Andvari - 01.01.1903, Side 26
20
ur öllum úttuni gegnum skólapilta á hverju ári. Úr
þessu safni sínu lofaði hann — og eins erfingjar hans
eptir hans dag — Landsbókasafninu aö vinza það, sem
það vanhagaði um fyrir mjög sanngjarnt verð. Var
]iað bæði fjölmart, fágætt og merkilegt, sem hókasafnið
fékk á þennan hátt og annaðhvort hefði seint feingizt
eða aldrei annarskostar.
Við bæjarmálefni Reykjavíkur á allan hátt koin
Haldór svo mikið um leingsta skeið æfinnar, að það er
bágt að liugsa sér Reykjavík á síðara helmingi 19. ald-
ar án þess að ITaldór standi þá jafnframt fyrir manni.
I hæjarstjórn var liann kosinn fyrst 1854 og sat í henni
til nýjárs 1862; en þá stóðu þau ár yfir, sem kláða-
lækningamennirnir áttu ekki upp pallborðið, og var Hal-
dór ekki kosinn í bæjarstjórn aptur fyrri en 1873, en
úr því sat hann líka í henni til 1899. Það yrði of langt
mál, ef rekja skyldi öll afskipti Haldórs af málefnum
jiessa bæjar, og verðnr því hér að vera nóg að geta
þess eins, að þau málin muni teljandi, sem hann hafi
ekki látið sig skipta að einhverju leyti; hann var aldrei
vanur að draga sig í hlé, og það varð venjulega vart
við hann hvorumegin sem hann var.
Um það leyti, sem Haldór settist að í Reykjavík og
leingra fram, var sá hugsunarháttur þar mjög ríkjandi
hjá mörgum, að það væri ósvinna, að heldri menn væri
að rekast mikið í framkvæmdum eða samtökum til
framkvæmda, er ekki snertu emhætti þeirra, og hitt
þótti þó ósvinnan enn meiri að embættismenn tæki á
nokkru verki til líkamlegra starfa. Það þótti hepjrilegra
að ganga með hendurnar í vösunum og gera ekki neilt.
Alt var talið úr og aldrei var kominn tími til þess að
gera neitt né framkvæma. Yfir þetta alt setti Haldór
sig. Hann var framgjarn og starfsamur og þoldi ekki
við að vera iðjulaus, og var sjálfsagt mesti búmaður af