykir
Haldór heldur draga sig í hlé: . . því tek eg ekki
hart á þér, sízt rneöan maður heyrir ekki meiri hreif-
ingar úr sveitinni, — en margir liggja þér á hálsi fyrir
deyfð í því efni og eigna það því, að þú hafir beig af
valdinu, og þér hafi verið hótað afsetning m. m. Það
er þó víst ekki satt, nema þér hafi verið bent til þess
í vinsemd af öðrum?“
Um þetta leyti (síðla árs 1872) andaðist Jens Sig-
urðsson skólastjóri, bróðir Jóns og mikill vinur Haldórs.
Losnaði þá rektorsembættið við Iærða skólann. Sóttu
þeir um það háðir Jón og Haldór, og bjuggust þó víst
ekki við að framganga þeirra í pólitíkinni mundi lypta
undir þá til þess að fá það hneisulaust* 1. I eingu sleit
sú samkeppni vináttu þeirra, enda fór svo að Jón tók
umsókn sína aptur, og hvorugur þeirra hlaut embættið.
Ekki verður séð af Haldórs eigin orðum — því
bréf hans til Jóns, sem til eru, ná ekki svo langt, —
hvernig hann tók stofnun landshöfðingjadæmisins, sem
sett var á stokkana um þessar mundir, og mönnum
gazt misjafnlega að, en af því, hvernig Jón ritar honum
svo undarlega linur í seinni tíð; þú veizt að Finsen og liann eru
gestavinir áður“. — Enn fremur er svo að sjá, sem Haldór og
Jón hnfi haft Finsen' grunaðun um, að hann vildi leggja niður
lœknaskóla þunn, sem Hjaltalín liafði haldið um mörg ár, því
svo segir Jón í hréfi til Haldórs 7. Nov. 1872: „Það eru nógu
laglegar fréttir, sem þú segir mér um Finsen, að hann viljileggja
niður lœknaskólann. Það verðum við að fyrirbyggjn með afli og
atorku“.
1) í bréfi til Haldórs 16. Apr. 1873 segir Jón um þettn efni:
„Skyldi það ekki vera hugsan(in) að láta dragast veitinguna til
þess að vita hvernig fœri á nlþingi, og einkum, hvað eg gerði
nú. Það var lfkt cins og á þjóðfundinum, að þá var heingtupp
agn lianda mér, og (eg) átti að fá 800 rd. embætti. Þú sér á þessu,
að varla mun ætlazt til eg fori ú Þingvallafund11.