Andvari - 01.01.1903, Page 22
ié
þar um má sýnast, aS ]jeir hafi verið á svipuðu máli
um það. En svo mælir Jón i bréfi til Haldórs 28. Febr.
1873: „Um pólitík okkar er nú lítiö aS segja, en ein-
hver móður er niðri í mönnum. Þeir eru helzt Norð-
lingar að ota því að hlaupa af þingi; það er vitlaust,
en hitt að þrýsta að konungsfulltrúa, svo að hann verði
annaðhvort að þola það, sem á hann er lagt, og játast,
eða að slíta þingi undir prótesti okkar, það lízt mér
betur á. Þeir, sem eru eins skíttroðnir af desptíi eins
og við erum um margar aldir, ættu þó ekki að vera
svo taugaveikir að smella í neista, þó okkur sé mis-
boðið — ekki meira en áður, heldur rétt eins. — Hér
er eiginlega finst mér um að gera að fá landshöfðingj-
ann hækkaðan i jarl, eða þá einkum ábyrgðarmenn til
stjórnar og löggjafarvald handa alþingi .... Um gagn
fyrir okkar mál, þó vinstri komist að, hefi eg litla
von . . . .“
Nú leið árið 1873 og rann upp árið 1874 með
þúsundára hátíðinni og nýrri stjórnarskrá, sem konung-
ur hafði útgefið sem alvaldur. Þá ritar Jón Haldóri
merkilegt bréf með fyrstu skipsferð 27. Febr. (1874) og
kemst meðal annars svo að orði: „Nú vona eg þér birti
fyrir augum í vorsólinni, þegar þú sér nýju stjórnar-
skrúna. Víst má mart út á hana setja, og samir eru
þeir við sig, að finna ætíð upp á einhverju nýju til að
hafa brellur í frammi, en samt sem áður get eg ekki
sagt annað en mér finst hér vera feingin trappa til að
standa á, sem við höfum fulla ástæðu til að álíta sem
octroyeraða upp á okkur, og við megum því fara með
eins og við viljum og þurfum. Hér er því ekki til setu
boðið, heldur þarf nú einmitt að taka sér fasta stefnu,
fyrst um fulltrúaefni og þar næst um þær umbætur,
sem menn vilja strax á fyrsta þingi bera fram um
stjórnarskrána. Eptir áskorun þjóðvinafélagsmanna hér