Andvari - 01.01.1903, Qupperneq 28
22
kominn á nírœðisaldur, þegar hann var kosinn til þess,
og færðist hann ekki undan að taka það að sér, því að
áltaf var starfsviljinn samur við sig. Gegndi Haldór
sættastörfum síðustu missirin, sem hann lifði. En leingi
æfi hafði Haldór feingizt við málafærslu bæði fyrir sjálf-
an sig og aðra. Var hann bæði málafylgjumaður og
opt heppinn i þeirri grein, enda taldi hann svo sjálfur,
að málafærsla hefði Iátið sér bezt af öllu því, sem hann
hafði feingizt við. Var hann vel að sér í lögum og
mörgum hnútum kunnugur.
Auk rita þeirra, sem áður er getið, skrifaði Hal-
dór mart, gaf út stafrófskver (1854), þýddi eðlisfræði
fyrir Bókmentafélagið, ritaði greinar í blöð, samdi deilu-
rit, bjó til vísnaskýringar og enn Ileira.1 Var hann ó-
ragur að finna að því, sem honum þótti aðfinnsluvert,
en einna sárast var honum af öllum fræðum um is-
ienzka réttritun og íslenzka tungu, og var hann samur
um það fram í elli. Ilið siðasta, sem eptir Haldór ligg-
ur í þeirri grein, er umvandan hans um mál á biblíu-
þýðingunni nýju, og birtust greinar hans um það efni i
„Fríkirkjunni“. Að eðli var Haldór ekki meiri stýlisti
i rithætti en margir aðrir, en hann hafði góða þekking
á málinu og ritaði sjálfur hreint og tyldurslaust mál; á
því mátti hann ekki sjá neina útlenzku-bletti né dönsku-
slettur, og ckki var honum mikið um nýgervinga. Skýr-
ingar fornvísna fékkst hann allmikið við, og setti metn-
að i það; var og opt glöggsær og skynsamur i þeirri grein.
En önnur störf hans gátu ekki gefið honum tíma né
næði til stöðugra smásmuglegra vísindarannsókna.
1) Síðustu rit Huldórs muuu veru Æíisaga Jóns Pólurssou-
ar, sem prentuð vnr í Andvara 1901, og einbœltis og sýslunar-
mannutal ó íslundi um uldamótin 1900 — 1901, sem prentað er i
Stjórnurtíðindunum.